Ég þarf enga hjálp 23. apríl 2013 06:00 Lionel Messi, leikmaður Barcelona, og Franck Ribery hjá Bayern verða í lykilhlutverkum í kvöld.nordicphotos/afp Undanúrslit Meistaradeildar Evrópu hefjast í kvöld þegar Bayern München tekur á móti Barcelona. Óhætt er að segja að mikil spenna ríki fyrir viðureigninni. Talsvert hefur verið gert úr því að þarna mætast liðið sem Pep Guardiola bjó til, Barcelona, og liðið sem hann er að fara að taka við, Bayern. Jupp Heynckes, þjálfari Bayern, segist ekki ætla að nýta sér Guardiola og fá hann til þess að kortleggja Barcelona-liðið. „Ég ber mikla virðingu fyrir Guardiola og við erum í fínu sambandi. Ég þarf þó engar upplýsingar frá honum því ég þekki Barcelona-liðið mjög vel sjálfur,“ sagði Heynckes. Heynckes er enginn nýgræðingur þegar kemur að spænskum fótbolta en hann gerði Real Madrid að Evrópumeisturum árið 1998. Hann segir að Bayern þurfi að hafa áhyggjur af meiru en Lionel Messi í leiknum. „Liðið er alltaf mikilvægara en einstaklingurinn. Auðvitað hafa bestu liðin síðan menn sem gera útslagið og Barcelona á Messi. Samvinna alls liðsins er þó það sem gerir það svona gott,“ sagði Heynckes en hver er lykillinn að góðu gengi hans liðs? „Ef ég ætti að taka það saman í eitt orð þá myndi ég segja liðsheild. Við spilum gríðarlega vel saman og ég er á því að okkar fótbolti sé sá nútímalegasti frá upphafi.“ Mario Mandzukic getur ekki leikið með Bayern í kvöld þar sem hann er í leikbanni. Heynckes vildi ekki gefa upp hvort Mario Gomez eða Claudio Pizarro tæki hans sæti í byrjunarliðinu í kvöld. Barcelona hefur að sjálfsögðu smá áhyggjur af Lionel Messi sem meiddist í rimmunni gegn PSG í átta liða úrslitum. Hann hefur aftur á móti fengið góða hvíld og ætti að verða klár í slaginn. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að hafa Leo með okkur. Okkur hefur tekist að vinna leiki án hans en við leggjum áherslu á að hafa hann kláran í slaginn,“ sagði Jordi Roura, aðstoðarþjálfari Barcelona, en þeir passa upp á að gefa andstæðingnum ekki upplýsingar um heilsufar Messi. „Ég get ekki sagt með vissu hvernig Messi kemur til með að vera og hvort hann spili. Við sjáum hvernig hann bregst við æfingu fyrir leikinn og eftir það munum við ráðfæra okkur við læknana um framhaldið.“ Roura segir að Barcelona muni spila sinn leik þó svo liðið sé á útivelli. Þeir breyti ekki leikstíl sínum sama hvar liðið sé að spila og gegn hverjum. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira
Undanúrslit Meistaradeildar Evrópu hefjast í kvöld þegar Bayern München tekur á móti Barcelona. Óhætt er að segja að mikil spenna ríki fyrir viðureigninni. Talsvert hefur verið gert úr því að þarna mætast liðið sem Pep Guardiola bjó til, Barcelona, og liðið sem hann er að fara að taka við, Bayern. Jupp Heynckes, þjálfari Bayern, segist ekki ætla að nýta sér Guardiola og fá hann til þess að kortleggja Barcelona-liðið. „Ég ber mikla virðingu fyrir Guardiola og við erum í fínu sambandi. Ég þarf þó engar upplýsingar frá honum því ég þekki Barcelona-liðið mjög vel sjálfur,“ sagði Heynckes. Heynckes er enginn nýgræðingur þegar kemur að spænskum fótbolta en hann gerði Real Madrid að Evrópumeisturum árið 1998. Hann segir að Bayern þurfi að hafa áhyggjur af meiru en Lionel Messi í leiknum. „Liðið er alltaf mikilvægara en einstaklingurinn. Auðvitað hafa bestu liðin síðan menn sem gera útslagið og Barcelona á Messi. Samvinna alls liðsins er þó það sem gerir það svona gott,“ sagði Heynckes en hver er lykillinn að góðu gengi hans liðs? „Ef ég ætti að taka það saman í eitt orð þá myndi ég segja liðsheild. Við spilum gríðarlega vel saman og ég er á því að okkar fótbolti sé sá nútímalegasti frá upphafi.“ Mario Mandzukic getur ekki leikið með Bayern í kvöld þar sem hann er í leikbanni. Heynckes vildi ekki gefa upp hvort Mario Gomez eða Claudio Pizarro tæki hans sæti í byrjunarliðinu í kvöld. Barcelona hefur að sjálfsögðu smá áhyggjur af Lionel Messi sem meiddist í rimmunni gegn PSG í átta liða úrslitum. Hann hefur aftur á móti fengið góða hvíld og ætti að verða klár í slaginn. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að hafa Leo með okkur. Okkur hefur tekist að vinna leiki án hans en við leggjum áherslu á að hafa hann kláran í slaginn,“ sagði Jordi Roura, aðstoðarþjálfari Barcelona, en þeir passa upp á að gefa andstæðingnum ekki upplýsingar um heilsufar Messi. „Ég get ekki sagt með vissu hvernig Messi kemur til með að vera og hvort hann spili. Við sjáum hvernig hann bregst við æfingu fyrir leikinn og eftir það munum við ráðfæra okkur við læknana um framhaldið.“ Roura segir að Barcelona muni spila sinn leik þó svo liðið sé á útivelli. Þeir breyti ekki leikstíl sínum sama hvar liðið sé að spila og gegn hverjum. Leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Sjá meira