Stóri bróðir í Njarðvík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2013 06:00 Nigel Moore er með 19,9 stig, 7,6 fráköst og 3,8 stoðsendingar að meðaltali í vetur. Liðið er búið að vinna 12 af 19 leikjum síðan að hann kom. Tveir oddaleikir um sæti í undanúrslitum Dominos-deildar karla fara fram í kvöld, annar í Garðabæ (Stjarnan-Keflavík) og hinn í Njarðvík (Snæfell-Njarðvík). Í Hólminum mun reyna á spútniklið Njarðvíkur á móti reynslumiklu liði Snæfells. Lykilmenn Njarðvíkingar hafa ekki mikla reynslu frá slíkum úrslitaleikjum nema kannski einn þeirra. Nigel Moore er 33 ára gamall reynslubolti sem er búinn að spila í mörg ár í Evrópu sem atvinnumaður en að þessu sinni spilar hann við hlið ungu húnanna í Njarðvík. Fjórir lykilmenn liðsins eru tvítugir eða yngri og leikstjórnandi liðsins verður ekki 19 ára fyrr en nóvember.Ekki vanur því að vera elstur „Ég er ekki vanur því að vera elsti maðurinn í liðinu en það er bara hluti af boltanum þegar ferillinn lengist. Þessa stráka vantar kannski smá reynslu en þeir lærðu körfubolta á réttan hátt og þeir kunna að spila körfubolta eins og á að gera það. Þetta var frábær ákvörðun hjá Njarðvíkurstjórninni og þeir vissu augljóslega hvernig leikmenn voru að koma upp," sagði Nigel Moore en er hann pabbinn eða stóri bróðir í liðinu? „Ég myndi frekar segja að mér líði eins og eldri bróður," sagði Moore hlæjandi og bætti við: „Ég reyni að kenna þeim það sem ég get en besta leiðin fyrir þessa stráka til að læra er að fá að prófa hlutina sjálfir. Þeir fá að gera það og sýna að þeir geta það," sagði Moore. Moore var frábær þegar Njarðvík jafnaði metin í leik tvö en hann skoraði 14 stig í fyrsta leikhlutanum og endaði með 30 stig og 13 fráköst. Hann segist hafa viljað bæta fyrir fyrsta leikinn þar sem hann skoraði bara 5 stig. „Mér leið vel í leiknum og ég var mjög ánægður með að okkur tókst að koma sterkir til baka eftir tapið á föstudagskvöldið. Ég held að ég hafi ekki spilað verr í vetur en ég gerði í fyrsta leiknum," sagði Nigel. Nigel Moore er hingað kominn fyrir tilstuðlan Jeb Ivey sem mælti með honum við Einar Árna Jóhannsson þjálfara. Einar Árni þjálfaði Njarðvík og Jeb lék með liðinu þegar Njarðvík varð síðast Íslandsmeistari 2006. „Jeb hafði bara góða hluti að segja um fólkið í Njarðvík," segir Nigel sem var að koma til baka eftir aðgerð í sumar. En hvað með oddaleikinn á móti Snæfelli? „Ég held að það mikilvægasta fyrir okkur sé að spila Njarðvíkurboltann sem er að spila saman og af krafti," sagði Nigel sem hikar ekkert við að gagnrýna sjálfan sig.Ég mætti ekki í leik eitt „Við spiluðum ekki illa í fyrsta leiknum en vandamálið var bara að ég mætti ekki til leiks. Ef ég mæti á fimmtudaginn (í kvöld) þá verður þetta allt annar leikur. Ég lofa því að mæta til leiks," segir Nigel en það munaði 41 framlagsstigi á framlagi hans í leik eitt og tvö. Nigel segir að leikurinn í Hólminum verði erfiður. „Við getum aldrei slakað á gegn Snæfelli því þeir hafa svo mörg vopn í sínu liði. Þeir getað skorað mikið og þess vegna er mikilvægt að við spilum okkar leik. Þetta er mjög hættulegir mótherjar því þeir eru klókir og reynslumiklir," segir Nigel en það er enginn sáttur í Njarðvíkurliðinu þrátt fyrir langþráðan sigur í úrslitakeppni í leik tvö.Vitum hvað við getum „Allt annað en að komast áfram í næstu umferð er ekki nógu gott og þá skiptir engu máli þótt liðið sé að bæta sig. Allir aðrir eru kannski ánægðir með hvað við erum þegar búnir að gera en við sjálfir vitum hvað við getum. Sigur er því það eina sem kemur til greina í kvöld," sagði Nigel Moore að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Fleiri fréttir „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Sjá meira
Tveir oddaleikir um sæti í undanúrslitum Dominos-deildar karla fara fram í kvöld, annar í Garðabæ (Stjarnan-Keflavík) og hinn í Njarðvík (Snæfell-Njarðvík). Í Hólminum mun reyna á spútniklið Njarðvíkur á móti reynslumiklu liði Snæfells. Lykilmenn Njarðvíkingar hafa ekki mikla reynslu frá slíkum úrslitaleikjum nema kannski einn þeirra. Nigel Moore er 33 ára gamall reynslubolti sem er búinn að spila í mörg ár í Evrópu sem atvinnumaður en að þessu sinni spilar hann við hlið ungu húnanna í Njarðvík. Fjórir lykilmenn liðsins eru tvítugir eða yngri og leikstjórnandi liðsins verður ekki 19 ára fyrr en nóvember.Ekki vanur því að vera elstur „Ég er ekki vanur því að vera elsti maðurinn í liðinu en það er bara hluti af boltanum þegar ferillinn lengist. Þessa stráka vantar kannski smá reynslu en þeir lærðu körfubolta á réttan hátt og þeir kunna að spila körfubolta eins og á að gera það. Þetta var frábær ákvörðun hjá Njarðvíkurstjórninni og þeir vissu augljóslega hvernig leikmenn voru að koma upp," sagði Nigel Moore en er hann pabbinn eða stóri bróðir í liðinu? „Ég myndi frekar segja að mér líði eins og eldri bróður," sagði Moore hlæjandi og bætti við: „Ég reyni að kenna þeim það sem ég get en besta leiðin fyrir þessa stráka til að læra er að fá að prófa hlutina sjálfir. Þeir fá að gera það og sýna að þeir geta það," sagði Moore. Moore var frábær þegar Njarðvík jafnaði metin í leik tvö en hann skoraði 14 stig í fyrsta leikhlutanum og endaði með 30 stig og 13 fráköst. Hann segist hafa viljað bæta fyrir fyrsta leikinn þar sem hann skoraði bara 5 stig. „Mér leið vel í leiknum og ég var mjög ánægður með að okkur tókst að koma sterkir til baka eftir tapið á föstudagskvöldið. Ég held að ég hafi ekki spilað verr í vetur en ég gerði í fyrsta leiknum," sagði Nigel. Nigel Moore er hingað kominn fyrir tilstuðlan Jeb Ivey sem mælti með honum við Einar Árna Jóhannsson þjálfara. Einar Árni þjálfaði Njarðvík og Jeb lék með liðinu þegar Njarðvík varð síðast Íslandsmeistari 2006. „Jeb hafði bara góða hluti að segja um fólkið í Njarðvík," segir Nigel sem var að koma til baka eftir aðgerð í sumar. En hvað með oddaleikinn á móti Snæfelli? „Ég held að það mikilvægasta fyrir okkur sé að spila Njarðvíkurboltann sem er að spila saman og af krafti," sagði Nigel sem hikar ekkert við að gagnrýna sjálfan sig.Ég mætti ekki í leik eitt „Við spiluðum ekki illa í fyrsta leiknum en vandamálið var bara að ég mætti ekki til leiks. Ef ég mæti á fimmtudaginn (í kvöld) þá verður þetta allt annar leikur. Ég lofa því að mæta til leiks," segir Nigel en það munaði 41 framlagsstigi á framlagi hans í leik eitt og tvö. Nigel segir að leikurinn í Hólminum verði erfiður. „Við getum aldrei slakað á gegn Snæfelli því þeir hafa svo mörg vopn í sínu liði. Þeir getað skorað mikið og þess vegna er mikilvægt að við spilum okkar leik. Þetta er mjög hættulegir mótherjar því þeir eru klókir og reynslumiklir," segir Nigel en það er enginn sáttur í Njarðvíkurliðinu þrátt fyrir langþráðan sigur í úrslitakeppni í leik tvö.Vitum hvað við getum „Allt annað en að komast áfram í næstu umferð er ekki nógu gott og þá skiptir engu máli þótt liðið sé að bæta sig. Allir aðrir eru kannski ánægðir með hvað við erum þegar búnir að gera en við sjálfir vitum hvað við getum. Sigur er því það eina sem kemur til greina í kvöld," sagði Nigel Moore að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Fleiri fréttir „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Sjá meira
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti