Ætla mér að spila minnst tvo leiki í viðbót Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. apríl 2013 08:00 líflegur Sebastían Alexandersson í leik með ÍR. Mynd/Toggi Sebastían Alexandersson, markvörður ÍR, var heldur betur í sviðsljósinu í leik liðsins gegn Haukum á Ásvöllum á fimmtudagskvöldið. Þessi 43 ára markvörður kom inn á í lok fyrri hálfleiks, varði fimm af síðustu sex skotum Haukanna, og stóð svo vaktina með prýði í seinni hálfleik. Hann náði samt ekki að koma í veg fyrir svekkjandi tap Breiðhyltinga en Haukar komu til baka eftir að hafa lent mest fimm mörkum undir og unnu nauman eins marks sigur. „Æ, ég hef nú haft það betra,“ sagði Sebastían við Fréttablaðið í gær. „Maður hefur svo sem lent í þessu nokkrum sinnum á 25 ára ferli í meistaraflokki en þetta verður aldrei neitt skárra. Það er ekkert verra en svona töp.“ Einlæg leikgleði Sebastíans fór ekki fram hjá neinum sem horfði á leikinn. Hann fagnaði hverju skoti af innlifun og smitaði vel út frá sér til áhorfenda. „Það væri algjör synd að hafa ekki gaman af síðustu leikjunum á ferlinum. Það eru svo algjör forréttindi að fá að spila svona leiki á þessum aldri, sérstaklega þegar maður nær að flækjast fyrir. Mér finnst að það mætti vera meira um svona gleði, enda nennir enginn að koma og horfa ef allir eru með fýlusvip,“ segir Sebastían. Hann varð svo mjög reiður í leikslok og beindi því að Haukum. Sebastían vildi lítið gera úr því atviki. „Það þarf ekkert að ræða það sérstaklega í fjölmiðlum. Ég og einn leikmaður Hauka áttum í smá skoðanaskiptum eftir leik en við erum búnir að ræða saman í síma í dag [gær] og leysa það mál. Það eru enn allir vinir í dag,“ segir. ÍR tekur á móti Haukum á morgun og þarf sigur til að halda sér á lífi. Sebastían, sem ætlar að leggja skóna endanlega á hilluna í vor, er harður á því að hann eigi allavega tvo leiki eftir á ferlinum. „Ég hef engar áhyggjur af því að þessir ungu og spræku strákar verði ekki búnir að jafna sig á tapinu á morgun. Það er svo annað mál hvort að ég verði í lagi,“ sagði hann og hló. „Ég vona svo sannarlega að þetta verði ekki minn síðasta leikur, því mér finnst afar ólíklegt að ég muni spila enn 44 ára gamall. Þetta er í raun ekki íþrótt fyrir mann á mínum aldri, þó svo að það sé mjög gaman að geta enn hjálpað til.“Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Leik lokið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Sjá meira
Sebastían Alexandersson, markvörður ÍR, var heldur betur í sviðsljósinu í leik liðsins gegn Haukum á Ásvöllum á fimmtudagskvöldið. Þessi 43 ára markvörður kom inn á í lok fyrri hálfleiks, varði fimm af síðustu sex skotum Haukanna, og stóð svo vaktina með prýði í seinni hálfleik. Hann náði samt ekki að koma í veg fyrir svekkjandi tap Breiðhyltinga en Haukar komu til baka eftir að hafa lent mest fimm mörkum undir og unnu nauman eins marks sigur. „Æ, ég hef nú haft það betra,“ sagði Sebastían við Fréttablaðið í gær. „Maður hefur svo sem lent í þessu nokkrum sinnum á 25 ára ferli í meistaraflokki en þetta verður aldrei neitt skárra. Það er ekkert verra en svona töp.“ Einlæg leikgleði Sebastíans fór ekki fram hjá neinum sem horfði á leikinn. Hann fagnaði hverju skoti af innlifun og smitaði vel út frá sér til áhorfenda. „Það væri algjör synd að hafa ekki gaman af síðustu leikjunum á ferlinum. Það eru svo algjör forréttindi að fá að spila svona leiki á þessum aldri, sérstaklega þegar maður nær að flækjast fyrir. Mér finnst að það mætti vera meira um svona gleði, enda nennir enginn að koma og horfa ef allir eru með fýlusvip,“ segir Sebastían. Hann varð svo mjög reiður í leikslok og beindi því að Haukum. Sebastían vildi lítið gera úr því atviki. „Það þarf ekkert að ræða það sérstaklega í fjölmiðlum. Ég og einn leikmaður Hauka áttum í smá skoðanaskiptum eftir leik en við erum búnir að ræða saman í síma í dag [gær] og leysa það mál. Það eru enn allir vinir í dag,“ segir. ÍR tekur á móti Haukum á morgun og þarf sigur til að halda sér á lífi. Sebastían, sem ætlar að leggja skóna endanlega á hilluna í vor, er harður á því að hann eigi allavega tvo leiki eftir á ferlinum. „Ég hef engar áhyggjur af því að þessir ungu og spræku strákar verði ekki búnir að jafna sig á tapinu á morgun. Það er svo annað mál hvort að ég verði í lagi,“ sagði hann og hló. „Ég vona svo sannarlega að þetta verði ekki minn síðasta leikur, því mér finnst afar ólíklegt að ég muni spila enn 44 ára gamall. Þetta er í raun ekki íþrótt fyrir mann á mínum aldri, þó svo að það sé mjög gaman að geta enn hjálpað til.“Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Fleiri fréttir „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Leik lokið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Sjá meira