Ólafur og Dorrit með sitthvort lögheimilið Sunna Valgerðardóttir skrifar 15. júní 2013 00:01 Dorrit býr nú lögum samkvæmt í Bretlandi, en þau hjónin eru ekki á leið að slíta samvistum, samkvæmt forsetaritara. Fréttablaðið/Vilhelm Fréttablaðið/Vilhelm Dorrit Moussaieff forsetafrú hefur fært lögheimili sitt til Bretlands og er því ekki lengur skráð til heimilis með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum. Flutningar lögheimilis Dorritar frá Bessastöðum til Bretlands gengu í gegn í fyrra, án athugasemda frá Þjóðskrá, en samkvæmt íslenskum lögum þurfa hjón að vera skráð á sama lögheimili. Örnólfur Thorsson forsetaritari segir skráninguna hafa gengið í gegn með venjubundnum hætti, án athugasemda frá Hagstofu og þjóðskrá. „Breytingin tengist heimili, störfum Dorritar og fjölskyldu hennar í London,“ segir Örnólfur. „Það var engin athugasemd gerð af hálfu opinberra aðila.“ Spurður hvort Dorrit og Ólafur hafi slitið samvistir segir hann svo ekki vera. „Að sjálfsögðu eru þau ekki búin að slíta samvistum og hún verður auðvitað hér á þjóðhátíðardaginn.“ Samkvæmt upplýsingum frá þjóðskrá þurfa hjón að slíta samvistir til þess að geta haft sitthvort lögheimilið samkvæmt lögum. Margrét Hauksdóttir, forstjóri þjóðskrár, segir að fólk þurfi að framvísa staðfestingu á því að það sé búið að slíta samvistum eða sé að skilja að borði og sæng, ætli annað hjónanna að flytja lögheimili sitt. Svoleiðis séu lögin og engar undantekningar gerðar á því að undanskildum þingmönnum, ráðherrum og starfsmönnum sendiráða erlendis. Hún geti þó ekki tjáð sig um einstök mál. Greint var frá því í fyrra að Dorrit greiðir ekki auðlegðarskatt hér á landi, þrátt fyrir að vera búsett hér og gift Íslendingi. Fjölskylda hennar er vellauðug og voru foreldrar hennar einir fremstu skartgripasafnarar heims. Eignir fjölskyldunnar eru metnar á tugi milljarða og hefur hún meðal annars ratað á lista Times um auðugustu fjölskyldur heims. Bæði forseti Íslands og maki hans greiða skatta og gjöld af tekjum sínum og eru hjón lögum samkvæmt samsköttuð. Dorrit fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2006, þremur árum eftir að hún giftist Ólafi Ragnari. Dorrit og Ólafur trúlofuðust árið 2000 og giftu sig á afmælisdegi forsetans þann 14. maí 2003. Hjón eiga að eiga sama lögheimili „Hjón eiga sama lögheimili. Hafi þau sína bækistöðina hvort skal lögheimili þeirra vera hjá því hjónanna sem hefur börn þeirra hjá sér. Ef börn hjóna eru hjá þeim báðum eða hjón eru barnlaus skulu þau ákveða á hvorum staðnum lögheimili þeirra skuli vera, ella ákveður Þjóðskrá Íslands það. Hjón, sem slitið hafa samvistir, eiga sitt lögheimilið hvort.“ Úr 7. grein laga um lögheimili Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Dorrit Moussaieff forsetafrú hefur fært lögheimili sitt til Bretlands og er því ekki lengur skráð til heimilis með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum. Flutningar lögheimilis Dorritar frá Bessastöðum til Bretlands gengu í gegn í fyrra, án athugasemda frá Þjóðskrá, en samkvæmt íslenskum lögum þurfa hjón að vera skráð á sama lögheimili. Örnólfur Thorsson forsetaritari segir skráninguna hafa gengið í gegn með venjubundnum hætti, án athugasemda frá Hagstofu og þjóðskrá. „Breytingin tengist heimili, störfum Dorritar og fjölskyldu hennar í London,“ segir Örnólfur. „Það var engin athugasemd gerð af hálfu opinberra aðila.“ Spurður hvort Dorrit og Ólafur hafi slitið samvistir segir hann svo ekki vera. „Að sjálfsögðu eru þau ekki búin að slíta samvistum og hún verður auðvitað hér á þjóðhátíðardaginn.“ Samkvæmt upplýsingum frá þjóðskrá þurfa hjón að slíta samvistir til þess að geta haft sitthvort lögheimilið samkvæmt lögum. Margrét Hauksdóttir, forstjóri þjóðskrár, segir að fólk þurfi að framvísa staðfestingu á því að það sé búið að slíta samvistum eða sé að skilja að borði og sæng, ætli annað hjónanna að flytja lögheimili sitt. Svoleiðis séu lögin og engar undantekningar gerðar á því að undanskildum þingmönnum, ráðherrum og starfsmönnum sendiráða erlendis. Hún geti þó ekki tjáð sig um einstök mál. Greint var frá því í fyrra að Dorrit greiðir ekki auðlegðarskatt hér á landi, þrátt fyrir að vera búsett hér og gift Íslendingi. Fjölskylda hennar er vellauðug og voru foreldrar hennar einir fremstu skartgripasafnarar heims. Eignir fjölskyldunnar eru metnar á tugi milljarða og hefur hún meðal annars ratað á lista Times um auðugustu fjölskyldur heims. Bæði forseti Íslands og maki hans greiða skatta og gjöld af tekjum sínum og eru hjón lögum samkvæmt samsköttuð. Dorrit fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2006, þremur árum eftir að hún giftist Ólafi Ragnari. Dorrit og Ólafur trúlofuðust árið 2000 og giftu sig á afmælisdegi forsetans þann 14. maí 2003. Hjón eiga að eiga sama lögheimili „Hjón eiga sama lögheimili. Hafi þau sína bækistöðina hvort skal lögheimili þeirra vera hjá því hjónanna sem hefur börn þeirra hjá sér. Ef börn hjóna eru hjá þeim báðum eða hjón eru barnlaus skulu þau ákveða á hvorum staðnum lögheimili þeirra skuli vera, ella ákveður Þjóðskrá Íslands það. Hjón, sem slitið hafa samvistir, eiga sitt lögheimilið hvort.“ Úr 7. grein laga um lögheimili
Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira