App með íslenskum nöfnum slær í gegn Lovísa Eiríksdóttir skrifar 11. júní 2013 07:00 Björn Þór Jónsson og Edda Lára Kaaber með sonunum Kára og Arnóri. Ókeypis app fyrir íslensk mannanöfn er komið í App Store en appið vermdi efsta sætið í versluninni þegar það kom út í lok síðasta mánaðar. Appið heitir Nefna og höfundar þess eru Edda Lára Kaaber framhaldsskólakennari og Björn Þór Jónsson forritari, en þau Björn og Edda eru par og eignuðust nýlega barn saman. „Okkur fannst allar þessar mannanafnabækur svo stirðar og langaði að búa til eitthvað skemmtilegt úr þessu ferli sem verður til hjá nýbökuðum foreldrum þegar finna á nafn á barnið,“ segir Edda og bætir við að Björn Þór hafi unnið smáforritið sem lokaverkefni í tölvunarfræði við Háskóla Íslands. Í appinu má finna öll íslensk mannanöfn sem samþykkt hafa verið af mannanafnanefnd og þar eru rúmlega 3.000 nöfn, 1.900 stúlkna- og 1.700 drengjanöfn. Nöfnunum er raðað eftir stafrófsröð, vinsældum og flokkum. Í nafnaflokkunum er meðal annars hægt að finna biblíunöfn, landnámsnöfn, nöfn úr Disney-kvikmyndum og frumleg nöfn sem eru nöfn sem enginn heitir. Einnig er hægt að finna merkingu og uppruna nafna ásamt fjölda þeirra sem heita nafninu nú þegar. Yfir 2.000 manns hafa sótt sér appið og er það ókeypis eins og er. Parið er ekki búið að ákveða hvort það fari eitthvað lengra með verkefnið. „Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð og það gæti vel verið að það verði boðið upp á einhverja aukaeiginleika síðar sem yrði þá hugsanlega rukkað fyrir,“ segir Edda, sem er þó ekki vongóð um að þau eigi eftir að græða mikið á verkefninu. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ITwg68usRmM">watch on YouTube</a> Björn og Edda eru að flytja til Danmerkur þar sem þau stefna bæði á að fara í meistaranám í leikjafræði. Þau hyggjast vinna saman við að nýta tækni og tölvuleiki til að skapa þekkingu í framtíðinni. „Við fáum að vita hvort við komumst inn í námið 15. júní,“ segir Edda sem telur að leikjafræði séu fræði framtíðarinnar. „Okkur langar svo að búa til eitthvað skemmtilegt fyrir nemendur, blanda saman leikjum og kennslu til þess að ná fram meiri áhuga hjá nemendum. Nú eru spjaldtölvur komnar inn í skólastofur en hvað á að gera við þetta?“ spyr Edda sem vinnur nú að því að svara þeirri spurningu. Hægt er að kynna sér appið nánar á Facebook-síðu Nefna og nálgast það í App Store. Stafræn þróun Mannanöfn Börn og uppeldi Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira
Ókeypis app fyrir íslensk mannanöfn er komið í App Store en appið vermdi efsta sætið í versluninni þegar það kom út í lok síðasta mánaðar. Appið heitir Nefna og höfundar þess eru Edda Lára Kaaber framhaldsskólakennari og Björn Þór Jónsson forritari, en þau Björn og Edda eru par og eignuðust nýlega barn saman. „Okkur fannst allar þessar mannanafnabækur svo stirðar og langaði að búa til eitthvað skemmtilegt úr þessu ferli sem verður til hjá nýbökuðum foreldrum þegar finna á nafn á barnið,“ segir Edda og bætir við að Björn Þór hafi unnið smáforritið sem lokaverkefni í tölvunarfræði við Háskóla Íslands. Í appinu má finna öll íslensk mannanöfn sem samþykkt hafa verið af mannanafnanefnd og þar eru rúmlega 3.000 nöfn, 1.900 stúlkna- og 1.700 drengjanöfn. Nöfnunum er raðað eftir stafrófsröð, vinsældum og flokkum. Í nafnaflokkunum er meðal annars hægt að finna biblíunöfn, landnámsnöfn, nöfn úr Disney-kvikmyndum og frumleg nöfn sem eru nöfn sem enginn heitir. Einnig er hægt að finna merkingu og uppruna nafna ásamt fjölda þeirra sem heita nafninu nú þegar. Yfir 2.000 manns hafa sótt sér appið og er það ókeypis eins og er. Parið er ekki búið að ákveða hvort það fari eitthvað lengra með verkefnið. „Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð og það gæti vel verið að það verði boðið upp á einhverja aukaeiginleika síðar sem yrði þá hugsanlega rukkað fyrir,“ segir Edda, sem er þó ekki vongóð um að þau eigi eftir að græða mikið á verkefninu. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ITwg68usRmM">watch on YouTube</a> Björn og Edda eru að flytja til Danmerkur þar sem þau stefna bæði á að fara í meistaranám í leikjafræði. Þau hyggjast vinna saman við að nýta tækni og tölvuleiki til að skapa þekkingu í framtíðinni. „Við fáum að vita hvort við komumst inn í námið 15. júní,“ segir Edda sem telur að leikjafræði séu fræði framtíðarinnar. „Okkur langar svo að búa til eitthvað skemmtilegt fyrir nemendur, blanda saman leikjum og kennslu til þess að ná fram meiri áhuga hjá nemendum. Nú eru spjaldtölvur komnar inn í skólastofur en hvað á að gera við þetta?“ spyr Edda sem vinnur nú að því að svara þeirri spurningu. Hægt er að kynna sér appið nánar á Facebook-síðu Nefna og nálgast það í App Store.
Stafræn þróun Mannanöfn Börn og uppeldi Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira