Víking Heiðar vantar hundrað taktmæla Bergsteinn Sigurðsson skrifar 7. júní 2013 08:00 Víkingur Heiðar hefur lengi haft áhuga á straumum og stefnum sem hafa gengið í endurnýjun lífdaga á mismunandi tímum. Reykjavík Midsummer Music er helguð tímaskekkju í ár. Fréttablaðið/Vilhelm „Við ætlum að setja tímann út af sporinu með margvíslegum ráðum.“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson, upphafsmaður og listrænn stjórnandi tónlistarhátíðarinnar Reykjavík Midsummer Music sem haldin verður í Hörpu dagana 19. til 21. júní. Titillinn á hátíðinni í ár er Anochronism eða Tímaskekkja og dregur dagskráin dám af því, bæði í formi tónlistar og kvikmynda. Setningaratriði hátíðarinnar nefnist Poème symphonique eftir György Ligeti, ljóðasinfónía fyrir 100 taktmæla. „Mælunum verður raðað upp á ólíkum stöðum og stilltir á mismunandi tempó. Útkoman er stórskemmtileg; margir rytmar sem fara úr algjörri kakófóníu og yfir í afmarkaðri tímapælingar.“ Verkið hefur aldrei verið flutt á Íslandi áður, svo Víkingur Heiðar viti til, enda hægara sagt en gert að verða sér úti um 100 taktmæla. Hann biðlar því til þeirra sem eiga slíka mæla til að verða sér að liði. „Við erum að leita að gamaldags mælum með upptrekktu gangverki, ekki með rafhlöðum,“ segir hann. „Ef fólk væri reiðubúið til að lána okkur slíkan mæli væri það afar kærkomið.“ Á annan tug viðburða verða á hátíðinni í Hörpu, auk „off venue“-viðburðar á Volta, þar sem sýndar verða nýjar kvikmyndir í þöglum stíl og rýnt í tónverk gamaldags tónskálda sem voru þó á undan framtíðinni. „Ég hef alltaf haft áhuga á stefnum og straumum sem hafa flogið inn og út um gluggann og svo aftur inn í gegnum tíðina. Einn viðburðurinn snýst til dæmis um hvernig við metum hluti öðruvísi í samtíma okkar en í stærra samhengi. Á opnunartónleikunum leik ég til dæmis verk eftir Bach og Rachmaninoff. Sumir segja Bach vera mesta tónskáld allra tíma en enginn tók mark á honum síðustu 20 ár ævi hans. Hann þótti staðnaður og fastur í gömlum klisjum, sem síðar kom í ljós að var mjög framúrstefnuleg músík. Það sama var uppi á teningnum með Rachmaninoff; hann fékk harðar umsagnir í lifanda lífi og var sagður semja sykursætar tuggur. Það var ekki fyrr en eftir hans dag sem menn fóru að átta sig á hvað var að finna í tónlist hans.“ Á opnunartónleikunum fléttar Víkingur kvikmyndum vesturíslenska kvikmyndagerðarmannsins Guy Maddin saman við tónlistina. Á hátíðinni verður líka sýnd mynd Werners Herzog, Death for Five Voices, sem fjallar um ítalska prinsinn, endurreisnartónskáldið og morðingjann Carlo Gesúaldo. „Hann samdi madrígala í kringum 1600 sem voru í raun hátt í 300 árum á undan sínum tíma; það var ekki fyrr en undir lok 19. aldar sem við komumst á sama hljómræna stað og hann var á.“ Þeir sem vilja lána Víkingi Heiðari taktmæli fyrir setningaratriðið geta afhent hann í afgreiðslu Hörpu. Þar verða þeir skráðir samviskusamlega niður og skilað að lokinni hátíðinni. Nánari upplýsingar um dagskrána má finna á reykjavikmidsummermusic.com. Menning Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
„Við ætlum að setja tímann út af sporinu með margvíslegum ráðum.“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson, upphafsmaður og listrænn stjórnandi tónlistarhátíðarinnar Reykjavík Midsummer Music sem haldin verður í Hörpu dagana 19. til 21. júní. Titillinn á hátíðinni í ár er Anochronism eða Tímaskekkja og dregur dagskráin dám af því, bæði í formi tónlistar og kvikmynda. Setningaratriði hátíðarinnar nefnist Poème symphonique eftir György Ligeti, ljóðasinfónía fyrir 100 taktmæla. „Mælunum verður raðað upp á ólíkum stöðum og stilltir á mismunandi tempó. Útkoman er stórskemmtileg; margir rytmar sem fara úr algjörri kakófóníu og yfir í afmarkaðri tímapælingar.“ Verkið hefur aldrei verið flutt á Íslandi áður, svo Víkingur Heiðar viti til, enda hægara sagt en gert að verða sér úti um 100 taktmæla. Hann biðlar því til þeirra sem eiga slíka mæla til að verða sér að liði. „Við erum að leita að gamaldags mælum með upptrekktu gangverki, ekki með rafhlöðum,“ segir hann. „Ef fólk væri reiðubúið til að lána okkur slíkan mæli væri það afar kærkomið.“ Á annan tug viðburða verða á hátíðinni í Hörpu, auk „off venue“-viðburðar á Volta, þar sem sýndar verða nýjar kvikmyndir í þöglum stíl og rýnt í tónverk gamaldags tónskálda sem voru þó á undan framtíðinni. „Ég hef alltaf haft áhuga á stefnum og straumum sem hafa flogið inn og út um gluggann og svo aftur inn í gegnum tíðina. Einn viðburðurinn snýst til dæmis um hvernig við metum hluti öðruvísi í samtíma okkar en í stærra samhengi. Á opnunartónleikunum leik ég til dæmis verk eftir Bach og Rachmaninoff. Sumir segja Bach vera mesta tónskáld allra tíma en enginn tók mark á honum síðustu 20 ár ævi hans. Hann þótti staðnaður og fastur í gömlum klisjum, sem síðar kom í ljós að var mjög framúrstefnuleg músík. Það sama var uppi á teningnum með Rachmaninoff; hann fékk harðar umsagnir í lifanda lífi og var sagður semja sykursætar tuggur. Það var ekki fyrr en eftir hans dag sem menn fóru að átta sig á hvað var að finna í tónlist hans.“ Á opnunartónleikunum fléttar Víkingur kvikmyndum vesturíslenska kvikmyndagerðarmannsins Guy Maddin saman við tónlistina. Á hátíðinni verður líka sýnd mynd Werners Herzog, Death for Five Voices, sem fjallar um ítalska prinsinn, endurreisnartónskáldið og morðingjann Carlo Gesúaldo. „Hann samdi madrígala í kringum 1600 sem voru í raun hátt í 300 árum á undan sínum tíma; það var ekki fyrr en undir lok 19. aldar sem við komumst á sama hljómræna stað og hann var á.“ Þeir sem vilja lána Víkingi Heiðari taktmæli fyrir setningaratriðið geta afhent hann í afgreiðslu Hörpu. Þar verða þeir skráðir samviskusamlega niður og skilað að lokinni hátíðinni. Nánari upplýsingar um dagskrána má finna á reykjavikmidsummermusic.com.
Menning Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira