Fékk ljósmyndaverðlaun í Dubai Freyr Bjarnason skrifar 8. maí 2013 08:00 Oscar tekur við verðlaununum fyrir ljósmynd sína úr höndum Sheikh Hamdan Bin Mohammed Bin Rashid Al Maktoum í Dubai. „Þetta var rosalega skemmtilegt ævintýri. Ég hef aldrei farið á svona stað áður,“ segir grafíski hönnuðurinn og áhugaljósmyndarinn Oscar Bjarnason. Hann náði öðru sæti í ljósmyndasamkeppninni HIPA sem krónprinsinn af Dubai, Sheikh Hamdan Bin Mohammed Bin Rashid Al Maktoum, hélt í annað sinn. Oscar frétti af samkeppninni í gegnum vin sinn og ákvað að senda inn norðurljósamynd sem hann tók í Straumsvík. Eftir að hafa fengið tölvupóst þar sem hann var beðinn um að vera viðstaddur verðlaunaafhendinguna fór hann með flugvél út til Dubai á fyrsta farrými. Þar tók einkabílstjóri á móti honum í glæsibifreið og ók með hann á lúxushótel þar sem hann dvaldi í heila viku án þess að þurfa að borga nokkurn skapaðan hlut. „Þetta var aðeins of mikið og eiginlega nett óþægilegt. Það eina sem ég borgaði voru leigubílar sem kostuðu ekki neitt en það var algjört ævintýri að prófa þetta,“ segir Oscar sem fékk í verðlaun sextán þúsund dali, eða tæpar tvær milljónir króna. Peningaverðlaunin í HIPA-keppninni munu vera þau hæstu sem veitt eru í nokkurri ljósmyndasamkeppni í heimi. Veitt voru verðlaun í fjórum flokkum og hlaut Oscar önnur verðlaun í aðalflokknum. Ein heildarverðlaun yfir alla keppnina voru veitt og hlaut vinningshafinn 120 þúsund dali, eða um fjórtán milljónir króna. Hægt er að skoða myndabanka Oscars á slóðinni Oscarbjarna.photoshelter.com. Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Þetta var rosalega skemmtilegt ævintýri. Ég hef aldrei farið á svona stað áður,“ segir grafíski hönnuðurinn og áhugaljósmyndarinn Oscar Bjarnason. Hann náði öðru sæti í ljósmyndasamkeppninni HIPA sem krónprinsinn af Dubai, Sheikh Hamdan Bin Mohammed Bin Rashid Al Maktoum, hélt í annað sinn. Oscar frétti af samkeppninni í gegnum vin sinn og ákvað að senda inn norðurljósamynd sem hann tók í Straumsvík. Eftir að hafa fengið tölvupóst þar sem hann var beðinn um að vera viðstaddur verðlaunaafhendinguna fór hann með flugvél út til Dubai á fyrsta farrými. Þar tók einkabílstjóri á móti honum í glæsibifreið og ók með hann á lúxushótel þar sem hann dvaldi í heila viku án þess að þurfa að borga nokkurn skapaðan hlut. „Þetta var aðeins of mikið og eiginlega nett óþægilegt. Það eina sem ég borgaði voru leigubílar sem kostuðu ekki neitt en það var algjört ævintýri að prófa þetta,“ segir Oscar sem fékk í verðlaun sextán þúsund dali, eða tæpar tvær milljónir króna. Peningaverðlaunin í HIPA-keppninni munu vera þau hæstu sem veitt eru í nokkurri ljósmyndasamkeppni í heimi. Veitt voru verðlaun í fjórum flokkum og hlaut Oscar önnur verðlaun í aðalflokknum. Ein heildarverðlaun yfir alla keppnina voru veitt og hlaut vinningshafinn 120 þúsund dali, eða um fjórtán milljónir króna. Hægt er að skoða myndabanka Oscars á slóðinni Oscarbjarna.photoshelter.com.
Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira