Ástir, örlög og saxófónn Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 3. maí 2013 00:01 Bíó, Passion Leikstjórn: Brian De Palma Leikarar: Rachel McAdams, Noomi Rapace, Karoline Herfurth, Paul Anderson. Brian De Palma er þannig kvikmyndagerðarmaður að annað hvort gengur allt upp í myndum hans eða afar fátt. Passion, sem er tuttugasta og níunda kvikmynd hans í fullri lengd, tilheyrir síðari hópnum og eru það sterk höfundareinkennin í seinni hlutanum sem halda myndinni rétt svo á floti. Myndin segir frá stormasömu sambandi yfirmanns og undirmanns, en inn í það flækjast svik, kynlíf og að lokum morð. Að hætti leikstjórans verða skilin á milli ímyndunar og raunveruleika óljós, og að sýningu lokinni horfðu áhorfendur ringlaðir hver á aðra. Frambærilegur leikhópurinn er í heild sinni klunnalegur og tónlist Pino Donaggio ætti frekar heima í ljósblárri mynd frá tíunda áratugnum. Ég sver það, ég heyrði í saxófóni þarna einhvers staðar. Lummulegustu myndir leikstjórans eru frábærar vegna þess að þær ganga svo langt í firringu og rugli að áhorfandinn verður að lokum samdauna verkinu. Passion heldur aftur af sér of lengi, reynir framan af að vera „evró og intellektúal“, og að lokum þegar hún sleppir sér byrja flestir að flissa. De Palma er bestur þegar hann reynir ekki að vera annar en hann er. Hann skrifar klaufaleg samtöl og ætti að láta aðra um það. Hann er frábær stílisti og á glæstan feril að baki. Og hann er ekki nema rúmlega sjötugur. Ég trúi því að hann geti gert miklu betur.Niðurstaða: Óeftirminnilegur samtíningur úr fyrri verkum. Gagnrýni Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Bíó, Passion Leikstjórn: Brian De Palma Leikarar: Rachel McAdams, Noomi Rapace, Karoline Herfurth, Paul Anderson. Brian De Palma er þannig kvikmyndagerðarmaður að annað hvort gengur allt upp í myndum hans eða afar fátt. Passion, sem er tuttugasta og níunda kvikmynd hans í fullri lengd, tilheyrir síðari hópnum og eru það sterk höfundareinkennin í seinni hlutanum sem halda myndinni rétt svo á floti. Myndin segir frá stormasömu sambandi yfirmanns og undirmanns, en inn í það flækjast svik, kynlíf og að lokum morð. Að hætti leikstjórans verða skilin á milli ímyndunar og raunveruleika óljós, og að sýningu lokinni horfðu áhorfendur ringlaðir hver á aðra. Frambærilegur leikhópurinn er í heild sinni klunnalegur og tónlist Pino Donaggio ætti frekar heima í ljósblárri mynd frá tíunda áratugnum. Ég sver það, ég heyrði í saxófóni þarna einhvers staðar. Lummulegustu myndir leikstjórans eru frábærar vegna þess að þær ganga svo langt í firringu og rugli að áhorfandinn verður að lokum samdauna verkinu. Passion heldur aftur af sér of lengi, reynir framan af að vera „evró og intellektúal“, og að lokum þegar hún sleppir sér byrja flestir að flissa. De Palma er bestur þegar hann reynir ekki að vera annar en hann er. Hann skrifar klaufaleg samtöl og ætti að láta aðra um það. Hann er frábær stílisti og á glæstan feril að baki. Og hann er ekki nema rúmlega sjötugur. Ég trúi því að hann geti gert miklu betur.Niðurstaða: Óeftirminnilegur samtíningur úr fyrri verkum.
Gagnrýni Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira