Hvað má vitleysan kosta? Óli Kristján Ármannsson skrifar 7. júní 2013 07:00 Nýverið var upplýst að Ísland hefði fallið um þrjú sæti í árvissri mælingu á samkeppnishæfni þjóða. Skortur á framtíðarstefnu í gjaldeyrismálum þjóðarinnar til lengri tíma hjá þeirri ríkisstjórn sem nú hefur tekið við er tæpast til þess fallinn að auka fólki bjartsýni um að í vændum sé betri tíð. Raunar er það svo að með yfirlýsingum um hlé, jafnvel ótímabundið, á aðildarviðræðum við Evrópusambandið virðast heldur aukast líkur á að hér haldi þjóðin áfram að stíga í sem flesta polla og dý á hægri leið sinni frá afleiðingum þess hruns gjaldmiðils, efnahagsstefnu og fjármálafyrirtækja sem hér varð fyrir tæpum fimm árum síðan. Engu að síður virðist hagfelldur samningur um aðild að Evrópusambandinu og myntsamstarf vísasta leiðin til þess að auka hér hagsæld og tryggja þann stöðugleika sem þarf til að efnahagsávinningurinn verði ekki tekinn aftur af fólki. Í nýjasta tölublaði efnahagsritsins Vísbendingar er mælistika lögð á kostnað íslensku þjóðarinnar við að halda úti krónunni. Fram kemur að árlegur ávinningur þjóðarinnar af nýrri alþjóðlegri mynt gæti numið fimm til sjö prósentum af vergri landsframleiðslu, eða 80 til 110 milljörðum króna. Í umfjöllun í frétt Fréttablaðsins í dag er bent á að á þessu ári sé gert ráð fyrir að kostnaður við mennta- og menningarmál þjóðarinnar nemi rétt tæpum 70 milljörðum króna. Ávinningurinn af alþjóðlegri mynt gæti sem sagt staðið undir þessum kostnaði öllum og afgangur væri upp á 10 til 40 milljarða. Koma mætti fyrir veglegum niðurfærslum á sköttum fyrir tölur sem þessar og komin að þeim raunhæf leið með því að klára aðildarviðræðurnar. Í staðinn er fólki boðið upp á lítt útfærðar hugmyndir um skattalækkanir sem á einhvern þokukenndan máta eiga að greiða fyrir sig sjálfar. Engu ljósara er hvernig standa á undir loforðaflaumi um arfavitlausar hugmyndir um flatar afskriftir á verðtryggðum skuldum fólks. Hugmyndir sem vitað er að gagnast þeim síst sem eru í raunverulegum vandræðum með húsnæðisskuldir sínar. Þá má líka vera ljóst að með áframhaldandi krónubúskap verður verðbólgan fljót að éta burt fimm eða sex þúsund króna lækkunina sem „leiðrétting“ gæti skilað á mánaðarlegri afborgun húsnæðisláns. Sumir halda því fram að krónan sé haldreipi í efnahagsstjórn lands sem plagað sé af miklum og öðruvísi hagsveiflum en önnur lönd. Það er rangt. Hagfræðingar hafa bent á að krónan ýki fremur sveiflurnar og sé verðbólguvaldur í sjálfri sér. Spurt er hvað vitleysan megi kosta? Svarið virðist vera 80 til 110 milljarðar króna á ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun
Nýverið var upplýst að Ísland hefði fallið um þrjú sæti í árvissri mælingu á samkeppnishæfni þjóða. Skortur á framtíðarstefnu í gjaldeyrismálum þjóðarinnar til lengri tíma hjá þeirri ríkisstjórn sem nú hefur tekið við er tæpast til þess fallinn að auka fólki bjartsýni um að í vændum sé betri tíð. Raunar er það svo að með yfirlýsingum um hlé, jafnvel ótímabundið, á aðildarviðræðum við Evrópusambandið virðast heldur aukast líkur á að hér haldi þjóðin áfram að stíga í sem flesta polla og dý á hægri leið sinni frá afleiðingum þess hruns gjaldmiðils, efnahagsstefnu og fjármálafyrirtækja sem hér varð fyrir tæpum fimm árum síðan. Engu að síður virðist hagfelldur samningur um aðild að Evrópusambandinu og myntsamstarf vísasta leiðin til þess að auka hér hagsæld og tryggja þann stöðugleika sem þarf til að efnahagsávinningurinn verði ekki tekinn aftur af fólki. Í nýjasta tölublaði efnahagsritsins Vísbendingar er mælistika lögð á kostnað íslensku þjóðarinnar við að halda úti krónunni. Fram kemur að árlegur ávinningur þjóðarinnar af nýrri alþjóðlegri mynt gæti numið fimm til sjö prósentum af vergri landsframleiðslu, eða 80 til 110 milljörðum króna. Í umfjöllun í frétt Fréttablaðsins í dag er bent á að á þessu ári sé gert ráð fyrir að kostnaður við mennta- og menningarmál þjóðarinnar nemi rétt tæpum 70 milljörðum króna. Ávinningurinn af alþjóðlegri mynt gæti sem sagt staðið undir þessum kostnaði öllum og afgangur væri upp á 10 til 40 milljarða. Koma mætti fyrir veglegum niðurfærslum á sköttum fyrir tölur sem þessar og komin að þeim raunhæf leið með því að klára aðildarviðræðurnar. Í staðinn er fólki boðið upp á lítt útfærðar hugmyndir um skattalækkanir sem á einhvern þokukenndan máta eiga að greiða fyrir sig sjálfar. Engu ljósara er hvernig standa á undir loforðaflaumi um arfavitlausar hugmyndir um flatar afskriftir á verðtryggðum skuldum fólks. Hugmyndir sem vitað er að gagnast þeim síst sem eru í raunverulegum vandræðum með húsnæðisskuldir sínar. Þá má líka vera ljóst að með áframhaldandi krónubúskap verður verðbólgan fljót að éta burt fimm eða sex þúsund króna lækkunina sem „leiðrétting“ gæti skilað á mánaðarlegri afborgun húsnæðisláns. Sumir halda því fram að krónan sé haldreipi í efnahagsstjórn lands sem plagað sé af miklum og öðruvísi hagsveiflum en önnur lönd. Það er rangt. Hagfræðingar hafa bent á að krónan ýki fremur sveiflurnar og sé verðbólguvaldur í sjálfri sér. Spurt er hvað vitleysan megi kosta? Svarið virðist vera 80 til 110 milljarðar króna á ári.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun