Sjö ára eltingarleik lokið? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. mars 2013 08:00 "Mér fannst gott að fá að handleika bikarinn og vonast til að upplifa þá tilfinningu aftur,” sagði Justin á blaðamannafundi í vikunni. Mynd/Valli „Ég tel okkur eiga góða möguleika. Bikarúrslitaleikurinn gefur okkur mikið sjálfstraust. Við höfum þegar spilað fyrir framan fleiri áhorfendur en munu mæta á nokkurn annan leik á árinu. Við spiluðum frábærlega gegn mjög góðu liði Grindavíkur. Síðan höfum við nýtt leikinn sem stökkbretti til að lyfta leik okkar á hærra stig," segir Justin Shouse. Það kom fáum á óvart að leikstjórnandinn var valinn í lið síðari umferðar Íslandsmótsins sem tilkynnt var í gær. Justin skoraði 21,7 stig að meðaltali í leik í vetur auk þess að gefa 8,5 stoðsendingar að meðaltali. Stjörnuliðið það besta hingað til Bandaríkjamaðurinn, sem fékk íslenskan ríkisborgararétt sumarið 2011, segir leikmenn Stjörnunnar hafa það sem til þurfi. „Ég hef tvisvar komist í úrslitaleikinn, Jovan Zdravevski sömuleiðis og hinir spiluðu í úrslitunum gegn KR 2011. Við þekkjum stóra sviðið og vonumst til að komast á það aftur. Við höfum sjálfstraustið og getuna en þurfum að nota það á réttan hátt." Aðspurður hvort Stjörnuliðið sé það besta síðan hann gekk í raðir félagsins fyrir fimm árum hugsar Justin sig um. Hafa verði í huga að reglur um útlendinga breytist á hverju ári. Nú sé liðið með tvo mjög góða útlendinga og flotta íslenska leikmenn. „Þetta er líklega besta lið Stjörnunnar síðan ég mætti í Garðabæinn. Við teljum okkur jafnoka hvaða liðs sem er í deildinni. Fólkið í Garðabæ reiknar með góðri frammistöðu hjá okkur."Megum ekki eyða tíma í væl Stjarnan féll úr leik í undanúrslitum í fyrra eftir tap í fjórða leik á heimavelli gegn Grindavík. Í lokasókn Stjörnunnar töldu heimamenn brotið á Justin en ekkert var dæmt. „Við vörðum allir sumrinu í að hugsa um þessi augnablik," segir Justin hugsi. Leikurinn sé þó fjörutíu mínútur og ýmislegt gerist á þeim tíma. Leikurinn ræðst sjaldnast á einu augnabliki. Auk þess hafi liðið þegar verið búið að tapa tveimur leikjum í einvíginu svo ljóst er að ýmislegt hefði mátt betur fara í þeim leikjum. „Sem hópur höfum við ákveðið að skoða mikilvægi hverrar einustu sóknar og varnar. Við megum ekki eyða tíma í að væla í dómurunum eða pirra okkur þegar skotin fara ekki ofan í. Við þurfum að einbeita okkur að næstu sókn eða vörn. Hver einasta getur ráðið því hvernig málin standa þegar uppi er staðið," segir Justin. Standi liðið sína plikt allan leikinn þurfi ekki að hafa áhyggjur af dómgæslu eða klúðruðu skoti á lokaandartökum leiksins. „Við höfum ekki áhyggjur af þessu en við höfum það samt hugfast. Það vill enginn ljúka keppni í ár líkt og við gerðum í undanúrslitunum í fyrra."Langar í bikarinn Justin hefur þrívegis orðið bikarmeistari hér á landi og var á síðasta ári valinn besti leikmaður deildarinnar af leikmönnum hennar. Þann stóra vantar þó enn í safnið. „Engin spurning. Þetta er áttunda tímabilið mitt á Íslandi. Eftir eitt tímabil í næstefstu deild hef ég elst við þennan bikar í sjö ár," segir Justin. Markmiðið sé alltaf að ljúka tímabilinu með sigri í síðasta leik. „Það hefur ekki tekist enn hjá mér, hvorki hjá Snæfelli né Stjörnunni. Ég hef verið nálægt því og mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að lyfta bikarnum á loft í lok tímabils."Justin Shouse og úrslitakeppnin Justin Shouse er að hefja sína sjöundu úrslitakeppni. Hann hefur aldrei unnið Íslandsmeistaratitilinn en varð bikarmeistari í þriðja sinn fyrr í vetur.2007 með Snæfelli - undanúrslit 2-3 tap á móti verðandi Íslandsmeisturum í KR2008 með Snæfelli* - lokaúrslit (silfur) 0-3 tap á móti verðandi Íslandsmeisturum í Keflavík2009 með Stjörnunni* - 8 liða úrslit 1-2 tap á móti Snæfelli2010 með Stjörnunni - 8 liða úrslit 1-2 tap á móti Njarðvík2011 með Stjörnunni - lokaúrslit (silfur) 1-3 tap á móti verðandi Íslandsmeisturum í KR2012 með Stjörnunni - undanúrslit 1-3 tap á móti verðandi Íslandsmeisturum í Grindavík2013 með Stjörnunni* - ??? Mætir Keflavík í átta liða úrslitum* Varð bikarmeistari þennan vetur39 leikir 20 sigrar - 19 töp6 unnin einvígi 6 töpuð einvígi Dominos-deild karla Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Fleiri fréttir „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Sjá meira
„Ég tel okkur eiga góða möguleika. Bikarúrslitaleikurinn gefur okkur mikið sjálfstraust. Við höfum þegar spilað fyrir framan fleiri áhorfendur en munu mæta á nokkurn annan leik á árinu. Við spiluðum frábærlega gegn mjög góðu liði Grindavíkur. Síðan höfum við nýtt leikinn sem stökkbretti til að lyfta leik okkar á hærra stig," segir Justin Shouse. Það kom fáum á óvart að leikstjórnandinn var valinn í lið síðari umferðar Íslandsmótsins sem tilkynnt var í gær. Justin skoraði 21,7 stig að meðaltali í leik í vetur auk þess að gefa 8,5 stoðsendingar að meðaltali. Stjörnuliðið það besta hingað til Bandaríkjamaðurinn, sem fékk íslenskan ríkisborgararétt sumarið 2011, segir leikmenn Stjörnunnar hafa það sem til þurfi. „Ég hef tvisvar komist í úrslitaleikinn, Jovan Zdravevski sömuleiðis og hinir spiluðu í úrslitunum gegn KR 2011. Við þekkjum stóra sviðið og vonumst til að komast á það aftur. Við höfum sjálfstraustið og getuna en þurfum að nota það á réttan hátt." Aðspurður hvort Stjörnuliðið sé það besta síðan hann gekk í raðir félagsins fyrir fimm árum hugsar Justin sig um. Hafa verði í huga að reglur um útlendinga breytist á hverju ári. Nú sé liðið með tvo mjög góða útlendinga og flotta íslenska leikmenn. „Þetta er líklega besta lið Stjörnunnar síðan ég mætti í Garðabæinn. Við teljum okkur jafnoka hvaða liðs sem er í deildinni. Fólkið í Garðabæ reiknar með góðri frammistöðu hjá okkur."Megum ekki eyða tíma í væl Stjarnan féll úr leik í undanúrslitum í fyrra eftir tap í fjórða leik á heimavelli gegn Grindavík. Í lokasókn Stjörnunnar töldu heimamenn brotið á Justin en ekkert var dæmt. „Við vörðum allir sumrinu í að hugsa um þessi augnablik," segir Justin hugsi. Leikurinn sé þó fjörutíu mínútur og ýmislegt gerist á þeim tíma. Leikurinn ræðst sjaldnast á einu augnabliki. Auk þess hafi liðið þegar verið búið að tapa tveimur leikjum í einvíginu svo ljóst er að ýmislegt hefði mátt betur fara í þeim leikjum. „Sem hópur höfum við ákveðið að skoða mikilvægi hverrar einustu sóknar og varnar. Við megum ekki eyða tíma í að væla í dómurunum eða pirra okkur þegar skotin fara ekki ofan í. Við þurfum að einbeita okkur að næstu sókn eða vörn. Hver einasta getur ráðið því hvernig málin standa þegar uppi er staðið," segir Justin. Standi liðið sína plikt allan leikinn þurfi ekki að hafa áhyggjur af dómgæslu eða klúðruðu skoti á lokaandartökum leiksins. „Við höfum ekki áhyggjur af þessu en við höfum það samt hugfast. Það vill enginn ljúka keppni í ár líkt og við gerðum í undanúrslitunum í fyrra."Langar í bikarinn Justin hefur þrívegis orðið bikarmeistari hér á landi og var á síðasta ári valinn besti leikmaður deildarinnar af leikmönnum hennar. Þann stóra vantar þó enn í safnið. „Engin spurning. Þetta er áttunda tímabilið mitt á Íslandi. Eftir eitt tímabil í næstefstu deild hef ég elst við þennan bikar í sjö ár," segir Justin. Markmiðið sé alltaf að ljúka tímabilinu með sigri í síðasta leik. „Það hefur ekki tekist enn hjá mér, hvorki hjá Snæfelli né Stjörnunni. Ég hef verið nálægt því og mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að lyfta bikarnum á loft í lok tímabils."Justin Shouse og úrslitakeppnin Justin Shouse er að hefja sína sjöundu úrslitakeppni. Hann hefur aldrei unnið Íslandsmeistaratitilinn en varð bikarmeistari í þriðja sinn fyrr í vetur.2007 með Snæfelli - undanúrslit 2-3 tap á móti verðandi Íslandsmeisturum í KR2008 með Snæfelli* - lokaúrslit (silfur) 0-3 tap á móti verðandi Íslandsmeisturum í Keflavík2009 með Stjörnunni* - 8 liða úrslit 1-2 tap á móti Snæfelli2010 með Stjörnunni - 8 liða úrslit 1-2 tap á móti Njarðvík2011 með Stjörnunni - lokaúrslit (silfur) 1-3 tap á móti verðandi Íslandsmeisturum í KR2012 með Stjörnunni - undanúrslit 1-3 tap á móti verðandi Íslandsmeisturum í Grindavík2013 með Stjörnunni* - ??? Mætir Keflavík í átta liða úrslitum* Varð bikarmeistari þennan vetur39 leikir 20 sigrar - 19 töp6 unnin einvígi 6 töpuð einvígi
Dominos-deild karla Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Fleiri fréttir „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Sjá meira