Ætlar upp heimslistann Stefán Árni Pálsson skrifar 27. maí 2013 07:00 Axel Bóasson Mynd / GSÍ myndir Fyrsta mótið á Eimskipsmótaröðinni í golfi fór fram á Garðavelli um helgina en Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, vann í kvennaflokki. Hún lék síðasta hringinn á 77 höggum og samanlagt fór hún hringina á þrettán höggum yfir pari vallarins. „Aðstæður voru ekki þær bestu um helgina og mikill vindur allt mótið sem bitnaði á spilamennsku keppenda,“ sagði Guðrún Brá Björgvinsdóttir, sigurvegari mótsins. „Sumarið leggst virkilega vel í mig og ég er gríðarlega spennt fyrir komandi átökum. Vellirnir koma misvel undan vetri og eru sumir þeirra ekki í nægilega góðu standi. Mikil þolinmæðisvinna að klára þetta mót og maður varð að vera gríðarlega einbeittur. Ég er mjög ánægð með sjálfa mig og hvernig ég stóð mig í dag, en það var í raun ógeðslegt veður. Ég ætla mér stóra hluti í sumar og berjast um sigur á öllum mótum,“ sagði Guðrún Brá eftir lokahringinn í gær. Í karlaflokki var það Axel Bóasson, GK, sem bar sigur úr býtum en hann lék lokahringinn á 78 höggum og samanlagt á sex höggum yfir pari. „Þetta var heldur betur erfiður hringur,“ sagði Axel Bóasson, rétt eftir lokahringinn í gær. „Maður þurfti að vera virkilega þolinmóður og skynsamur í sínum leik í dag. Aðstæður voru erfiðar og skorið var þar af leiðandi ekki gott, sérstaklega á lokahringnum. Ég hafði náð fínu forskoti fyrir hringinn í dag og því gat ég leyft mér að meira í dag, en það gekk samt sem áður ekki nægilega vel hjá mér á síðasta hringnum og ég fékk til að mynda aðeins einn fugl í dag.“ Axel Bóasson stundar nám í Bandaríkjunum þar sem hann æfir allan veturinn við bestu mögulegar aðstæður en það hefur alltaf verið draumur hans að gerast atvinnumaður í íþróttinni sem hann elskar. „Þetta tímabil leggst gríðarlega vel í mig en ég hef sett mér þau markmið að klífa sem hæst upp heimslistann til að leggja grunninn að því að verða atvinnumaður í golfi. Það hefur verið markmiðið mitt síðan ég var lítill strákur og ég set stefnuna á það.“ Golf Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Fyrsta mótið á Eimskipsmótaröðinni í golfi fór fram á Garðavelli um helgina en Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, vann í kvennaflokki. Hún lék síðasta hringinn á 77 höggum og samanlagt fór hún hringina á þrettán höggum yfir pari vallarins. „Aðstæður voru ekki þær bestu um helgina og mikill vindur allt mótið sem bitnaði á spilamennsku keppenda,“ sagði Guðrún Brá Björgvinsdóttir, sigurvegari mótsins. „Sumarið leggst virkilega vel í mig og ég er gríðarlega spennt fyrir komandi átökum. Vellirnir koma misvel undan vetri og eru sumir þeirra ekki í nægilega góðu standi. Mikil þolinmæðisvinna að klára þetta mót og maður varð að vera gríðarlega einbeittur. Ég er mjög ánægð með sjálfa mig og hvernig ég stóð mig í dag, en það var í raun ógeðslegt veður. Ég ætla mér stóra hluti í sumar og berjast um sigur á öllum mótum,“ sagði Guðrún Brá eftir lokahringinn í gær. Í karlaflokki var það Axel Bóasson, GK, sem bar sigur úr býtum en hann lék lokahringinn á 78 höggum og samanlagt á sex höggum yfir pari. „Þetta var heldur betur erfiður hringur,“ sagði Axel Bóasson, rétt eftir lokahringinn í gær. „Maður þurfti að vera virkilega þolinmóður og skynsamur í sínum leik í dag. Aðstæður voru erfiðar og skorið var þar af leiðandi ekki gott, sérstaklega á lokahringnum. Ég hafði náð fínu forskoti fyrir hringinn í dag og því gat ég leyft mér að meira í dag, en það gekk samt sem áður ekki nægilega vel hjá mér á síðasta hringnum og ég fékk til að mynda aðeins einn fugl í dag.“ Axel Bóasson stundar nám í Bandaríkjunum þar sem hann æfir allan veturinn við bestu mögulegar aðstæður en það hefur alltaf verið draumur hans að gerast atvinnumaður í íþróttinni sem hann elskar. „Þetta tímabil leggst gríðarlega vel í mig en ég hef sett mér þau markmið að klífa sem hæst upp heimslistann til að leggja grunninn að því að verða atvinnumaður í golfi. Það hefur verið markmiðið mitt síðan ég var lítill strákur og ég set stefnuna á það.“
Golf Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira