Risastór sirkushátíð í Vatnmýrinni í sumar Sara McMahon skrifar 30. apríl 2013 12:00 Ilmur Dögg Gísladóttir, verkefnastjóri Norræna hússins. Fréttablaðið/Pjetur „Þorpið verður í anda Bakken í Kaupmannahöfn. Fólk getur gengið um svæðið, fengið sér kaffi og virt fyrir sér starfsemina, en það kostar inn á allar sýningarnar,“ segir Ilmur Dögg Gísladóttir, kynningar- og verkefnastjóri Norræna hússins, um sirkushátíð sem fram fer í Vatnsmýrinni dagana 4. til 14. júlí. Norræna húsið skipuleggur hátíðina í samstarfi við Circus Xanti frá Noregi. Heilt sirkusþorp með fjórum sýningartjöldum og kaffihúsatjaldi mun rísa á bílastæðinu gegnt Háskóla Íslands á meðan á hátíðinni stendur. Þrettán sirkushópar taka þátt í hátíðinni í sumar og koma þeir víða að. „Alls taka um hundrað manns þátt í hátíðinni. Hóparnir koma meðal annars frá Noregi, Írlandi, Svíþjóð og Finnlandi. Flestar sýningarnar höfða til fólks á öllum aldri en á kvöldin fara fram nokkrar sýningar sem ekki eru ætlaðar börnum undir 16 ára aldri,“ segir Ilmur Dögg og vísar þar til sýningar íslenska sirkushópsins Skinnsemi. Miðasala á einstakar sýningar hefst á morgun og fer fram á Midi.is, í móttöku Norræna hússins og í Borgarleikhúsinu. Yfirlit yfir sýningar:Cirkus Cirkör sýnir Wear it Like a Crown með tónlist Rebekka Karijord Á hringsnúandi sviði, hreyfa sirkuslistmennirnir sig í heimi tálsýna, skuggaleiks, hnífakasts, loftfimleika, juggls og leiks. Sex ólíkir persónuleikar, einmanna og einir í heiminum að þeim finnst, glíma við krísur sínar. Hver persónuleiki reynir að komast í snertingu við hina á sinn hátt. Tónlistin í sýningunni er samin af Rebekku Karijord, frá Noregi, og heitir sýningin í höfuðið á lagi eftir hana af plötunni The noble art of letting go. Í Borgarleikhúsinu 4.-9.júlí kl. 20.00. Samtals sex sýningar. Cirkus Xanti sýnir Bastard Bastard er undursamleg lítil sýning frá, Cirkus Xanti, fyrir yngstu áhorfendurnar um hvað hendurnar gera og geta gert. Bastard kannar hlutverk líkamans í lífinu og hvernig tilfinningar hafa áhrif á þarfir og tjáningu líkamans. Sýningin fer fram í 6 metra háu sirkustjaldi sem heitir Askja. Cirkus Xanti sýnir Pluto Crazy Manstu þegar þú varst lítið barn? Ógnvekjandi ánægjuna yfir því að vera hugsanlega að taka áhættu með því t.d. að klifra hátt tré? Gleðistundir barnæskunnar og hið algjöra frelsi? Sirkusinn er eitt elsta sviðslistarformið og einnig það form sem býr yfir hvað mestri leikgleði. Í sýningunni Pluto Crazy hefur sirkushópurinn, Cirkus Xanti, unnið með ungum finnskum sirkushóp, Sirkus Aikamoinen, sem árið 2011 var nefndur sem ein af björtustu vonunum í sirkusheiminum í Evrópu. Pluto Crazy er franskt orðatiltæki, plut tôt crazy, sem þýðir hreinlega að vera algjörlega brjálaður. Pluto Crazy býður til fjörugs brjálæðis í yndislegu sirkusandrúmslofti með kitlandi lifandi tónlist. Tumble Circus sýnir sirkusgamanleikinn This is what we do for a livingSýningin This Is What We Do For A Living kannar hvernig sambönd geta slitnað, hvernig þau lenda á báðum fótum og hvernig þau lifa af. Farið er í ferðalag inn í innstu sálarkima mannsins sem er lifandi og með endalausa möguleika líkamans, tjáð er gleðin yfir að koma fram, og skoðað er hvernig við mennirnir erum veikir fyrir bæði velgengni og misstökum. Þessi bræðingur verður til þegar strákur frá Belfast (Ken Fanning) og stelpuskott frá Svíþjóð koma saman (Tina Segner).Einnig:Fidget Feet Animal Religion Pain Solution Sirkus Íslands - Heima er best Sirkus Íslands - S.I.R.K.U.S Sirkus Íslands - Skinnsemi Wally og gestir Frida Burnt out PunksHátíðin fer fram 4. til 14. júlí. Menning Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Þorpið verður í anda Bakken í Kaupmannahöfn. Fólk getur gengið um svæðið, fengið sér kaffi og virt fyrir sér starfsemina, en það kostar inn á allar sýningarnar,“ segir Ilmur Dögg Gísladóttir, kynningar- og verkefnastjóri Norræna hússins, um sirkushátíð sem fram fer í Vatnsmýrinni dagana 4. til 14. júlí. Norræna húsið skipuleggur hátíðina í samstarfi við Circus Xanti frá Noregi. Heilt sirkusþorp með fjórum sýningartjöldum og kaffihúsatjaldi mun rísa á bílastæðinu gegnt Háskóla Íslands á meðan á hátíðinni stendur. Þrettán sirkushópar taka þátt í hátíðinni í sumar og koma þeir víða að. „Alls taka um hundrað manns þátt í hátíðinni. Hóparnir koma meðal annars frá Noregi, Írlandi, Svíþjóð og Finnlandi. Flestar sýningarnar höfða til fólks á öllum aldri en á kvöldin fara fram nokkrar sýningar sem ekki eru ætlaðar börnum undir 16 ára aldri,“ segir Ilmur Dögg og vísar þar til sýningar íslenska sirkushópsins Skinnsemi. Miðasala á einstakar sýningar hefst á morgun og fer fram á Midi.is, í móttöku Norræna hússins og í Borgarleikhúsinu. Yfirlit yfir sýningar:Cirkus Cirkör sýnir Wear it Like a Crown með tónlist Rebekka Karijord Á hringsnúandi sviði, hreyfa sirkuslistmennirnir sig í heimi tálsýna, skuggaleiks, hnífakasts, loftfimleika, juggls og leiks. Sex ólíkir persónuleikar, einmanna og einir í heiminum að þeim finnst, glíma við krísur sínar. Hver persónuleiki reynir að komast í snertingu við hina á sinn hátt. Tónlistin í sýningunni er samin af Rebekku Karijord, frá Noregi, og heitir sýningin í höfuðið á lagi eftir hana af plötunni The noble art of letting go. Í Borgarleikhúsinu 4.-9.júlí kl. 20.00. Samtals sex sýningar. Cirkus Xanti sýnir Bastard Bastard er undursamleg lítil sýning frá, Cirkus Xanti, fyrir yngstu áhorfendurnar um hvað hendurnar gera og geta gert. Bastard kannar hlutverk líkamans í lífinu og hvernig tilfinningar hafa áhrif á þarfir og tjáningu líkamans. Sýningin fer fram í 6 metra háu sirkustjaldi sem heitir Askja. Cirkus Xanti sýnir Pluto Crazy Manstu þegar þú varst lítið barn? Ógnvekjandi ánægjuna yfir því að vera hugsanlega að taka áhættu með því t.d. að klifra hátt tré? Gleðistundir barnæskunnar og hið algjöra frelsi? Sirkusinn er eitt elsta sviðslistarformið og einnig það form sem býr yfir hvað mestri leikgleði. Í sýningunni Pluto Crazy hefur sirkushópurinn, Cirkus Xanti, unnið með ungum finnskum sirkushóp, Sirkus Aikamoinen, sem árið 2011 var nefndur sem ein af björtustu vonunum í sirkusheiminum í Evrópu. Pluto Crazy er franskt orðatiltæki, plut tôt crazy, sem þýðir hreinlega að vera algjörlega brjálaður. Pluto Crazy býður til fjörugs brjálæðis í yndislegu sirkusandrúmslofti með kitlandi lifandi tónlist. Tumble Circus sýnir sirkusgamanleikinn This is what we do for a livingSýningin This Is What We Do For A Living kannar hvernig sambönd geta slitnað, hvernig þau lenda á báðum fótum og hvernig þau lifa af. Farið er í ferðalag inn í innstu sálarkima mannsins sem er lifandi og með endalausa möguleika líkamans, tjáð er gleðin yfir að koma fram, og skoðað er hvernig við mennirnir erum veikir fyrir bæði velgengni og misstökum. Þessi bræðingur verður til þegar strákur frá Belfast (Ken Fanning) og stelpuskott frá Svíþjóð koma saman (Tina Segner).Einnig:Fidget Feet Animal Religion Pain Solution Sirkus Íslands - Heima er best Sirkus Íslands - S.I.R.K.U.S Sirkus Íslands - Skinnsemi Wally og gestir Frida Burnt out PunksHátíðin fer fram 4. til 14. júlí.
Menning Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira