Vantar hóp fólks í bankaatriði 25. mars 2013 10:00 Leikstjórinn Baldvin Z og Birgir Örn steinarsson eru handritshöfundar Vonarstrætis. Mynd/Pjetur Forsvarsmenn kvikmyndarinnar Vonarstræti hafa auglýst eftir fólki til að taka þátt í stóru atriði sem verður tekið upp í dag. Það gerist í samkvæmi árið 2006 í ótilgreindum banka. Um sextíu til sjötíu manns vantar í atriðið. Aðspurður segir leikstjórinn Baldvin Z að tökur á Vonarstræti hafi gengið mjög vel en þær hófust í febrúar. Eitt atriði var tekið upp um daginn á skemmtistaðnum Óbladí þar sem allir helstu utangarðsmenn Reykjavíkur voru samankomnir. "Þeir voru mjög skemmtilegir,“ segir Baldvin Z um utangarðsmennina. Í atriðinu var drukkið tólf ára gamalt viskí, sem að sjálfsögðu var ekki alvöru viskí. "Þetta var alltaf jafnsvekkjandi fyrir þá. En þeim fannst rosalega gaman að taka þátt í að leika í þessari mynd og þeir stóðu sig frábærlega.“ Vonarstræti, sem verður frumsýnd snemma á næsta ári, er dramatísk en um leið fyndin samtímasaga. Í stærstu hlutverkum eru Hera Hilmarsdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Þorsteinn Bachmann. Í smærri hlutverkum eru Edduverðlaunahafinn Theódór Júlíusson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Anna Lísa Hermannsdóttir. Tökurnar fara fram í dag og samkvæmt kvikmyndagerðarmönnunum vantar "fínt fólk, ofurfína karla og konur". Þeir sem hafa áhuga geta sent tölvupóst á netfangið aukaleikari.vonarstraeti@gmail.com. Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Forsvarsmenn kvikmyndarinnar Vonarstræti hafa auglýst eftir fólki til að taka þátt í stóru atriði sem verður tekið upp í dag. Það gerist í samkvæmi árið 2006 í ótilgreindum banka. Um sextíu til sjötíu manns vantar í atriðið. Aðspurður segir leikstjórinn Baldvin Z að tökur á Vonarstræti hafi gengið mjög vel en þær hófust í febrúar. Eitt atriði var tekið upp um daginn á skemmtistaðnum Óbladí þar sem allir helstu utangarðsmenn Reykjavíkur voru samankomnir. "Þeir voru mjög skemmtilegir,“ segir Baldvin Z um utangarðsmennina. Í atriðinu var drukkið tólf ára gamalt viskí, sem að sjálfsögðu var ekki alvöru viskí. "Þetta var alltaf jafnsvekkjandi fyrir þá. En þeim fannst rosalega gaman að taka þátt í að leika í þessari mynd og þeir stóðu sig frábærlega.“ Vonarstræti, sem verður frumsýnd snemma á næsta ári, er dramatísk en um leið fyndin samtímasaga. Í stærstu hlutverkum eru Hera Hilmarsdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Þorsteinn Bachmann. Í smærri hlutverkum eru Edduverðlaunahafinn Theódór Júlíusson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson, Sveinn Ólafur Gunnarsson og Anna Lísa Hermannsdóttir. Tökurnar fara fram í dag og samkvæmt kvikmyndagerðarmönnunum vantar "fínt fólk, ofurfína karla og konur". Þeir sem hafa áhuga geta sent tölvupóst á netfangið aukaleikari.vonarstraeti@gmail.com.
Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira