Anarkía í Hamraborg Bergsteinn Sigurðsson skrifar 12. júní 2013 10:00 Fer fyrir hópi listamanna sem vilja gera hlutina á eigin forsendum og því opnað nýtt sýningarými. Fréttablaðið/Stefán „Það var aðallega skortur á sýningarrými fyrir grasrót frekar en bissness sem rak okkur út í þetta,“ segir Bjarni Sigurbjörnsson myndlistarmaður, sem ásamt tíu öðrum myndlistarmönnum hefur stofnað sýningarrýmið Anarkíu í Hamraborg 3 í Kópavogi. Bjarni segir hópinn sem stendur að Anarkíu vera listamenn sem láti mælistikur og stofnanir „listheimsins“ sér í léttu rúmi liggja, en kjósi að taka málin í eigin hendur og koma verkum sínum á framfæri á eigin forsendum. „Við teljum að fastmótaðar stofnanir og kerfi þjóni ekki markmiðum okkar um frjálsa tjáningu, en viljum að allir fái að rækta sérkenni sín og finna hugsun sinni og kenndum farveg í lífi og list,“ segir Bjarni en flestir úr hópnum þekkjast vel. „Þetta er mestmegnis fólk úr mínum ranni, listamenn sem ég hef kennt í gegnum tíðina.“ Sýningarrýmið er tvískipt og segir Bjarni að markmiðið sé að leigja utanaðkomandi listamönnum annað þeirra og geti þeir því sýnt samhliða sýningum félagsmanna í Anarkíu. „Svo stefnum við líka á að vera með málþing og ráðstefnur,“ segir Bjarni en helmingi sýningarrýmisins hefur verið ráðstafað út næsta árið. Listasalurinn verður tekinn í notkun á laugardag en þá opnar Bjarni tvær sýningar í báðum sýningarrýmum Anarkíu: Að flá fiðrildi og Svífa svartir skurðir. „Í Að flá fiðrildi er ég að vinna með nekt málverksins, ef svo má segja, innviði þess og grunnforsendur. Fiðrildið er táknmynd umbreytingar þar sem fegurðin brýst út úr ljótleikanum, það bókstaflega flær sig sjálft, brýst út úr eigin skinni.“ Svífa svartir skurðir samanstendur aftur á móti af málverkum sem kennd eru við látæði – gesture – og eru skráning á líkamlegum hreyfingum listamannsins. „Ég er að grafast fyrir um innri gerð málverks og frumþætti þess, virkni flatarins og svífandi sveiflunnar sem sker hann.“ Að flá fiðrildi og Svífa svartir skurðir verða opnaðar í Anarkíu á laugardag klukkan 15. Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Það var aðallega skortur á sýningarrými fyrir grasrót frekar en bissness sem rak okkur út í þetta,“ segir Bjarni Sigurbjörnsson myndlistarmaður, sem ásamt tíu öðrum myndlistarmönnum hefur stofnað sýningarrýmið Anarkíu í Hamraborg 3 í Kópavogi. Bjarni segir hópinn sem stendur að Anarkíu vera listamenn sem láti mælistikur og stofnanir „listheimsins“ sér í léttu rúmi liggja, en kjósi að taka málin í eigin hendur og koma verkum sínum á framfæri á eigin forsendum. „Við teljum að fastmótaðar stofnanir og kerfi þjóni ekki markmiðum okkar um frjálsa tjáningu, en viljum að allir fái að rækta sérkenni sín og finna hugsun sinni og kenndum farveg í lífi og list,“ segir Bjarni en flestir úr hópnum þekkjast vel. „Þetta er mestmegnis fólk úr mínum ranni, listamenn sem ég hef kennt í gegnum tíðina.“ Sýningarrýmið er tvískipt og segir Bjarni að markmiðið sé að leigja utanaðkomandi listamönnum annað þeirra og geti þeir því sýnt samhliða sýningum félagsmanna í Anarkíu. „Svo stefnum við líka á að vera með málþing og ráðstefnur,“ segir Bjarni en helmingi sýningarrýmisins hefur verið ráðstafað út næsta árið. Listasalurinn verður tekinn í notkun á laugardag en þá opnar Bjarni tvær sýningar í báðum sýningarrýmum Anarkíu: Að flá fiðrildi og Svífa svartir skurðir. „Í Að flá fiðrildi er ég að vinna með nekt málverksins, ef svo má segja, innviði þess og grunnforsendur. Fiðrildið er táknmynd umbreytingar þar sem fegurðin brýst út úr ljótleikanum, það bókstaflega flær sig sjálft, brýst út úr eigin skinni.“ Svífa svartir skurðir samanstendur aftur á móti af málverkum sem kennd eru við látæði – gesture – og eru skráning á líkamlegum hreyfingum listamannsins. „Ég er að grafast fyrir um innri gerð málverks og frumþætti þess, virkni flatarins og svífandi sveiflunnar sem sker hann.“ Að flá fiðrildi og Svífa svartir skurðir verða opnaðar í Anarkíu á laugardag klukkan 15.
Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira