Þráin eftir 2007 Ólafur Þ. Stephensen skrifar 13. apríl 2013 07:00 Íslendingar voru hæstánægðir með lífskjörin eins og þau voru árið 2007, þrátt fyrir nokkrar hjáróma raddir sem bentu á að líklega væru þau innistæðulaus; byggð annars vegar á of hátt skráðri krónu og hins vegar á lántökum. Þegar spilaborgin hrundi varð fólk reitt. Við höfðum verið plötuð. Því miður virðist sem stór hluti þjóðarinnar hafi kosið að horfast ekki í augu við að 2007-lífskjörin voru gervilífskjör. Þráin eftir að endurheimta þau, og það sem fyrst, er enn fyrir hendi. Kosningarnar 2009 snerust ekki sízt um loforð vinstriflokkanna um að slá um heimilin margfræga skjaldborg. Fyrirheit þeirra um að gera betur en „vanhæfa ríkisstjórnin“ fleyttu þeim inn í stjórnarráðið. Augljóslega skildu margir loforðið þannig að í því fælist meðal annars að koma skuldum heimilanna aftur í það horf sem þær voru fyrir hrun, eða gera jafnvel betur en það, því að margir voru komnir í vandræði með að borga af lánunum sínum áður en krónan hrundi. Þetta var aldrei raunsætt markmið. Skuldurum hafa boðizt margvísleg úrræði en svona glæsileg eru þau ekki. Nú er vinstristjórnin rúin trausti. Um þriðjungur kjósenda hefur fundið sér nýtt uppáhald, Framsóknarflokkinn, sem býður upp á að „leiðrétta“ villuna sem hrunið fól í sér og skrúfa fasteignalán fólks niður um tuttugu prósent. Loforðið hefur skrúfað fylgi flokksins upp um hér um bil tuttugu prósentustig. Þá virðist skipta litlu máli þótt loforð Framsóknar sé innistæðulaust og litlar líkur á að hægt verði að uppfylla það. Sérfræðingar hafa bent á að 300 milljarða hagnaðurinn, sem á með einhverjum undraverðum hætti að koma út úr samningum ríkisins við erlenda krónueigendur og kröfuhafa, sé langt frá því fastur í hendi. Fréttablaðið sagði til dæmis frá því í gær að þverpólitíska nefndin sem stofnuð var um afnám gjaldeyrishafta varaði við því að fara í sértæka aðgerð eins og að semja um krónueignirnar. Fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni, Sigurður Hannesson, segir: „Það þýðir það að menn mega ekki reyna að setja einhverja plástra á einhver sár, heldur fáum við plan sem leysir þetta á öllum sviðum. Hvort sem það er snjóhengjan, nauðasamningar, skuldaskil gömlu bankanna, sala á nýju bönkunum og svo framvegis.“ Risavaxið samkomulag af þessu tagi verður ekki hrist fram úr erminni. Bolli Héðinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, bendir á það augljósa; að ef þeir sem komast í næstu ríkisstjórn hafi lofað að nota hagnað af samningum sem fyrst versni samningsstaða Íslands. Kosningaloforðið er heldur ekki útfært. Hverjir eiga að njóta þess? Eiga þeir sem eru þegar búnir að nýta úrræði á borð við höfuðstólslækkun eða 110 prósenta leiðina að fá 20 prósenta niðurfellingu eða fá þeir minna, jafnvel ekki neitt? Því er ósvarað. Hættan er sú að fljóti framsóknarmenn inn í ríkisstjórn á loforðinu um skuldaleiðréttingu fari mjög fljótlega fyrir þeim eins og núverandi stjórnarflokkum; þeir geti ekki staðið við stóru orðin og fylgið verði fljótlega leiðrétt um tugi prósenta. Í þessari kosningabaráttu er illu heilli enn bráðari skortur en í þeirri síðustu á stjórnmálamönnum sem þora að horfa í augun á kjósendum og segja: Við skulum gera okkar bezta en 2007-lífskjörin fáið þið ekki aftur. Við eigum ekki fyrir þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Ólafur Stephensen Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Íslendingar voru hæstánægðir með lífskjörin eins og þau voru árið 2007, þrátt fyrir nokkrar hjáróma raddir sem bentu á að líklega væru þau innistæðulaus; byggð annars vegar á of hátt skráðri krónu og hins vegar á lántökum. Þegar spilaborgin hrundi varð fólk reitt. Við höfðum verið plötuð. Því miður virðist sem stór hluti þjóðarinnar hafi kosið að horfast ekki í augu við að 2007-lífskjörin voru gervilífskjör. Þráin eftir að endurheimta þau, og það sem fyrst, er enn fyrir hendi. Kosningarnar 2009 snerust ekki sízt um loforð vinstriflokkanna um að slá um heimilin margfræga skjaldborg. Fyrirheit þeirra um að gera betur en „vanhæfa ríkisstjórnin“ fleyttu þeim inn í stjórnarráðið. Augljóslega skildu margir loforðið þannig að í því fælist meðal annars að koma skuldum heimilanna aftur í það horf sem þær voru fyrir hrun, eða gera jafnvel betur en það, því að margir voru komnir í vandræði með að borga af lánunum sínum áður en krónan hrundi. Þetta var aldrei raunsætt markmið. Skuldurum hafa boðizt margvísleg úrræði en svona glæsileg eru þau ekki. Nú er vinstristjórnin rúin trausti. Um þriðjungur kjósenda hefur fundið sér nýtt uppáhald, Framsóknarflokkinn, sem býður upp á að „leiðrétta“ villuna sem hrunið fól í sér og skrúfa fasteignalán fólks niður um tuttugu prósent. Loforðið hefur skrúfað fylgi flokksins upp um hér um bil tuttugu prósentustig. Þá virðist skipta litlu máli þótt loforð Framsóknar sé innistæðulaust og litlar líkur á að hægt verði að uppfylla það. Sérfræðingar hafa bent á að 300 milljarða hagnaðurinn, sem á með einhverjum undraverðum hætti að koma út úr samningum ríkisins við erlenda krónueigendur og kröfuhafa, sé langt frá því fastur í hendi. Fréttablaðið sagði til dæmis frá því í gær að þverpólitíska nefndin sem stofnuð var um afnám gjaldeyrishafta varaði við því að fara í sértæka aðgerð eins og að semja um krónueignirnar. Fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni, Sigurður Hannesson, segir: „Það þýðir það að menn mega ekki reyna að setja einhverja plástra á einhver sár, heldur fáum við plan sem leysir þetta á öllum sviðum. Hvort sem það er snjóhengjan, nauðasamningar, skuldaskil gömlu bankanna, sala á nýju bönkunum og svo framvegis.“ Risavaxið samkomulag af þessu tagi verður ekki hrist fram úr erminni. Bolli Héðinsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, bendir á það augljósa; að ef þeir sem komast í næstu ríkisstjórn hafi lofað að nota hagnað af samningum sem fyrst versni samningsstaða Íslands. Kosningaloforðið er heldur ekki útfært. Hverjir eiga að njóta þess? Eiga þeir sem eru þegar búnir að nýta úrræði á borð við höfuðstólslækkun eða 110 prósenta leiðina að fá 20 prósenta niðurfellingu eða fá þeir minna, jafnvel ekki neitt? Því er ósvarað. Hættan er sú að fljóti framsóknarmenn inn í ríkisstjórn á loforðinu um skuldaleiðréttingu fari mjög fljótlega fyrir þeim eins og núverandi stjórnarflokkum; þeir geti ekki staðið við stóru orðin og fylgið verði fljótlega leiðrétt um tugi prósenta. Í þessari kosningabaráttu er illu heilli enn bráðari skortur en í þeirri síðustu á stjórnmálamönnum sem þora að horfa í augun á kjósendum og segja: Við skulum gera okkar bezta en 2007-lífskjörin fáið þið ekki aftur. Við eigum ekki fyrir þeim.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun