Fjármálakreppa ísuppvakninganna Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 5. apríl 2013 07:00 Þybbinn og léttskeggjaður hermaður með vinalegt andlit hleypur óttasleginn í snjóbyl. Stórvaxinn ísuppvakningur nálgast hermanninn. Dagar hans eru taldir. Á síðustu stundu kemur risastór úlfur aðvífandi og fellir uppvakninginn. Á sama andartaki mæta fleiri hermenn og kveikja í skrímslinu sem deyr. Svona er upphafsatriði fyrsta þáttar þriðja seríu af fantasíusjónvarpsþáttunum Game of Thrones sem sýndur var á mánudag. Rosaleg fantasía á skjánum og allt sem ég gat hugsað um var alþjóðlega fjármálakreppan 2007 og 2008. Í þessum þáttum er nefnilega að finna bestu allegoríu sem ég hef fundið um þá stórkrafta sem að lokum leiddu til fjármálakreppunnar. Svo góða allegoríu að ég get ekki horft á þættina án þess að leiða hugann að þessu. Hvort það segir meira um þættina eða mig er vafamál. Í þáttunum er sagt frá hópi hermanna sem hafast við á risastórum Kínamúr sem reistur var árþúsundum áður til að hindra aðgang þessara blessuðu ísuppvakninga að löndum manna. Þá var hermönnum komið fyrir á veggnum til að verja hann. Ástæða þess að gripið var til þessara rosalegu varúðarráðstafana var sú að ísuppvakningarnir höfðu næstum tortímt löndum manna í stríði. Vandinn er sá að þegar þættirnir gerast hefur hættan næstum gleymst. Herliðið á veggnum er því of fáliðað til að berjast við ísuppvakningana sem hafa látið á sér kræla á ný. Stríð er í aðsigi. En hvað hefur þetta með fjármálakreppuna að gera? Jú, sjáið til. Eftir kreppuna miklu, sem meðal annars stafaði af of mikilli áhættusókn og skuldsetningu í fjármálakerfinu, voru reistir alls konar veggir til þess að koma í veg fyrir að slíkt gæti gerst aftur. Varúðarráðstafanirnar voru kannski of miklar en vandinn er sá að hinar öfgarnar tóku við þegar minningarnar um kreppuna miklu fóru að gleymast. Reglur um fjármálastarfsemi urðu of léttvægar og viðhorf til skuldsetningar og áhættusóknar of jákvæð. Afleiðingin varð að lokum fjármálakreppa. Í raunheimum eins og í fantasíunni var slakað of mikið á varúðarreglum sem endaði með ósköpum. Það er athyglisvert við svona þróun að voða lítið er hægt að gera til að koma í veg fyrir hana. Hvernig getur ein kynslóð séð til þess að sú næsta eða sú þarnæsta hagi sér eins? Menn geta skrifað bækur og sett lög en að lokum hefur það mest að segja um ákvarðanir fólks hvað það finnur á eigin skinni. Þegar allt hefur gengið eins og sögu í áratugi (eða árþúsund) þá verða menn sjálfkrafa of værukærir gagnvart hættum. Og þá verður fjármálakreppa, innrás ísuppvakninga eða eitthvað allt annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Game of Thrones Magnús Þorlákur Lúðvíksson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Þybbinn og léttskeggjaður hermaður með vinalegt andlit hleypur óttasleginn í snjóbyl. Stórvaxinn ísuppvakningur nálgast hermanninn. Dagar hans eru taldir. Á síðustu stundu kemur risastór úlfur aðvífandi og fellir uppvakninginn. Á sama andartaki mæta fleiri hermenn og kveikja í skrímslinu sem deyr. Svona er upphafsatriði fyrsta þáttar þriðja seríu af fantasíusjónvarpsþáttunum Game of Thrones sem sýndur var á mánudag. Rosaleg fantasía á skjánum og allt sem ég gat hugsað um var alþjóðlega fjármálakreppan 2007 og 2008. Í þessum þáttum er nefnilega að finna bestu allegoríu sem ég hef fundið um þá stórkrafta sem að lokum leiddu til fjármálakreppunnar. Svo góða allegoríu að ég get ekki horft á þættina án þess að leiða hugann að þessu. Hvort það segir meira um þættina eða mig er vafamál. Í þáttunum er sagt frá hópi hermanna sem hafast við á risastórum Kínamúr sem reistur var árþúsundum áður til að hindra aðgang þessara blessuðu ísuppvakninga að löndum manna. Þá var hermönnum komið fyrir á veggnum til að verja hann. Ástæða þess að gripið var til þessara rosalegu varúðarráðstafana var sú að ísuppvakningarnir höfðu næstum tortímt löndum manna í stríði. Vandinn er sá að þegar þættirnir gerast hefur hættan næstum gleymst. Herliðið á veggnum er því of fáliðað til að berjast við ísuppvakningana sem hafa látið á sér kræla á ný. Stríð er í aðsigi. En hvað hefur þetta með fjármálakreppuna að gera? Jú, sjáið til. Eftir kreppuna miklu, sem meðal annars stafaði af of mikilli áhættusókn og skuldsetningu í fjármálakerfinu, voru reistir alls konar veggir til þess að koma í veg fyrir að slíkt gæti gerst aftur. Varúðarráðstafanirnar voru kannski of miklar en vandinn er sá að hinar öfgarnar tóku við þegar minningarnar um kreppuna miklu fóru að gleymast. Reglur um fjármálastarfsemi urðu of léttvægar og viðhorf til skuldsetningar og áhættusóknar of jákvæð. Afleiðingin varð að lokum fjármálakreppa. Í raunheimum eins og í fantasíunni var slakað of mikið á varúðarreglum sem endaði með ósköpum. Það er athyglisvert við svona þróun að voða lítið er hægt að gera til að koma í veg fyrir hana. Hvernig getur ein kynslóð séð til þess að sú næsta eða sú þarnæsta hagi sér eins? Menn geta skrifað bækur og sett lög en að lokum hefur það mest að segja um ákvarðanir fólks hvað það finnur á eigin skinni. Þegar allt hefur gengið eins og sögu í áratugi (eða árþúsund) þá verða menn sjálfkrafa of værukærir gagnvart hættum. Og þá verður fjármálakreppa, innrás ísuppvakninga eða eitthvað allt annað.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun