Handbolti í hjólastólum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. maí 2013 08:00 Jón Heiðar Gunnarsson og félagar í ÍR ætla að skella sér í hjólastólana. Fréttablaðið/Valli Söguleg stund verður í dag þegar fram fer fyrsta viðureign liða í hjólastólahandbolta. Hjólastólalið HK, eina liðið á landinu, mætir þá bikarmeisturum ÍR í Austurbergi klukkan 17.30. Aðgangur að leiknum er ókeypis en tekið er við frjálsum framlögum sem renna óskipt til hjólastólakaupa. Tilgangurinn er að hvetja önnur félagslið til að taka upp samskonar starfsemi enda vantar HK-ingum sárlega andstæðinga til að spila við. Þá vilja ÍR-ingar einnig vekja athygli á því góða frumkvöðlastarfi sem er í gangi hjá hjólastólahandboltaráði HK. Nýr keppnishjólastóll kostar 750 þúsund krónur. Fróðlegt verður að sjá hvort hjólastólafélagið rúlli yfir ÍR-inga sem eru eðlilega óvanir að spila íþróttina í hjólastólum. Um hjólastólahandbolta á ÍslandiStofnun Hjólastólahandboltaráðsins markaði tímamót á sínum tíma því þar fengu þeir sem sitja í hjólastól sömu stöðu innan félagsins og aðrir sem stunda íþróttir undir merkjum HK. Þetta var gríðarlega stórt skref en fram að þessu höfðu fatlaðir starfað að mestu undir merkjum íþróttafélags fatlaðra eða fengið fyrir náð og miskunn aðstöðu fyrir áhugamál sín undir verndarvæng tilfallandi félaga. Þetta var því stórt skref í samþættingu og valdeflingu sem lengi hefur verið unnið að í skólum landsins og því var sannarlega kominn tími á slíkt innan íþróttahreyfingarinnar. Það er gríðarstórt skref að opna íþróttafélögin fyrir öllum, líka þeim sem þurfa dags daglega að notast við hjólastól. Nú er komið að næsta skrefi og það tekur mið að því að breiða út íþróttina hér á landi. Ofangreindur leikur er mikilvæg byrjun á því. HK-ingar eru gríðarlega þakklátir fyrir að fá eitt elsta félag landsins með sér í verkefnið. Hjólastólahandknattleiksráð HK var jú stofnað á haustdögum árið 2010 en ÍR árið 1907. Íþróttir Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Sjá meira
Söguleg stund verður í dag þegar fram fer fyrsta viðureign liða í hjólastólahandbolta. Hjólastólalið HK, eina liðið á landinu, mætir þá bikarmeisturum ÍR í Austurbergi klukkan 17.30. Aðgangur að leiknum er ókeypis en tekið er við frjálsum framlögum sem renna óskipt til hjólastólakaupa. Tilgangurinn er að hvetja önnur félagslið til að taka upp samskonar starfsemi enda vantar HK-ingum sárlega andstæðinga til að spila við. Þá vilja ÍR-ingar einnig vekja athygli á því góða frumkvöðlastarfi sem er í gangi hjá hjólastólahandboltaráði HK. Nýr keppnishjólastóll kostar 750 þúsund krónur. Fróðlegt verður að sjá hvort hjólastólafélagið rúlli yfir ÍR-inga sem eru eðlilega óvanir að spila íþróttina í hjólastólum. Um hjólastólahandbolta á ÍslandiStofnun Hjólastólahandboltaráðsins markaði tímamót á sínum tíma því þar fengu þeir sem sitja í hjólastól sömu stöðu innan félagsins og aðrir sem stunda íþróttir undir merkjum HK. Þetta var gríðarlega stórt skref en fram að þessu höfðu fatlaðir starfað að mestu undir merkjum íþróttafélags fatlaðra eða fengið fyrir náð og miskunn aðstöðu fyrir áhugamál sín undir verndarvæng tilfallandi félaga. Þetta var því stórt skref í samþættingu og valdeflingu sem lengi hefur verið unnið að í skólum landsins og því var sannarlega kominn tími á slíkt innan íþróttahreyfingarinnar. Það er gríðarstórt skref að opna íþróttafélögin fyrir öllum, líka þeim sem þurfa dags daglega að notast við hjólastól. Nú er komið að næsta skrefi og það tekur mið að því að breiða út íþróttina hér á landi. Ofangreindur leikur er mikilvæg byrjun á því. HK-ingar eru gríðarlega þakklátir fyrir að fá eitt elsta félag landsins með sér í verkefnið. Hjólastólahandknattleiksráð HK var jú stofnað á haustdögum árið 2010 en ÍR árið 1907.
Íþróttir Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Sjá meira