Ys og þys út af engu Magnús Þ. Lúðvíksson skrifar 3. maí 2013 07:00 Viðbrögðin við úrslitum kosninganna á laugardag voru flest fyrirsjáanleg. Stuðningsmenn Bjartrar framtíðar og Pírata glöddust en Samfylkingarfólk og stuðningsmenn minnstu flokkanna grétu. Fögnuður Framsóknarmanna var í líkingu við gott þorrablót í Þingeyjarsýslunum á áttunda áratugnum og þá önduðu Sjálfstæðismenn og Vinstri grænir léttar enda niðurstaða kosninganna (varúð klisja) varnarsigur fyrir báða flokka. En viðbrögðin voru líka skammvinn því einungis tveimur sólarhringum eftir að lokaniðurstaða lá fyrir var eins og kosningaúrslitin skiptu ekki lengur máli. Hvað breyttist? Jú, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti vor, kallaði forystumenn þingflokka á sinn fund og ákvað síðan að veita formanni Framsóknar umboð til að mynda ríkisstjórn. Sigmundur tók umboðinu fagnandi og lýsti yfir að hann vildi ræða stöðuna við alla flokksformenn áður en hann hæfi formlegar stjórnarmyndunarviðræður við nokkurn. Skyndilega var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem allir höfðu myndað í huganum löngu fyrir kosningar, ekki jafn sjálfgefin og allt hafði bent til. Facebook logaði, Twitter neistaði, ráðþrota almenningur leitaði til stjórnmálafræðinga sem reyndu af veikum mætti að róa fólk niður. Í dagblöðum og á vefsíðum birtust molar og pistlar um „vaxandi reiði“ „öskureiðra“ Sjálfstæðismanna í garð forsetans og Sigmundar Davíðs. Pólitískir refir (lesist: Össur Skarphéðinsson) hófu að spinna stöðuna sér í vil. Níðvefsíður spruttu upp um Sigmund Davíð. Viðbrögðin voru eins og ef Þór hefði stigið niður úr Valhöll, rétt Sigmundi Davíð Mjölni og þar með umboð til að deila og drottna á jörðu. Vandinn er bara sá að þetta blessaða umboð skiptir nákvæmlega engu máli í leikjafræðilegu samhengi stjórnarmyndunar. Það væri sama staða uppi á teningnum jafnvel þótt engin fundahöld hefðu átt sér stað á Bessastöðum. Einu tíðindi þessara fyrstu daga eftir kosningar voru þau að Sigmundur Davíð vildi ræða stuttlega við alla formenn áður en stjórnarmyndunarviðræður yrðu hafnar. Það er eftir sem áður langlíklegast, en þó ekki gefið, að fyrrnefndir flokkar myndi ríkisstjórn enda er málefnaleg samleið þeirra mest. Í besta falli getur stjórnarmyndunarumboð rennt stoðum undir kröfu þess sem það fær um að verða forsætisráðherra. En sú röksemd hefur ekki mikla vigt enda hafa handhafar umboðsins ekki alltaf fengið embættið. Ráðherraskipan nýrrar ríkisstjórnar, rétt eins og fyrri stjórna, mun nefnilega ráðast af viðræðum milli flokkanna sem stjórnina mynda. Svo nærtækt dæmi sé tekið þá fá Framsóknarmenn varla bæði forsætisráðuneytið og skuldaniðurfellinguna sína. Stjórnarmyndunarviðræður snúast um að semja og velja. Nýju föt forsætisráðherraefnisins breyta engu þar um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þorlákur Lúðvíksson Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun
Viðbrögðin við úrslitum kosninganna á laugardag voru flest fyrirsjáanleg. Stuðningsmenn Bjartrar framtíðar og Pírata glöddust en Samfylkingarfólk og stuðningsmenn minnstu flokkanna grétu. Fögnuður Framsóknarmanna var í líkingu við gott þorrablót í Þingeyjarsýslunum á áttunda áratugnum og þá önduðu Sjálfstæðismenn og Vinstri grænir léttar enda niðurstaða kosninganna (varúð klisja) varnarsigur fyrir báða flokka. En viðbrögðin voru líka skammvinn því einungis tveimur sólarhringum eftir að lokaniðurstaða lá fyrir var eins og kosningaúrslitin skiptu ekki lengur máli. Hvað breyttist? Jú, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti vor, kallaði forystumenn þingflokka á sinn fund og ákvað síðan að veita formanni Framsóknar umboð til að mynda ríkisstjórn. Sigmundur tók umboðinu fagnandi og lýsti yfir að hann vildi ræða stöðuna við alla flokksformenn áður en hann hæfi formlegar stjórnarmyndunarviðræður við nokkurn. Skyndilega var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem allir höfðu myndað í huganum löngu fyrir kosningar, ekki jafn sjálfgefin og allt hafði bent til. Facebook logaði, Twitter neistaði, ráðþrota almenningur leitaði til stjórnmálafræðinga sem reyndu af veikum mætti að róa fólk niður. Í dagblöðum og á vefsíðum birtust molar og pistlar um „vaxandi reiði“ „öskureiðra“ Sjálfstæðismanna í garð forsetans og Sigmundar Davíðs. Pólitískir refir (lesist: Össur Skarphéðinsson) hófu að spinna stöðuna sér í vil. Níðvefsíður spruttu upp um Sigmund Davíð. Viðbrögðin voru eins og ef Þór hefði stigið niður úr Valhöll, rétt Sigmundi Davíð Mjölni og þar með umboð til að deila og drottna á jörðu. Vandinn er bara sá að þetta blessaða umboð skiptir nákvæmlega engu máli í leikjafræðilegu samhengi stjórnarmyndunar. Það væri sama staða uppi á teningnum jafnvel þótt engin fundahöld hefðu átt sér stað á Bessastöðum. Einu tíðindi þessara fyrstu daga eftir kosningar voru þau að Sigmundur Davíð vildi ræða stuttlega við alla formenn áður en stjórnarmyndunarviðræður yrðu hafnar. Það er eftir sem áður langlíklegast, en þó ekki gefið, að fyrrnefndir flokkar myndi ríkisstjórn enda er málefnaleg samleið þeirra mest. Í besta falli getur stjórnarmyndunarumboð rennt stoðum undir kröfu þess sem það fær um að verða forsætisráðherra. En sú röksemd hefur ekki mikla vigt enda hafa handhafar umboðsins ekki alltaf fengið embættið. Ráðherraskipan nýrrar ríkisstjórnar, rétt eins og fyrri stjórna, mun nefnilega ráðast af viðræðum milli flokkanna sem stjórnina mynda. Svo nærtækt dæmi sé tekið þá fá Framsóknarmenn varla bæði forsætisráðuneytið og skuldaniðurfellinguna sína. Stjórnarmyndunarviðræður snúast um að semja og velja. Nýju föt forsætisráðherraefnisins breyta engu þar um.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun