Gaman að vinna með John Cusack Freyr Bjarnason skrifar 11. maí 2013 07:00 Óttar Guðnason ásamt Malin Åkerman og John Cusack við tökur á The Numbers Station. „Þótt þessi mynd sé enginn Óskarskandídat er þetta ágætis ræma,“ segir Óttar Guðnason. Hann var kvikmyndatökumaður Hollywood-myndarinnar The Numbers Station með stjörnunni John Cusack í aðalhlutverki, sem er frumsýnd hér á landi um helgina. Aðspurður segist Óttar hafa fengið verkefnið í gegnum danska leikstjórann Kasper Barfoed en þeir hafa unnið saman við auglýsingagerð. Einnig hjálpaði það til að framleiðendurnir Sean- og Bryan Furst þekktu vel til Baltasars Kormáks og vissu af starfi Óttars við myndirnar A Little Trip to Heaven og Inhale. Þeir eiga einnig réttinn á erlendri endurgerð Mýrarinnar, sem þeir hafa ekki nýtt. The Numbers Station var kvikmynduð að öllu leyti í Suffolk-sýslu í Englandi, norðaustur af London, á svæði þar sem herstöðin Bentwaters stóð. „Hún varð gerð í hálfgerðum spreng, á 25 dögum, bæði út af peningum og þeim tíma sem leikararnir höfðu. Það er mjög stuttur tími fyrir svona mynd í fullri lengd. En þetta var mjög skemmtilegt og það var gaman að vinna með Cusack. Þetta er frekar myrkur persónuleiki en samt indælis náungi inni við beinið,“ segir Óttar. Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þótt þessi mynd sé enginn Óskarskandídat er þetta ágætis ræma,“ segir Óttar Guðnason. Hann var kvikmyndatökumaður Hollywood-myndarinnar The Numbers Station með stjörnunni John Cusack í aðalhlutverki, sem er frumsýnd hér á landi um helgina. Aðspurður segist Óttar hafa fengið verkefnið í gegnum danska leikstjórann Kasper Barfoed en þeir hafa unnið saman við auglýsingagerð. Einnig hjálpaði það til að framleiðendurnir Sean- og Bryan Furst þekktu vel til Baltasars Kormáks og vissu af starfi Óttars við myndirnar A Little Trip to Heaven og Inhale. Þeir eiga einnig réttinn á erlendri endurgerð Mýrarinnar, sem þeir hafa ekki nýtt. The Numbers Station var kvikmynduð að öllu leyti í Suffolk-sýslu í Englandi, norðaustur af London, á svæði þar sem herstöðin Bentwaters stóð. „Hún varð gerð í hálfgerðum spreng, á 25 dögum, bæði út af peningum og þeim tíma sem leikararnir höfðu. Það er mjög stuttur tími fyrir svona mynd í fullri lengd. En þetta var mjög skemmtilegt og það var gaman að vinna með Cusack. Þetta er frekar myrkur persónuleiki en samt indælis náungi inni við beinið,“ segir Óttar.
Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira