Gæti reynst fordæmisgefandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. apríl 2013 08:30 Útlit er fyrir að Kári muni ekki spila félagsliðshandbolta aftur fyrr en á næsta tímabili, en þá verður hann genginn til liðs við Bjerringbro/Silkeborg í Danmörku.fréttablaðið/stefán Kári Kristján Kristjánsson segist hafa spilað með íslenska landsliðinu gegn Slóveníu á miðvikudagskvöldið í góðri trú, enda hafi hann fengið leyfi frá læknum Wetzlar til að taka sig af sjúkralista félagsins. Svo virðist hins vegar að það hafi ekki verið gert og að nú standi orð gegn orði. Wetzlar sagði upp samningi Kára strax daginn eftir leik. Það kom línumanninum sterka í opna skjöldu og kippti strákunum öllum niður á jörðina eftir frækilegan sigur í Slóveníu, þar sem Kári var í lykilhlutverki á lokamínútunum. „Vinnubrögðin hjá Wetzlar í þessu máli eru gjörsamlega fáránleg og óskiljanleg," sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir enn fremur að enginn frá HSÍ hefði heyrt neitt frá Wetzlar um að hann mætti ekki spila. „Ekki orð. Ég var búinn að hafa samband við öll þau félög sem eiga leikmenn í landsliðinu og biðja um að fá þá lausa á ákveðnum tímum. Ef félög vilja setja sig upp á móti því verða þau að hafa samband. Það var ekki gert," segir hann. Svo virðist sem mönnum beri ekki saman um málavexti. Kári segir að hann hafi verið skráður á sjúkralista Wetzlar til 4. apríl en fengið leyfi tveggja lækna félagsins til að flýta þeirri dagsetningu um tvo daga. Til grundvallar lá læknisskoðun hjá íslenska landsliðinu þar sem Kári var metinn leikfær. „Ég fékk mjög skýrt svar frá tveimur læknum Wetzlar. Þeir sögðu báðir já," sagði Kári við Fréttablaðið. „Ég stóð við mitt og sinnti tilkynningaskyldunni. Viðbrögðin komu mér svo algjörlega í opna skjöldu – annars væri ég ekki að segja mína hlið málsins." Kári er byrjaður að skoða sína stöðu í samstarfi við HSÍ og lögfræðinga og umboðsmenn í Þýskalandi. Málið er því á viðkvæmu stigi og gæti reynst fordæmisgefandi fyrir öll landslið handboltaheimsins, eftir því sem Aron segir. „Ef félög hafa völd til að halda mönnum á sjúkralista þó svo að þeir séu leikfærir er alþjóðlegur handbolti í mikilli hættu. Kári var að koma til baka eftir erfiða aðgerð þar sem æxli var fjarlægt úr baki hans. Hann hafði lagt hart að sér til að ná heilsu og reynist svo í lagi fyrir mikilvægan landsleik, þar sem hann stendur sig vel. Svo fær hann þessa tusku í andlitið. Mér finnst mjög skrýtin lykt af þessu máli." Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sjá meira
Kári Kristján Kristjánsson segist hafa spilað með íslenska landsliðinu gegn Slóveníu á miðvikudagskvöldið í góðri trú, enda hafi hann fengið leyfi frá læknum Wetzlar til að taka sig af sjúkralista félagsins. Svo virðist hins vegar að það hafi ekki verið gert og að nú standi orð gegn orði. Wetzlar sagði upp samningi Kára strax daginn eftir leik. Það kom línumanninum sterka í opna skjöldu og kippti strákunum öllum niður á jörðina eftir frækilegan sigur í Slóveníu, þar sem Kári var í lykilhlutverki á lokamínútunum. „Vinnubrögðin hjá Wetzlar í þessu máli eru gjörsamlega fáránleg og óskiljanleg," sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir enn fremur að enginn frá HSÍ hefði heyrt neitt frá Wetzlar um að hann mætti ekki spila. „Ekki orð. Ég var búinn að hafa samband við öll þau félög sem eiga leikmenn í landsliðinu og biðja um að fá þá lausa á ákveðnum tímum. Ef félög vilja setja sig upp á móti því verða þau að hafa samband. Það var ekki gert," segir hann. Svo virðist sem mönnum beri ekki saman um málavexti. Kári segir að hann hafi verið skráður á sjúkralista Wetzlar til 4. apríl en fengið leyfi tveggja lækna félagsins til að flýta þeirri dagsetningu um tvo daga. Til grundvallar lá læknisskoðun hjá íslenska landsliðinu þar sem Kári var metinn leikfær. „Ég fékk mjög skýrt svar frá tveimur læknum Wetzlar. Þeir sögðu báðir já," sagði Kári við Fréttablaðið. „Ég stóð við mitt og sinnti tilkynningaskyldunni. Viðbrögðin komu mér svo algjörlega í opna skjöldu – annars væri ég ekki að segja mína hlið málsins." Kári er byrjaður að skoða sína stöðu í samstarfi við HSÍ og lögfræðinga og umboðsmenn í Þýskalandi. Málið er því á viðkvæmu stigi og gæti reynst fordæmisgefandi fyrir öll landslið handboltaheimsins, eftir því sem Aron segir. „Ef félög hafa völd til að halda mönnum á sjúkralista þó svo að þeir séu leikfærir er alþjóðlegur handbolti í mikilli hættu. Kári var að koma til baka eftir erfiða aðgerð þar sem æxli var fjarlægt úr baki hans. Hann hafði lagt hart að sér til að ná heilsu og reynist svo í lagi fyrir mikilvægan landsleik, þar sem hann stendur sig vel. Svo fær hann þessa tusku í andlitið. Mér finnst mjög skrýtin lykt af þessu máli."
Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sjá meira