14 ára undrabarn leikur á Masters Jón Júlíus Karlsson skrifar 11. apríl 2013 10:30 Tianlang Guan tekur þátt í Mastersmótinu í ár og setur með því nýtt met. Nordicphotos/Getty Fjórtán ára gamall drengur frá Kína mun skrá nafn sitt í metabækurnar á Masters-mótinu í ár þegar hann verður yngsti kylfingurinn í sögu mótsins til að taka þátt. Guan Tianlang vann sér inn keppnisrétt í mótinu með því að sigra á Opna asíska áhugamannamótinu en helstu áhugamannameistarar fá boð í mótið. Guan mætti á Augusta National fyrir þremur vikum og hefur æft stíft í aðdraganda mótsins. Guan lék á mánudag níu holur með Tiger Woods og var besti kylfingur heims heillaður af kínverska undrabarninu. Woods sagði að leikur Guan og ákvörðunartaka væri líkari því sem er hjá kylfingi við þrítugsaldur en hjá unglingi frá Kína. Guan hefur engu að tapa og allt að vinna á Masters-mótinu. Sökum aldurs hefur hann ekki sama líkamlega styrk og flestir mótherjar hans í mótinu. Hann slær talsvert styttra en þeir bestu en er með mjög gott stutta spil sem mun hjálpa honum. „Það verður smá pressa á mér en ég ætla ekki að setja of mikla pressu á sjálfan mig. Ég ætla að njóta þess að að spila á Masters-mótinu,“ segir Guan. Hann mun slá við meti Ítalans Matteo Manassero sem var 16 ára þegar hann lék á Masters fyrir þremur árum. „Ég hef sjálfstraust og veit að ég get spilað vel. Ég ætla að spila minn eigin leik eins og ég er vanur. Ég mun ekki fara fram úr sjálfum mér,“ segir Guan. Það er í raun stórkostlegt afrek að Guan skuli vera að fara að leika á Masters-mótinu. Guan er greinilega gríðarlega efnilegur kylfingur og hver veit nema að hann slái í gegn á mótinu í ár. Alveg sama hver árangur hans verður þá er nafn hans komið til að vera í sögubókunum á Augusta National. Hvað varst þú að gera þegar þú varst 14 ára?Sportið á Vísi er komið á Facebook. Vertu með. Golf Tengdar fréttir Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. 11. apríl 2013 09:00 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Meiðsli Rodri verri en menn héldu Enski boltinn Fleiri fréttir Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Sjá meira
Fjórtán ára gamall drengur frá Kína mun skrá nafn sitt í metabækurnar á Masters-mótinu í ár þegar hann verður yngsti kylfingurinn í sögu mótsins til að taka þátt. Guan Tianlang vann sér inn keppnisrétt í mótinu með því að sigra á Opna asíska áhugamannamótinu en helstu áhugamannameistarar fá boð í mótið. Guan mætti á Augusta National fyrir þremur vikum og hefur æft stíft í aðdraganda mótsins. Guan lék á mánudag níu holur með Tiger Woods og var besti kylfingur heims heillaður af kínverska undrabarninu. Woods sagði að leikur Guan og ákvörðunartaka væri líkari því sem er hjá kylfingi við þrítugsaldur en hjá unglingi frá Kína. Guan hefur engu að tapa og allt að vinna á Masters-mótinu. Sökum aldurs hefur hann ekki sama líkamlega styrk og flestir mótherjar hans í mótinu. Hann slær talsvert styttra en þeir bestu en er með mjög gott stutta spil sem mun hjálpa honum. „Það verður smá pressa á mér en ég ætla ekki að setja of mikla pressu á sjálfan mig. Ég ætla að njóta þess að að spila á Masters-mótinu,“ segir Guan. Hann mun slá við meti Ítalans Matteo Manassero sem var 16 ára þegar hann lék á Masters fyrir þremur árum. „Ég hef sjálfstraust og veit að ég get spilað vel. Ég ætla að spila minn eigin leik eins og ég er vanur. Ég mun ekki fara fram úr sjálfum mér,“ segir Guan. Það er í raun stórkostlegt afrek að Guan skuli vera að fara að leika á Masters-mótinu. Guan er greinilega gríðarlega efnilegur kylfingur og hver veit nema að hann slái í gegn á mótinu í ár. Alveg sama hver árangur hans verður þá er nafn hans komið til að vera í sögubókunum á Augusta National. Hvað varst þú að gera þegar þú varst 14 ára?Sportið á Vísi er komið á Facebook. Vertu með.
Golf Tengdar fréttir Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. 11. apríl 2013 09:00 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Meiðsli Rodri verri en menn héldu Enski boltinn Fleiri fréttir Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Sjá meira
Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. 11. apríl 2013 09:00
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti