Golfið er alltaf númer eitt Jón Júlíus Karlsson skrifar 11. apríl 2013 11:30 Græni jakkinn kallar á gríðarlega athygli Bubba Watson vann Masters-mótið í fyrra og hér sést hann mæta í viðtal í þætti David Letterman. nordicphotos/Getty Bubba Watson vann Masters-mótið í fyrra og leitaði sér ráða um hvernig best væri að vinna með alla athyglina frá aðdáendum og fjölmiðlum. Bandaríski kylfingurinn Bubba Watson á titil að verja á Augusta National-vellinum á Masters-mótinu. Hann vann mótið í fyrra eftir bráðabana við Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku. Watson sló ótrúlegu höggi úr vonlausri stöðu inn á flöt á annarri holu bráðabanans og tryggði sér sigur. Höggið er talið eitt það ótrúlegasta í sögu golfsins en Watson náði að láta boltann taka nánast 90 gráðu vinkilbeygju og inn á flöt í fuglafæri eftir að hafa verið umkringdur trjám. Watson er einn af skemmtilegri kylfingum á PGA-mótaröðinni. Hann er ærslafullur bæði innan vallar sem utan og leikur hans er ólíkur leik flestra. Þótt alla dreymi um að vinna risamót fylgir því oft aukin athygli og í íþróttum getur það haft slæm áhrif á frammistöðu. Watson hefur fundið fyrir athyglinni„Ég leitaði til nokkurra leikmanna eins og Graeme McDowell, (Rory) McIlroy, spurði Tiger og fleiri ráða. Ég spurði hvernig maður ætti að höndla alla þessa athygli frá aðdáendum og fjölmiðlum? Allt verður þetta til þess að maður fjarlægist golfið,“ segir Watson. Það varð honum kannski til happs að hann og eiginkona hans, Angie, ættleiddu á sama tíma son og því fór mikill tími hjá Watson í að annast nýjasta fjölskyldumeðliminn. „Ég sleppti nokkrum mótum eftir að við eignuðumst Caleb. Ég náði þar með að slaka á með fjölskyldunni og endurstilla mig.“ Golfið í fyrsta sætiðWatson hefur ekki unnið mót síðan hann sigraði á Masters fyrir ári. Hann hefur lítinn áhuga á því að falla í gleymsku sem kylfingur sem sigraði bara á einu risamóti. „Ég vil ekki verða þekktur fyrir að hafa unnið eitt mót. Ég ætla mér stærri hluti en það,“ segir Watson. Hann gæti vel orðið fjórði kylfingurinn í sögu Masters-mótsins til að verja titil sinn um helgina. Jack Nicklaus, Nick Faldo og Tiger Woods hafa afrekað það. Þó að Watson hafi ekki leiðst að sýna sig í spjallþáttum í græna jakkanum eftir sigurinn á síðasta ári heldur hann báðum fótum á jörðinni. „Umboðsmaðurinn minn gaf mér gott ráð strax eftir sigurinn á Masters. Hann ráðlagði mér að setja golfið í fyrsta sætið. Við sögðum nei við mörgum beiðnum frá fjölmiðlum. Bubba Watson er fyrst og fremst kylfingur, höfðum þetta einfalt og golf var alltaf númer eitt.“ Golf Tengdar fréttir Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. 11. apríl 2013 09:00 14 ára undrabarn leikur á Masters Fjórtán ára gamall drengur frá Kína mun skrá nafn sitt í metabækurnar á Masters-mótinu í ár þegar hann verður yngsti kylfingurinn í sögu mótsins til að taka þátt. 11. apríl 2013 10:30 Potter yngri sigraði en Wozniacki stal senunni Bandaríkjamaðurinn Ted Potter Jr. kom, sá og sigraði í hinni árlegu par 3 keppni sem fram fer daginn fyrir Masters-mótið í golfi. 11. apríl 2013 09:30 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bubba Watson vann Masters-mótið í fyrra og leitaði sér ráða um hvernig best væri að vinna með alla athyglina frá aðdáendum og fjölmiðlum. Bandaríski kylfingurinn Bubba Watson á titil að verja á Augusta National-vellinum á Masters-mótinu. Hann vann mótið í fyrra eftir bráðabana við Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku. Watson sló ótrúlegu höggi úr vonlausri stöðu inn á flöt á annarri holu bráðabanans og tryggði sér sigur. Höggið er talið eitt það ótrúlegasta í sögu golfsins en Watson náði að láta boltann taka nánast 90 gráðu vinkilbeygju og inn á flöt í fuglafæri eftir að hafa verið umkringdur trjám. Watson er einn af skemmtilegri kylfingum á PGA-mótaröðinni. Hann er ærslafullur bæði innan vallar sem utan og leikur hans er ólíkur leik flestra. Þótt alla dreymi um að vinna risamót fylgir því oft aukin athygli og í íþróttum getur það haft slæm áhrif á frammistöðu. Watson hefur fundið fyrir athyglinni„Ég leitaði til nokkurra leikmanna eins og Graeme McDowell, (Rory) McIlroy, spurði Tiger og fleiri ráða. Ég spurði hvernig maður ætti að höndla alla þessa athygli frá aðdáendum og fjölmiðlum? Allt verður þetta til þess að maður fjarlægist golfið,“ segir Watson. Það varð honum kannski til happs að hann og eiginkona hans, Angie, ættleiddu á sama tíma son og því fór mikill tími hjá Watson í að annast nýjasta fjölskyldumeðliminn. „Ég sleppti nokkrum mótum eftir að við eignuðumst Caleb. Ég náði þar með að slaka á með fjölskyldunni og endurstilla mig.“ Golfið í fyrsta sætiðWatson hefur ekki unnið mót síðan hann sigraði á Masters fyrir ári. Hann hefur lítinn áhuga á því að falla í gleymsku sem kylfingur sem sigraði bara á einu risamóti. „Ég vil ekki verða þekktur fyrir að hafa unnið eitt mót. Ég ætla mér stærri hluti en það,“ segir Watson. Hann gæti vel orðið fjórði kylfingurinn í sögu Masters-mótsins til að verja titil sinn um helgina. Jack Nicklaus, Nick Faldo og Tiger Woods hafa afrekað það. Þó að Watson hafi ekki leiðst að sýna sig í spjallþáttum í græna jakkanum eftir sigurinn á síðasta ári heldur hann báðum fótum á jörðinni. „Umboðsmaðurinn minn gaf mér gott ráð strax eftir sigurinn á Masters. Hann ráðlagði mér að setja golfið í fyrsta sætið. Við sögðum nei við mörgum beiðnum frá fjölmiðlum. Bubba Watson er fyrst og fremst kylfingur, höfðum þetta einfalt og golf var alltaf númer eitt.“
Golf Tengdar fréttir Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. 11. apríl 2013 09:00 14 ára undrabarn leikur á Masters Fjórtán ára gamall drengur frá Kína mun skrá nafn sitt í metabækurnar á Masters-mótinu í ár þegar hann verður yngsti kylfingurinn í sögu mótsins til að taka þátt. 11. apríl 2013 10:30 Potter yngri sigraði en Wozniacki stal senunni Bandaríkjamaðurinn Ted Potter Jr. kom, sá og sigraði í hinni árlegu par 3 keppni sem fram fer daginn fyrir Masters-mótið í golfi. 11. apríl 2013 09:30 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Klæðist heilsuhraustur Tiger græna jakkanum í fimmta sinn? Tiger Woods er sá kylfingur sem flestir veðja á í aðdraganda Masters-mótsins í ár. Hann er á ný í efsta sæti heimslistans í golfi eftir að hafa unnið þrjú mót í PGA-mótaröðinni í ár og er í góðu formi fyrir fyrsta risamót ársins. 11. apríl 2013 09:00
14 ára undrabarn leikur á Masters Fjórtán ára gamall drengur frá Kína mun skrá nafn sitt í metabækurnar á Masters-mótinu í ár þegar hann verður yngsti kylfingurinn í sögu mótsins til að taka þátt. 11. apríl 2013 10:30
Potter yngri sigraði en Wozniacki stal senunni Bandaríkjamaðurinn Ted Potter Jr. kom, sá og sigraði í hinni árlegu par 3 keppni sem fram fer daginn fyrir Masters-mótið í golfi. 11. apríl 2013 09:30