Verk að vinna hjá PSG og Juventus 10. apríl 2013 14:15 verður hann með? Messi fagnar í fyrri leiknum. Óvissa er með þátttöku hans í kvöld.nordicphotos/getty Síðustu farmiðarnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu verða gefnir út í kvöld. Þá tekur Barcelona á móti PSG og Bayern München sækir Juventus heim. Bayern er í fínum málum eftir 2-0 sigur á heimavelli gegn Juventus. Barcelona nældi í 2-2 jafntefli gegn PSG í Frakklandi og stendur því vel að vígi fyrir leikinn á heimavelli sínum í kvöld. Helsta áhyggjuefni Barcelona er þó hugsanleg fjarvera besta knattspyrnumanns heims, Lionels Messi. Hann meiddist í fyrri leik liðanna og gat ekki leikið með Barcelona um helgina. Það er því óvíst hvort hann getur spilað í kvöld. „Það kemur bara í ljós er nær dregur leik hvort Messi getur spilað. Það veltur allt á því hvernig honum líður," sagði miðjumaður liðsins, Andres Iniesta, en hann segir að liðið eigi að geta klárað PSG án Messi. „Messi er að sjálfsögðu gríðarlega mikilvægur fyrir okkur. Við erum samt ekki háðir honum. Við erum með gott lið og það geta margir menn skorað mörk fyrir okkur. Leo er vissulega númer eitt hjá okkur og við þurfum á honum að halda til þess að vinna titla." Jupp Heynckes, þjálfari Bayern, er bjartsýnn fyrir hönd sinna manna. Hann má það vel enda er hans lið í góðri stöðu. „Juventus er frábært lið og hefur ítrekað sannað það í vetur. Liðið mun reyna að afreka hið ómögulega gegn okkur," sagði Heynckes kokhraustur en hans lið varð þýskur meistari um helgina. Markvörður Juventus, Gianluigi Buffon, hefði getað gert betur í báðum mörkunum í fyrri leiknum og Franz Beckenbauer kallaði hann ellilífeyrisþega eftir leikinn. Heynckes ber meiri virðingu fyrir honum en Beckenbauer. „Fyrir mér er Buffon einn besti markvörður sögunnar. Hann er goðsögn í mínum augum. Frábær maður og markvörður." Leikirnir hefjast klukkan 18.45 og eru í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
Síðustu farmiðarnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu verða gefnir út í kvöld. Þá tekur Barcelona á móti PSG og Bayern München sækir Juventus heim. Bayern er í fínum málum eftir 2-0 sigur á heimavelli gegn Juventus. Barcelona nældi í 2-2 jafntefli gegn PSG í Frakklandi og stendur því vel að vígi fyrir leikinn á heimavelli sínum í kvöld. Helsta áhyggjuefni Barcelona er þó hugsanleg fjarvera besta knattspyrnumanns heims, Lionels Messi. Hann meiddist í fyrri leik liðanna og gat ekki leikið með Barcelona um helgina. Það er því óvíst hvort hann getur spilað í kvöld. „Það kemur bara í ljós er nær dregur leik hvort Messi getur spilað. Það veltur allt á því hvernig honum líður," sagði miðjumaður liðsins, Andres Iniesta, en hann segir að liðið eigi að geta klárað PSG án Messi. „Messi er að sjálfsögðu gríðarlega mikilvægur fyrir okkur. Við erum samt ekki háðir honum. Við erum með gott lið og það geta margir menn skorað mörk fyrir okkur. Leo er vissulega númer eitt hjá okkur og við þurfum á honum að halda til þess að vinna titla." Jupp Heynckes, þjálfari Bayern, er bjartsýnn fyrir hönd sinna manna. Hann má það vel enda er hans lið í góðri stöðu. „Juventus er frábært lið og hefur ítrekað sannað það í vetur. Liðið mun reyna að afreka hið ómögulega gegn okkur," sagði Heynckes kokhraustur en hans lið varð þýskur meistari um helgina. Markvörður Juventus, Gianluigi Buffon, hefði getað gert betur í báðum mörkunum í fyrri leiknum og Franz Beckenbauer kallaði hann ellilífeyrisþega eftir leikinn. Heynckes ber meiri virðingu fyrir honum en Beckenbauer. „Fyrir mér er Buffon einn besti markvörður sögunnar. Hann er goðsögn í mínum augum. Frábær maður og markvörður." Leikirnir hefjast klukkan 18.45 og eru í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira