Maðurinn sem skapaði myndina af Íslandi Kjartan Guðmundsson skrifar 5. júní 2013 14:00 Frumkvöðullinn Sigfús Eymundsson, fljótlega eftir að hann hóf störf. „Þeir sem einhvern menningarsögulegan áhuga hafa ættu að geta horft á þessa sýningu út frá ansi mörgum sjónarhornum,“ segir Inga Lára Baldvinsdóttir, fagstjóri Ljósmyndasafns Íslands. Inga Lára er höfundur yfirlitssýningar á ljósmyndum Sigfúsar Eymundssonar, sem opnuð verður í Þjóðminjasafninu á laugardag, og nýrrar bókar um þennan fjölhæfa athafnamann sem kemur út sama dag. Á sýningunni, sem er liður í 150 ára afmæli Þjóðminjasafnsins, verða verkum þessa frumkvöðuls í ljósmyndun á Íslandi gerð skil og gefur meðal annars að líta upprunalegar myndir eftir Sigfús sem aldrei hafa áður komið fyrir sjónir almennings. Inga Lára segir þetta í raun fyrstu yfirlitssýninguna á ljósmyndum Sigfúsar. „Árið 1976 var gefin út bók eftir Þór Magnússon með úrvali mynda af ljósmyndastofu Sigfúsar, sem var mjög vinsæl. Á þessum tíma var að hefjast vakning á því að gamlar ljósmyndir hefðu menningarsögulegt gildi og síðan hafa myndir Sigfúsar gengið aftur og aftur í bókum um sögu Reykjavíkur og húsasögu borgarinnar, því hann var lykilmaður í ljósmyndun á 19. öld.“ Í bókinni er meðal annars farið yfir ævi Sigfúsar og hans stóra þátt í því að skapa myndina af Íslandi, eins og Inga Lára orðar það, enda var hann í raun fyrsti ljósmyndari landsins til að gera sig gildandi og gera ljósmyndun að alvöru atvinnuvegi. „Sigfús hafði alltaf mörg járn í eldinum, enda fjölhæfur maður og duglegur. Hann byrjaði að taka myndir árið 1866 og rak ljósmyndastofu í Reykjavík til 1909 og lést tveimur árum síðar. Bókabúðina hóf hann að reka 1872 og seldi hana sama ár og hann lést. Þá stóð hann líka í prentsmiðjurekstri og bókaútgáfu, auk þess sem hann var umboðsmaður fyrir Allan-skipafélagið sem flutti Íslendinga vestur um haf. Það eru ákveðin forréttindi að fá að vinna að svona sýningu og skemmtilegt að fá tækifæri til að sinna rannsóknarstarfi sem þessu,“ segir Inga Lára. Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þeir sem einhvern menningarsögulegan áhuga hafa ættu að geta horft á þessa sýningu út frá ansi mörgum sjónarhornum,“ segir Inga Lára Baldvinsdóttir, fagstjóri Ljósmyndasafns Íslands. Inga Lára er höfundur yfirlitssýningar á ljósmyndum Sigfúsar Eymundssonar, sem opnuð verður í Þjóðminjasafninu á laugardag, og nýrrar bókar um þennan fjölhæfa athafnamann sem kemur út sama dag. Á sýningunni, sem er liður í 150 ára afmæli Þjóðminjasafnsins, verða verkum þessa frumkvöðuls í ljósmyndun á Íslandi gerð skil og gefur meðal annars að líta upprunalegar myndir eftir Sigfús sem aldrei hafa áður komið fyrir sjónir almennings. Inga Lára segir þetta í raun fyrstu yfirlitssýninguna á ljósmyndum Sigfúsar. „Árið 1976 var gefin út bók eftir Þór Magnússon með úrvali mynda af ljósmyndastofu Sigfúsar, sem var mjög vinsæl. Á þessum tíma var að hefjast vakning á því að gamlar ljósmyndir hefðu menningarsögulegt gildi og síðan hafa myndir Sigfúsar gengið aftur og aftur í bókum um sögu Reykjavíkur og húsasögu borgarinnar, því hann var lykilmaður í ljósmyndun á 19. öld.“ Í bókinni er meðal annars farið yfir ævi Sigfúsar og hans stóra þátt í því að skapa myndina af Íslandi, eins og Inga Lára orðar það, enda var hann í raun fyrsti ljósmyndari landsins til að gera sig gildandi og gera ljósmyndun að alvöru atvinnuvegi. „Sigfús hafði alltaf mörg járn í eldinum, enda fjölhæfur maður og duglegur. Hann byrjaði að taka myndir árið 1866 og rak ljósmyndastofu í Reykjavík til 1909 og lést tveimur árum síðar. Bókabúðina hóf hann að reka 1872 og seldi hana sama ár og hann lést. Þá stóð hann líka í prentsmiðjurekstri og bókaútgáfu, auk þess sem hann var umboðsmaður fyrir Allan-skipafélagið sem flutti Íslendinga vestur um haf. Það eru ákveðin forréttindi að fá að vinna að svona sýningu og skemmtilegt að fá tækifæri til að sinna rannsóknarstarfi sem þessu,“ segir Inga Lára.
Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira