Pína og peningar Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 17. júní 2013 11:00 Leikararnir Wahlberg, Johnson og Mackie bera myndina Pain & Gain uppi að sögn gagnrýnanda. Pain & Gain Leikstjórn: Michael Bay Leikarar: Mark Wahlberg, Dwayne Johnson, Anthony Mackie, Tony Shalhoub. Transformers-kempan Michael Bay fer hér tímabundið úr vélmennum í vöðvatröll, og segir okkur söguna af því þegar hópur vaxtarræktarmanna í Miami píndi aleiguna af auðmanni einum á tíunda áratugnum. Sagan er sem sé sönn, eða í það minnsta byggð á sönnum atburðum. Þetta sorglega sakamál er framreitt á kolsvartan máta og það gerir Bay ágætlega. Í upphafi virðast tröllin vinaleg en frekar vitlaus. Gamanið kárnar þó þegar á líður og reynast mennirnir vera hin mestu dusilmenni. Ofbeldið er yfirgengilegt og smám saman fer áhorfandinn að óska þess að hetjunum verði stungið í grjótið sem fyrst og sem lengst. Helsti styrkur myndarinnar er leikhópurinn, en þremenningarnir Wahlberg, Johnson og Mackie eru allir frábærir í sínum hlutverkum. Veikleiki hennar er lengdin, en sagan er ekki það bitastæð að hún þurfi meira en tvær klukkustundir til að vera sögð. Þá er húmorinn stundum á kostnað minnihlutahópa og konurnar eru hafðar aðeins til skrauts. Það er eflaust hluti af kúltúr durtanna sem myndin fjallar um en öfgamaðurinn Bay hefur ekki snefil af þeirri sjálfsstjórn sem þarf til að þannig grín verði ekki barnalegt og lummó. Pain & Gain er engu að síður kraftmikil og nokkuð skemmtileg að stærstum hluta.Niðurstaða: Kærkomin hvíld frá vélmennunum, en mætti vera styttri og þéttari. Gagnrýni Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Pain & Gain Leikstjórn: Michael Bay Leikarar: Mark Wahlberg, Dwayne Johnson, Anthony Mackie, Tony Shalhoub. Transformers-kempan Michael Bay fer hér tímabundið úr vélmennum í vöðvatröll, og segir okkur söguna af því þegar hópur vaxtarræktarmanna í Miami píndi aleiguna af auðmanni einum á tíunda áratugnum. Sagan er sem sé sönn, eða í það minnsta byggð á sönnum atburðum. Þetta sorglega sakamál er framreitt á kolsvartan máta og það gerir Bay ágætlega. Í upphafi virðast tröllin vinaleg en frekar vitlaus. Gamanið kárnar þó þegar á líður og reynast mennirnir vera hin mestu dusilmenni. Ofbeldið er yfirgengilegt og smám saman fer áhorfandinn að óska þess að hetjunum verði stungið í grjótið sem fyrst og sem lengst. Helsti styrkur myndarinnar er leikhópurinn, en þremenningarnir Wahlberg, Johnson og Mackie eru allir frábærir í sínum hlutverkum. Veikleiki hennar er lengdin, en sagan er ekki það bitastæð að hún þurfi meira en tvær klukkustundir til að vera sögð. Þá er húmorinn stundum á kostnað minnihlutahópa og konurnar eru hafðar aðeins til skrauts. Það er eflaust hluti af kúltúr durtanna sem myndin fjallar um en öfgamaðurinn Bay hefur ekki snefil af þeirri sjálfsstjórn sem þarf til að þannig grín verði ekki barnalegt og lummó. Pain & Gain er engu að síður kraftmikil og nokkuð skemmtileg að stærstum hluta.Niðurstaða: Kærkomin hvíld frá vélmennunum, en mætti vera styttri og þéttari.
Gagnrýni Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira