Rautt er litur kynlífs – og hærra verðs Friðrika Benónýsdóttir skrifar 13. júní 2013 14:00 Caravaggio Kynlíf selur. Um það velkist enginn í vafa. Og rautt er litur kynlífsins, í lífinu jafnt og listinni, eins og Jonathan Jones, myndlistargagnrýnandi og höfundur bókarinnar Loves of the Artists, bendir á í bráðskemmtilegum pistli í The Guardian í gær. Hann bendir á að rauðir kjólar þyki kynæsandi, kynlífshverfi borga séu gjarnan kölluð rauða hverfið og að konur auki kynþokka vara sinna með rauðum lit. Það ætti því ekki að þurfa að koma neinum á óvart að því rauðari sem myndverk séu því meira höfði þau til kynhvatar kaupenda og því hærra verð séu þeir tilbúnir að greiða fyrir verkin. Jones bendir enn fremur á að í listinni sé rauði liturinn enn tengdari kynlífi en í lífinu sjálfu og tekur nokkur dæmi því til stuðnings. Vændiskonan María Magðalena sé til dæmis iðulega rauðklædd í málverkum og Titian hafi gengið enn lengra með því að gera hana rauðhærða í hinu fræga verki Noli Me Tangere. Hann nefnir Caravaggio og Degas einnig til sögunnar sem meistara þess að láta rauða litinn endurspegla kynferðislega undirtóna í verkum sínum og klykkir út með sögu af Mark Rothko sem að hans sögn heillaðist svo af rauðum vegg í gleðihúsi í Pompei að hann notaði rauða litinn óspart í verkum sínum upp frá því. Rothko hefur fengið hærra verð fyrir verk en nokkur annar myndlistarmaður og Jones þykir það fullkomlega skiljanlegt: „Þegar ég sé þessi hárauðu verk í Tate Modern finnst mér þau ólýsanlega sexý, þrátt fyrir tilvistarlegan drunga þeirra. Ég myndi borga hvað sem væri fyrir þau.“ Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Kynlíf selur. Um það velkist enginn í vafa. Og rautt er litur kynlífsins, í lífinu jafnt og listinni, eins og Jonathan Jones, myndlistargagnrýnandi og höfundur bókarinnar Loves of the Artists, bendir á í bráðskemmtilegum pistli í The Guardian í gær. Hann bendir á að rauðir kjólar þyki kynæsandi, kynlífshverfi borga séu gjarnan kölluð rauða hverfið og að konur auki kynþokka vara sinna með rauðum lit. Það ætti því ekki að þurfa að koma neinum á óvart að því rauðari sem myndverk séu því meira höfði þau til kynhvatar kaupenda og því hærra verð séu þeir tilbúnir að greiða fyrir verkin. Jones bendir enn fremur á að í listinni sé rauði liturinn enn tengdari kynlífi en í lífinu sjálfu og tekur nokkur dæmi því til stuðnings. Vændiskonan María Magðalena sé til dæmis iðulega rauðklædd í málverkum og Titian hafi gengið enn lengra með því að gera hana rauðhærða í hinu fræga verki Noli Me Tangere. Hann nefnir Caravaggio og Degas einnig til sögunnar sem meistara þess að láta rauða litinn endurspegla kynferðislega undirtóna í verkum sínum og klykkir út með sögu af Mark Rothko sem að hans sögn heillaðist svo af rauðum vegg í gleðihúsi í Pompei að hann notaði rauða litinn óspart í verkum sínum upp frá því. Rothko hefur fengið hærra verð fyrir verk en nokkur annar myndlistarmaður og Jones þykir það fullkomlega skiljanlegt: „Þegar ég sé þessi hárauðu verk í Tate Modern finnst mér þau ólýsanlega sexý, þrátt fyrir tilvistarlegan drunga þeirra. Ég myndi borga hvað sem væri fyrir þau.“
Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira