Aumir brosvöðvar eftir góða sýningu Sara McMahon skrifar 8. apríl 2013 11:00 Norðmaðurinn Jonas Kinge átti góða spretti í Þjóðleikhúskjallaranum. Uppistand. Kanada Ísland Noregur. Fram komu: Ari Eldjárn, Jonas Kinge Bergland og Craig Campbell. Þjóðleikhúskjallarinn 5. apríl. Uppistandssýningin Kanada Ísland Noregur fór fram á sviði Þjóðleikhúskjallarans á föstudag. Önnur sýning fór fram í menningarhúsinu Hofi á Akureyri á laugardag. Sýningin í Þjóðleikhúsinu var vel lukkuð og hófst kvöldið með Ara Eldjárn sem hefur getið sér gott orð sem einn fremsti uppistandari þjóðarinnar. Ari var pottþéttur að venju og virðist duglegur að bæta við efnið sitt, laga það og breyta því á þann hátt að það gerir ekkert til þó áhorfandinn hafi heyrt brandarann áður; hann er alveg jafn fyndinn í annað sinn. Næstur á svið var Norðmaðurinn Jonas Kinge Bergland, sá er einn af vinsælustu grínistum Noregs og vann til að mynda til verðlauna fyrir bestu uppistandssýninguna í Noregi árið 2012. Bergland var nokkuð skemmtilegur og átti góða spretti en stundum virtist sem tungumálið væri að hefta hann (Bergland flutti efni sitt á ensku). Kanadamaðurinn Craig Campbell sló botninn í dagskrána. Hann er reynslumikill uppistandari og hefur starfað sem slíkur í um tvo áratugi. Campbell er mikill og skemmtilegur sögumaður og einkenndist efni hans af löngum, bráðfyndnum reynslusögum. Leikrænir tilburðir Campbells glæddu svo frásagnir hans enn meira lífi og með þessu tókst honum að draga upp svo ljóslifandi mynd af atburðinum að manni þótti sem maður hafði sjálfur verið á staðnum. Það gerir flestum gott að kútveltast um af hlátri af og til. Uppistandssýningar sem þessar eru nánast hálfgerð þerapía því áhorfandinn gengur út glaður í sinni þrátt fyrir eilítið auma brosvöðva. Niðurstaða: Vel lukkuð sýning. Craig Campbell bar af með skemmtilegum sögum og leikrænum tilburðum sínum.Jóhann Alfreð og Þorsteinn Guðmundsson grínarar.Emil Karel og Guðrún Hjördís.Jón Mýrdal var í góðum gír í kjallaranum.Halla Káradóttir og Lóa Björk Björnsdóttir.Uppistandararnir Ari Eldjárn, Craig Campell og Jonas Kinge fyrir sýningu. Gagnrýni Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Uppistand. Kanada Ísland Noregur. Fram komu: Ari Eldjárn, Jonas Kinge Bergland og Craig Campbell. Þjóðleikhúskjallarinn 5. apríl. Uppistandssýningin Kanada Ísland Noregur fór fram á sviði Þjóðleikhúskjallarans á föstudag. Önnur sýning fór fram í menningarhúsinu Hofi á Akureyri á laugardag. Sýningin í Þjóðleikhúsinu var vel lukkuð og hófst kvöldið með Ara Eldjárn sem hefur getið sér gott orð sem einn fremsti uppistandari þjóðarinnar. Ari var pottþéttur að venju og virðist duglegur að bæta við efnið sitt, laga það og breyta því á þann hátt að það gerir ekkert til þó áhorfandinn hafi heyrt brandarann áður; hann er alveg jafn fyndinn í annað sinn. Næstur á svið var Norðmaðurinn Jonas Kinge Bergland, sá er einn af vinsælustu grínistum Noregs og vann til að mynda til verðlauna fyrir bestu uppistandssýninguna í Noregi árið 2012. Bergland var nokkuð skemmtilegur og átti góða spretti en stundum virtist sem tungumálið væri að hefta hann (Bergland flutti efni sitt á ensku). Kanadamaðurinn Craig Campbell sló botninn í dagskrána. Hann er reynslumikill uppistandari og hefur starfað sem slíkur í um tvo áratugi. Campbell er mikill og skemmtilegur sögumaður og einkenndist efni hans af löngum, bráðfyndnum reynslusögum. Leikrænir tilburðir Campbells glæddu svo frásagnir hans enn meira lífi og með þessu tókst honum að draga upp svo ljóslifandi mynd af atburðinum að manni þótti sem maður hafði sjálfur verið á staðnum. Það gerir flestum gott að kútveltast um af hlátri af og til. Uppistandssýningar sem þessar eru nánast hálfgerð þerapía því áhorfandinn gengur út glaður í sinni þrátt fyrir eilítið auma brosvöðva. Niðurstaða: Vel lukkuð sýning. Craig Campbell bar af með skemmtilegum sögum og leikrænum tilburðum sínum.Jóhann Alfreð og Þorsteinn Guðmundsson grínarar.Emil Karel og Guðrún Hjördís.Jón Mýrdal var í góðum gír í kjallaranum.Halla Káradóttir og Lóa Björk Björnsdóttir.Uppistandararnir Ari Eldjárn, Craig Campell og Jonas Kinge fyrir sýningu.
Gagnrýni Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira