Dansað í trúarvímu Jónas Sen skrifar 11. júní 2013 11:00 Matthias Halvorsen, stofnandi Podium-hátíðarinnar í Noregi, lék frábærlega á píanó í Hörpu. Tónlist: Lokatónleikar Podium-hátíðarinnar Hljóðfæraleikarar: Arngunnur Árnadóttir, Nikolai Matthews, Dimitri Kostopoulos, Magnus Boye Hansen, Matthias Halvorsen, Mathieu von Bellen, Mathias Johansen, Hulda Jónsdóttir, Mischa Pfeiffer, Þorgerður Hall og Steven Walter. Harpa, 9. júní. Margir sértrúarsöfnuðir hafa sprottið upp úr mótmælendatrú. Einn þeirra er kallaður Shakers, eða „United Society of Believers in Christ's Second Appearing.“ Hann varð til á 18. öld á Englandi en barst síðar til Bandaríkjanna. Nafnið Shakers, eða Hristarar, kom til vegna þess hvernig trúarathafnirnar fóru fram. Mikið var sungið og söngnum fylgdi mjög sérkennileg líkamstjáning, sem var eins konar dans. Laglínurnar voru líka óvenjulegar, byggðust á tónstigum sem voru frábrugðnir tónfræðireglunum í hefðbundnari kirkjutónlist. Talsvert hefur fækkað í söfnuðinum á síðari tímum en menningarframlag hans lifir. Á lokatónleikum Podium-tónlistarhátíðarinnar, sem fóru fram í anddyri Hörpu fyrir framan Kaldalón, var leikið verk sem byggðist á tónlist Hristaranna. Það var eftir bandaríska samtímatónskáldið John Adams. Hann er hvað þekktastur fyrir óperuna sína Nixon í Kína. Verkið á tónleikunum var fyrir nokkra strengjaleikara og var mínímalískt eins og velflest eftir tónskáldið. Það þýðir að tónlistin byggðist á örstuttum stefbrotum sem voru endurtekin aftur og aftur en þó tók verkið stöðugum breytingum. Framvindan var falleg og áhugaverð; án efa var þetta aðgengilegasta tónsmíðin á tónleikunum. Hún var dálítið transkennd ef ég má orða það svo, enda var tónlist og dans Hristaranna til þess gerð að komast í trúarvímu. Hljóðfæraleikararnir, sem allir voru ungir að árum, spiluðu prýðilega. Samspilið var nákvæmt en kraftmikið, túlkunin flæðandi og tilfinningarík. Svipaða sögu er að segja um annað á dagskránni. Þar var áhrifamest tríó eftir lettneska tónskáldið Peteris Vasks. Píanóleikurinn var frábær en því miður hafði ég ekki hugmynd um hver spilaði. Tónleikaskráin var mjög í skötulíki, aðeins pínulítill miði. Þar voru einungis nefndir allir hljóðfæraleikarar tónleikanna, en það voru ekki alltaf þeir sömu sem spiluðu. Ég komst þó að því síðar að píanóleikarinn heitir Matthias Halvorsen. Hinar tónsmíðarnar á dagskránni voru minna spennandi. Contrasti eftir Bartók hefur ekki elst vel. Það byggist vissulega á gríðarlegri þekkingu, en fjörið og innblásturinn, sem er svo ríkjandi í eldri verkum tónskáldsins, er víðs fjarri. Það var þó vel spilað, öryggi í flutningnum og stígandin var aðdáunarverð. Charisma eftir Xenakis var sömuleiðis ágætlega leikið en verkið sjálft var leiðinlega ómstrítt og óþægilegt áheyrnar. Eins og áður sagði voru þetta lokatónleikar Podium-hátíðarinnar. Fyrir þá sem ekki vita var hún stofnuð í Noregi árið 2008. Þetta var í fyrsta sinn sem hún var haldin hér á landi, bæði í Hörpu og einnig í Selinu á Stokkalæk og í Norræna húsinu. Ungir tónlistarmenn standa ávallt fyrir tónleikunum. Áherslan er á óhefðbundna tónlistarupplifun og eru ýmsar leiðir farnar til þess að brjóta upp tónleikaformið. Tónleikarnir nú voru að vísu býsna hefðbundnir en ég geri ráð fyrir að fyrri tónleikar hátíðarinnar, sem ég gat því miður ekki farið á, hafi verið frumlegri.Niðurstaða: Ágætur hljóðfæraleikur, misjöfn dagskrá. Sumt var frábært. Gagnrýni Menning Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist: Lokatónleikar Podium-hátíðarinnar Hljóðfæraleikarar: Arngunnur Árnadóttir, Nikolai Matthews, Dimitri Kostopoulos, Magnus Boye Hansen, Matthias Halvorsen, Mathieu von Bellen, Mathias Johansen, Hulda Jónsdóttir, Mischa Pfeiffer, Þorgerður Hall og Steven Walter. Harpa, 9. júní. Margir sértrúarsöfnuðir hafa sprottið upp úr mótmælendatrú. Einn þeirra er kallaður Shakers, eða „United Society of Believers in Christ's Second Appearing.“ Hann varð til á 18. öld á Englandi en barst síðar til Bandaríkjanna. Nafnið Shakers, eða Hristarar, kom til vegna þess hvernig trúarathafnirnar fóru fram. Mikið var sungið og söngnum fylgdi mjög sérkennileg líkamstjáning, sem var eins konar dans. Laglínurnar voru líka óvenjulegar, byggðust á tónstigum sem voru frábrugðnir tónfræðireglunum í hefðbundnari kirkjutónlist. Talsvert hefur fækkað í söfnuðinum á síðari tímum en menningarframlag hans lifir. Á lokatónleikum Podium-tónlistarhátíðarinnar, sem fóru fram í anddyri Hörpu fyrir framan Kaldalón, var leikið verk sem byggðist á tónlist Hristaranna. Það var eftir bandaríska samtímatónskáldið John Adams. Hann er hvað þekktastur fyrir óperuna sína Nixon í Kína. Verkið á tónleikunum var fyrir nokkra strengjaleikara og var mínímalískt eins og velflest eftir tónskáldið. Það þýðir að tónlistin byggðist á örstuttum stefbrotum sem voru endurtekin aftur og aftur en þó tók verkið stöðugum breytingum. Framvindan var falleg og áhugaverð; án efa var þetta aðgengilegasta tónsmíðin á tónleikunum. Hún var dálítið transkennd ef ég má orða það svo, enda var tónlist og dans Hristaranna til þess gerð að komast í trúarvímu. Hljóðfæraleikararnir, sem allir voru ungir að árum, spiluðu prýðilega. Samspilið var nákvæmt en kraftmikið, túlkunin flæðandi og tilfinningarík. Svipaða sögu er að segja um annað á dagskránni. Þar var áhrifamest tríó eftir lettneska tónskáldið Peteris Vasks. Píanóleikurinn var frábær en því miður hafði ég ekki hugmynd um hver spilaði. Tónleikaskráin var mjög í skötulíki, aðeins pínulítill miði. Þar voru einungis nefndir allir hljóðfæraleikarar tónleikanna, en það voru ekki alltaf þeir sömu sem spiluðu. Ég komst þó að því síðar að píanóleikarinn heitir Matthias Halvorsen. Hinar tónsmíðarnar á dagskránni voru minna spennandi. Contrasti eftir Bartók hefur ekki elst vel. Það byggist vissulega á gríðarlegri þekkingu, en fjörið og innblásturinn, sem er svo ríkjandi í eldri verkum tónskáldsins, er víðs fjarri. Það var þó vel spilað, öryggi í flutningnum og stígandin var aðdáunarverð. Charisma eftir Xenakis var sömuleiðis ágætlega leikið en verkið sjálft var leiðinlega ómstrítt og óþægilegt áheyrnar. Eins og áður sagði voru þetta lokatónleikar Podium-hátíðarinnar. Fyrir þá sem ekki vita var hún stofnuð í Noregi árið 2008. Þetta var í fyrsta sinn sem hún var haldin hér á landi, bæði í Hörpu og einnig í Selinu á Stokkalæk og í Norræna húsinu. Ungir tónlistarmenn standa ávallt fyrir tónleikunum. Áherslan er á óhefðbundna tónlistarupplifun og eru ýmsar leiðir farnar til þess að brjóta upp tónleikaformið. Tónleikarnir nú voru að vísu býsna hefðbundnir en ég geri ráð fyrir að fyrri tónleikar hátíðarinnar, sem ég gat því miður ekki farið á, hafi verið frumlegri.Niðurstaða: Ágætur hljóðfæraleikur, misjöfn dagskrá. Sumt var frábært.
Gagnrýni Menning Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira