Fjallar um ást og dauða 14. apríl 2013 14:30 "Það er einhver eilífð á þessum stað sem passar akkúrat verkinu,“ segir Sigtryggur sem er hér við Dillonshús ásamt sambýliskonu sinni og aðalleikkonu verksins, Svandísi Dóru. Mynd/Stefán „Ég er að fjalla um heillandi viðfangsefni, ástina og dauðann og það er, held ég, meiri fegurð í þessu verki en þeim sem ég hef gert áður,“ segir Sigtryggur Magnason leikskáld um nýjasta verk sitt, Nú er himneska sumarið komið. Umfjöllunarefnið er ást langömmu hans og langafa sem náði út yfir gröf og dauða. Hún lést úr berklum 28 ára að aldri en nokkru eftir andlát hennar byrjaði hönd hans að hreyfast og skrifa, þar sem hann sat við borð og fyrstu orðin voru ástarorð til hans að handan. „Þetta er svo stór saga í eðli sínu að ég vissi ekki hvernig ég ætti að finna henni farveg. Sumir mundu segja: Þetta er kvikmynd. Aðrir: Þetta er skáldsaga – en flestar mínar hugmyndir leita í leikhús. Það tók mig hins vegar talsverðan tíma að fjarlægja mig sögunni og búa til listaverk úr henni,“ segir Sigtryggur. Hann ólst upp í húsi langafa síns og langömmu í Reykjahverfi í Suður-Þingeyjarsýslu og því er hann ánægður með að fá að sýna leikritið í Dillonshúsi sem tilheyri gömlum tíma. „Það er einhver eilífð á þessum stað sem passar akkúrat verkinu. Í því er ung kona sem flýr erfiðleikana í sínu ástalífi í þá kyrrstöðu sem ríkir hjá afa hennar. Hann hefur einangrað sig og hún ekki hitt hann í tuttugu og tvö ár.“ Þetta er fimmta leikverk Sigtryggs og hann hefur áður sýnt á óhefðbundnum stöðum, til dæmis heima hjá sér og á strippklúbbi. „Það sem er gaman við að sýna á skrítnum stöðum er að þá fær maður svo hugrakka áhorfendur,“ segir hann. „Það er jú visst öryggi í því að setjast í sitt númeraða sæti í leikhúsi en þegar fólk er í svona mikilli nálægð við leikarana er það ekki bara að taka inn verkið sjálft heldur miklu meira og mörk leiks og veruleika verða óljós.“ Hann reiknar með að um þrjátíu áhorfendur rúmist í stofunni í Dillonshúsi og hlær þegar því er slegið fram að þá standi sýningar í nokkur ár. „Það fer eftir hvernig gengur. Við stefnum á sex sýningar núna á einni viku.“ Leikstjóri verksins er Una Þorleifsdóttir og með hlutverkin fara Hjalti Rögnvaldsson og Svandís Dóra Einarsdóttir, sambýliskona Sigtryggs. Búningar eru eftir Agnieszku Baranowsku og höfundurinn ber lof á allt þetta fólk. Nú er himneska sumarið komið tekur um það bil eina og hálfa klukkustund í sýningu. Miðapantanir eru á himneska@gmail.com og nánari upplýsingar eru á Facebook-síðu sýningarinnar. Menning Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira
„Ég er að fjalla um heillandi viðfangsefni, ástina og dauðann og það er, held ég, meiri fegurð í þessu verki en þeim sem ég hef gert áður,“ segir Sigtryggur Magnason leikskáld um nýjasta verk sitt, Nú er himneska sumarið komið. Umfjöllunarefnið er ást langömmu hans og langafa sem náði út yfir gröf og dauða. Hún lést úr berklum 28 ára að aldri en nokkru eftir andlát hennar byrjaði hönd hans að hreyfast og skrifa, þar sem hann sat við borð og fyrstu orðin voru ástarorð til hans að handan. „Þetta er svo stór saga í eðli sínu að ég vissi ekki hvernig ég ætti að finna henni farveg. Sumir mundu segja: Þetta er kvikmynd. Aðrir: Þetta er skáldsaga – en flestar mínar hugmyndir leita í leikhús. Það tók mig hins vegar talsverðan tíma að fjarlægja mig sögunni og búa til listaverk úr henni,“ segir Sigtryggur. Hann ólst upp í húsi langafa síns og langömmu í Reykjahverfi í Suður-Þingeyjarsýslu og því er hann ánægður með að fá að sýna leikritið í Dillonshúsi sem tilheyri gömlum tíma. „Það er einhver eilífð á þessum stað sem passar akkúrat verkinu. Í því er ung kona sem flýr erfiðleikana í sínu ástalífi í þá kyrrstöðu sem ríkir hjá afa hennar. Hann hefur einangrað sig og hún ekki hitt hann í tuttugu og tvö ár.“ Þetta er fimmta leikverk Sigtryggs og hann hefur áður sýnt á óhefðbundnum stöðum, til dæmis heima hjá sér og á strippklúbbi. „Það sem er gaman við að sýna á skrítnum stöðum er að þá fær maður svo hugrakka áhorfendur,“ segir hann. „Það er jú visst öryggi í því að setjast í sitt númeraða sæti í leikhúsi en þegar fólk er í svona mikilli nálægð við leikarana er það ekki bara að taka inn verkið sjálft heldur miklu meira og mörk leiks og veruleika verða óljós.“ Hann reiknar með að um þrjátíu áhorfendur rúmist í stofunni í Dillonshúsi og hlær þegar því er slegið fram að þá standi sýningar í nokkur ár. „Það fer eftir hvernig gengur. Við stefnum á sex sýningar núna á einni viku.“ Leikstjóri verksins er Una Þorleifsdóttir og með hlutverkin fara Hjalti Rögnvaldsson og Svandís Dóra Einarsdóttir, sambýliskona Sigtryggs. Búningar eru eftir Agnieszku Baranowsku og höfundurinn ber lof á allt þetta fólk. Nú er himneska sumarið komið tekur um það bil eina og hálfa klukkustund í sýningu. Miðapantanir eru á himneska@gmail.com og nánari upplýsingar eru á Facebook-síðu sýningarinnar.
Menning Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira