Antí-klímax á Listahátíð Jónas Sen skrifar 6. júní 2013 11:00 Frá Eldborg. Tónlist. CAT 192 - Verk eftir Hlyn Aðils Vilmarsson og Ilan Volkov á lokatónleikum Listahátíðar í Reykjavík Eldborg, hörpu, 2. júní Verk eftir Hlyn Aðils Vilmarsson og Ilan Volkov á lokatónleikum Listahátíðar í Reykjavík í Eldborg, Hörpu sunnudaginn 2. júní. Ég bjóst við meiru á lokatónleikum Listahátíðar. Þeir voru haldnir í Eldborg Hörpu á sunnudagskvöldið. Flutt var verk eftir Hlyn Aðils Vilmarsson og Ilan Volkov. Í fréttatilkynningu frá Listahátíð stóð að verkið hefði verið skrifað fyrir og yrði flutt af „einstöku hljómburðarkerfi Eldborgar.“ Ég held að flestir hafi skilið það þannig að verkið ætti að vera leikur að hljómburði Eldborgarinnar. Að sjálfur salurinn myndi syngja í mismunandi stillingum. Jú, vissulega voru alls konar hlerar í salnum á hreyfingu megnið af tímanum. Því fylgdi þrusk og suð. En maður fékk aldrei að heyra hvernig breytilegar stillingar á hljómburði salarins virka. Það hefði verið gaman að hlýða á hljóðfæraleik, söng, EITTHVAÐ á meðan verið var að opna og loka hlerunum. Upplifa hvernig hljómburðurinn, sem er mjög sveigjanlegur, breytist með mismunandi stillingu. Því var ekki að heilsa, svo ekki er annað hægt að segja en að útkoman hafi verið óttalega tilgangslaus. Bara hurðir að opnast og lokast! Það var ekki beint sæmandi Listahátíð, hvað þá sem lokahnykkur hátíðarinnar. Niðurstaða: Tónverk sem var lítið annað en hljóð í hurðum var ekki beint merkilegur endir Listahátíðar. Gagnrýni Menning Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti Tónlist Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Tónlist. CAT 192 - Verk eftir Hlyn Aðils Vilmarsson og Ilan Volkov á lokatónleikum Listahátíðar í Reykjavík Eldborg, hörpu, 2. júní Verk eftir Hlyn Aðils Vilmarsson og Ilan Volkov á lokatónleikum Listahátíðar í Reykjavík í Eldborg, Hörpu sunnudaginn 2. júní. Ég bjóst við meiru á lokatónleikum Listahátíðar. Þeir voru haldnir í Eldborg Hörpu á sunnudagskvöldið. Flutt var verk eftir Hlyn Aðils Vilmarsson og Ilan Volkov. Í fréttatilkynningu frá Listahátíð stóð að verkið hefði verið skrifað fyrir og yrði flutt af „einstöku hljómburðarkerfi Eldborgar.“ Ég held að flestir hafi skilið það þannig að verkið ætti að vera leikur að hljómburði Eldborgarinnar. Að sjálfur salurinn myndi syngja í mismunandi stillingum. Jú, vissulega voru alls konar hlerar í salnum á hreyfingu megnið af tímanum. Því fylgdi þrusk og suð. En maður fékk aldrei að heyra hvernig breytilegar stillingar á hljómburði salarins virka. Það hefði verið gaman að hlýða á hljóðfæraleik, söng, EITTHVAÐ á meðan verið var að opna og loka hlerunum. Upplifa hvernig hljómburðurinn, sem er mjög sveigjanlegur, breytist með mismunandi stillingu. Því var ekki að heilsa, svo ekki er annað hægt að segja en að útkoman hafi verið óttalega tilgangslaus. Bara hurðir að opnast og lokast! Það var ekki beint sæmandi Listahátíð, hvað þá sem lokahnykkur hátíðarinnar. Niðurstaða: Tónverk sem var lítið annað en hljóð í hurðum var ekki beint merkilegur endir Listahátíðar.
Gagnrýni Menning Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti Tónlist Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira