Hangir á hvolfi til að losna við ritstíflu Bergsteinn Sigurðsson skrifar 14. maí 2013 15:00 Nýjustu bókar Dan Brown, Inferno, er beðið með mikilli eftirvæntingu og er hún þegar komin í efsta sæti á metsölulista Amazon í krafti forsölu. Metsöluhöfundurinn Dan Brown beitir óvenjulegri aðferð til að losna við ritstíflu; hann hangir á hvolfi í sérútbúinni grind sem hann er með á skrifstofu sinni. Brown sagði blaðamanni Sunday Times frá þessu óvanalega húsráði í viðtali um helgina. Tilefnið var næsta bók höfundarins, Inferno, sem kemur út á morgun. Bóksalar gera ráð fyrir að hún verði mest selda bók ársins, en hún trónir nú þegar á toppi metsölulista Amazon í krafti forsölu. Fyrsti dómurinn birtist í New York Times á sunnudag. Ritrýnirinn er hæstánægður með verkið, segir Brown vefa alla þræði haganlega og hann sé nógu gáskafullur til að gera bókina að góðri afþreyingu; honum hafi tekist að skrifa eins konar „50 gráa skugga táknfræðinnar“. Brown er annars þögull sem gröfin um söguþráð bókarinnar, fyrir utan að bókin byggir á Gleðileiknum guðdómlega eftir Dante, og segir að þetta verði sín „myrkasta bók hingað til“. Dan Brown er einn alvinsælasti rithöfundur heims. Da Vinci lykillinn hefur selst í um 82 milljónum eintaka en síðasta bók hans, Týnda táknið, hefur verið prentuð í yfir 30 milljónum eintaka á mörgum tungumálum. Til marks um eftirvæntinguna eftir bókinni stóð erlendum útgefendum til boða að senda þýðendur í eins konar „þýðendabúðir“, þar sem þeir fengu aðgang að handritinu. Á meðan á því stóð höfðu þeir ekki aðgang að netinu og máttu ekki hafa símasamband við neinn nema fjölskyldu sína og útgefendur. Bjartur er útgefandi Dans Brown á Íslandi og er Inferno væntanleg í íslenskri þýðingu síðsumars eða í haust. „Við erum á of litlum markaði til að senda þýðanda út,“ segir Guðrún Vilmundardóttir hjá Bjarti, sem fær handritið sent til þýðingar á miðnætti í kvöld – um leið og bókin kemur út. Ingunn Snædal og Arnar Matthíasson þýða bókina saman. Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Metsöluhöfundurinn Dan Brown beitir óvenjulegri aðferð til að losna við ritstíflu; hann hangir á hvolfi í sérútbúinni grind sem hann er með á skrifstofu sinni. Brown sagði blaðamanni Sunday Times frá þessu óvanalega húsráði í viðtali um helgina. Tilefnið var næsta bók höfundarins, Inferno, sem kemur út á morgun. Bóksalar gera ráð fyrir að hún verði mest selda bók ársins, en hún trónir nú þegar á toppi metsölulista Amazon í krafti forsölu. Fyrsti dómurinn birtist í New York Times á sunnudag. Ritrýnirinn er hæstánægður með verkið, segir Brown vefa alla þræði haganlega og hann sé nógu gáskafullur til að gera bókina að góðri afþreyingu; honum hafi tekist að skrifa eins konar „50 gráa skugga táknfræðinnar“. Brown er annars þögull sem gröfin um söguþráð bókarinnar, fyrir utan að bókin byggir á Gleðileiknum guðdómlega eftir Dante, og segir að þetta verði sín „myrkasta bók hingað til“. Dan Brown er einn alvinsælasti rithöfundur heims. Da Vinci lykillinn hefur selst í um 82 milljónum eintaka en síðasta bók hans, Týnda táknið, hefur verið prentuð í yfir 30 milljónum eintaka á mörgum tungumálum. Til marks um eftirvæntinguna eftir bókinni stóð erlendum útgefendum til boða að senda þýðendur í eins konar „þýðendabúðir“, þar sem þeir fengu aðgang að handritinu. Á meðan á því stóð höfðu þeir ekki aðgang að netinu og máttu ekki hafa símasamband við neinn nema fjölskyldu sína og útgefendur. Bjartur er útgefandi Dans Brown á Íslandi og er Inferno væntanleg í íslenskri þýðingu síðsumars eða í haust. „Við erum á of litlum markaði til að senda þýðanda út,“ segir Guðrún Vilmundardóttir hjá Bjarti, sem fær handritið sent til þýðingar á miðnætti í kvöld – um leið og bókin kemur út. Ingunn Snædal og Arnar Matthíasson þýða bókina saman.
Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira