Á Dortmund einhverja möguleika? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2013 07:00 Súrt og enn súrara. Bastian Schweinsteiger sést hér eftir tapið í úrslitaleiknum í fyrra og á hinni myndinni óskar hann Jose Mourinho, þjálfara Internazionale, til hamingju með sigurinn í úrslitaleiknum á Santiago Bernabéu 2010. Mynd/afp „22 leikmenn elta einn bolta í 90 mínútur og svo vinna Þjóðverjarnir“ hefur einhvern tíma heyrst áður hjá enskum knattspyrnuspekingum. Það á aldrei betur við en á Wembley-leikvanginum í kvöld þegar þýsku liðin Bayern München og Borussia Dortmund spila til úrslita í Meistaradeildinni. Bayern hefur verið í rosalegum ham á tímabilinu og er á góðri leið með að landa þrennunni í fyrsta sinn. Liðið vann Barcelona samtals 7-0 í undanúrslitunum og er með 25 stiga forskot á Dortmund í þýsku deildinni. Í viðbót við það missir ein helsta stjarna Dortmund-liðsins, Mario Götze, af leiknum vegna meiðsla og „sleppur“ jafnframt við að mæta verðandi liðsfélögum sínum en þessi tvítugi leikmaður fer til Bayern í sumar. Á Dortmund þá einhverja möguleika? Bayern var líka sigurstranglegra í úrslitaleikjunum 2010 og 2012 og nánast allir bjuggust við sigri hjá Bayern fyrir ári þegar liðið var á heimavelli á móti Chelsea. Uppskeran í bæði skiptin – sárt tap og silfur um hálsinn. Það hefur bara tvisvar sinnum gerst að lið hefur tapað úrslitaleik Meistaradeildarinnar tvö ár í röð (Juventus 1997-98 og Valencia 2000-01) og ekkert félag hefur tapað þrisvar á fjórum árum. Pressan er því öll á Bæjurum í leiknum í kvöld og Jürgen Klopp og lærisveinar hans hafa allt að vinna í þessum leik. Dortmund hefur blómstrað við slíkar aðstæður í Meistaradeildinni í vetur. Hver bjóst þannig við að liðið kæmist upp úr dauðariðlinum, næði að skora tvö mörk í uppbótartíma á móti Malaga til að bjarga sér í átta liða úrslitunum eða burstaði Real Madrid 4-1 í fyrri leiknum í undanúrslitunum? Það má því aldrei afskrifa Dortmund. Það er örugglega flestum í fersku minni hvernig þessi tvö frábæru þýsku lið fóru illa með spænsku stórliðin Barcelona og Real Madrid. Hápressa, hnitmiðaður sóknarleikur og heilsteypt leikskipulag sá til þess að margir af bestu knattspyrnumönnum heims litu út sem hálfgerðir byrjendur í boltanum. Það er því von á veislu á stóra sviðinu í kvöld og í viðbót við það að vinna ein eftirsóttustu verðlaunin í boltanum vegur það örugglegt þungt fyrir þýska þjóðarstoltið að geta sótt sigur á enska grundu. Það er líka öruggt að þýskt lið vinnur Meistaradeildina í fyrsta sinn síðan 2001. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira
„22 leikmenn elta einn bolta í 90 mínútur og svo vinna Þjóðverjarnir“ hefur einhvern tíma heyrst áður hjá enskum knattspyrnuspekingum. Það á aldrei betur við en á Wembley-leikvanginum í kvöld þegar þýsku liðin Bayern München og Borussia Dortmund spila til úrslita í Meistaradeildinni. Bayern hefur verið í rosalegum ham á tímabilinu og er á góðri leið með að landa þrennunni í fyrsta sinn. Liðið vann Barcelona samtals 7-0 í undanúrslitunum og er með 25 stiga forskot á Dortmund í þýsku deildinni. Í viðbót við það missir ein helsta stjarna Dortmund-liðsins, Mario Götze, af leiknum vegna meiðsla og „sleppur“ jafnframt við að mæta verðandi liðsfélögum sínum en þessi tvítugi leikmaður fer til Bayern í sumar. Á Dortmund þá einhverja möguleika? Bayern var líka sigurstranglegra í úrslitaleikjunum 2010 og 2012 og nánast allir bjuggust við sigri hjá Bayern fyrir ári þegar liðið var á heimavelli á móti Chelsea. Uppskeran í bæði skiptin – sárt tap og silfur um hálsinn. Það hefur bara tvisvar sinnum gerst að lið hefur tapað úrslitaleik Meistaradeildarinnar tvö ár í röð (Juventus 1997-98 og Valencia 2000-01) og ekkert félag hefur tapað þrisvar á fjórum árum. Pressan er því öll á Bæjurum í leiknum í kvöld og Jürgen Klopp og lærisveinar hans hafa allt að vinna í þessum leik. Dortmund hefur blómstrað við slíkar aðstæður í Meistaradeildinni í vetur. Hver bjóst þannig við að liðið kæmist upp úr dauðariðlinum, næði að skora tvö mörk í uppbótartíma á móti Malaga til að bjarga sér í átta liða úrslitunum eða burstaði Real Madrid 4-1 í fyrri leiknum í undanúrslitunum? Það má því aldrei afskrifa Dortmund. Það er örugglega flestum í fersku minni hvernig þessi tvö frábæru þýsku lið fóru illa með spænsku stórliðin Barcelona og Real Madrid. Hápressa, hnitmiðaður sóknarleikur og heilsteypt leikskipulag sá til þess að margir af bestu knattspyrnumönnum heims litu út sem hálfgerðir byrjendur í boltanum. Það er því von á veislu á stóra sviðinu í kvöld og í viðbót við það að vinna ein eftirsóttustu verðlaunin í boltanum vegur það örugglegt þungt fyrir þýska þjóðarstoltið að geta sótt sigur á enska grundu. Það er líka öruggt að þýskt lið vinnur Meistaradeildina í fyrsta sinn síðan 2001.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira