Það sem er bannað Álfrún Pálsdóttir skrifar 19. mars 2013 06:00 Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið, það er alltaf að skamma mann." Þessi lína er ítrekað sungin af frumburðinum á heimilinu þessa dagana, ásamt öðrum stórskemmtilegum línum úr Laginu um það sem er bannað. „Það má ekki pissa bak við hurð" og „Það má ekki hjóla inní búð" er einnig vinsælar línur út textanum og vafalaust eitthvað sem mín kona hefur íhugað að prófa einhvern tímann á sinni fimm ára ævi. Þessi texti hittir einmitt beint í mark núna þegar snemmbúið gelgjuskeið er að læðast að stúlkunni og hún er að uppgötva sig sem sjálfstæða mannveru. Við foreldrarnir eru eins og biluð plata með orðið „ekki" fast á tungunni daginn út og inn. Ekki hlaupa á bílastæðinu. Ekki drekka gos. Ekki fikta í fjarstýringunni. Ekki suða í búðinni. Það er skemmst frá því að segja að allt ofangreint hefur hún prófað þrátt við boð og bönn. Sem er eðlilegt enda tilheyrir tilraunastarfsemi þessu þroskastigi eins og svo mörgum öðrum á lífsleiðinni. Rétt eins og nánast öll þjóðin hef ég fylgst með fréttaflutningi af kynferðisbrotum gegn börnum undanfarnar vikur og mánuði. Fjölmiðlar hafa flett ofan af hverju málinu á fætur öðru og almenningur hefur furðað sig á því hvernig stendur á því að enginn kom börnum til bjargar fyrr. Full viðbjóðs hef ég neytt mig til að lesa hrottafengnar lýsingar fórnarlamba á ofbeldinu. Maður byrjar að tengja sögurnar við þá sem standa manni næst og hugsa hvernig í ósköpunum hægt sé að koma í veg fyrir að svona lagað komi fyrir. Foreldrahlutverkið er jafn flókið og það er skemmtilegt. Ástæðan fyrir því að við erum að ávíta börnin okkar er vegna þess að við erum hrædd um þau. Nú fer að renna upp sá tími á mínum fimm ára ferli í móðurhlutverkinu að ég get ekki fylgt barninu hvert fótspor. Grunnskólatímabilið er handan við hornið með sínum útileikjum og bekkjarferðum fjarri verndarvæng foreldrana. Hvernig í ósköpunum á ég að greina henni frá hættunum án þess að beinlínis hræða hana? Hvernig get ég bannað henni að tala við ókunnuga án þess að gera hana að barni sem felur sig í pilsfaldinum ef á hana er yrt? Og ef ég segi „ekki tala við ókunnuga", verður það ekki sama sagan og með hin boðin og bönnin, hún verður að prufa? Textinn í ofangreindu lagi er ákveðið skot á okkur fullorðna fólkið sem reynum að feta okkur áfram í foreldrahlutverkinu sem engin uppskrift er að. Við missum okkur í að banna hluti sem skipta litlu máli í stóra samhenginu en eigum svo í vandræðum þegar mikið liggur við. Þetta er fín lína að feta, að banna það sem banna skal og ekki eyða púðri í hið léttvæga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfrún Pálsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun
Þetta fullorðna fólk er svo skrýtið, það er alltaf að skamma mann." Þessi lína er ítrekað sungin af frumburðinum á heimilinu þessa dagana, ásamt öðrum stórskemmtilegum línum úr Laginu um það sem er bannað. „Það má ekki pissa bak við hurð" og „Það má ekki hjóla inní búð" er einnig vinsælar línur út textanum og vafalaust eitthvað sem mín kona hefur íhugað að prófa einhvern tímann á sinni fimm ára ævi. Þessi texti hittir einmitt beint í mark núna þegar snemmbúið gelgjuskeið er að læðast að stúlkunni og hún er að uppgötva sig sem sjálfstæða mannveru. Við foreldrarnir eru eins og biluð plata með orðið „ekki" fast á tungunni daginn út og inn. Ekki hlaupa á bílastæðinu. Ekki drekka gos. Ekki fikta í fjarstýringunni. Ekki suða í búðinni. Það er skemmst frá því að segja að allt ofangreint hefur hún prófað þrátt við boð og bönn. Sem er eðlilegt enda tilheyrir tilraunastarfsemi þessu þroskastigi eins og svo mörgum öðrum á lífsleiðinni. Rétt eins og nánast öll þjóðin hef ég fylgst með fréttaflutningi af kynferðisbrotum gegn börnum undanfarnar vikur og mánuði. Fjölmiðlar hafa flett ofan af hverju málinu á fætur öðru og almenningur hefur furðað sig á því hvernig stendur á því að enginn kom börnum til bjargar fyrr. Full viðbjóðs hef ég neytt mig til að lesa hrottafengnar lýsingar fórnarlamba á ofbeldinu. Maður byrjar að tengja sögurnar við þá sem standa manni næst og hugsa hvernig í ósköpunum hægt sé að koma í veg fyrir að svona lagað komi fyrir. Foreldrahlutverkið er jafn flókið og það er skemmtilegt. Ástæðan fyrir því að við erum að ávíta börnin okkar er vegna þess að við erum hrædd um þau. Nú fer að renna upp sá tími á mínum fimm ára ferli í móðurhlutverkinu að ég get ekki fylgt barninu hvert fótspor. Grunnskólatímabilið er handan við hornið með sínum útileikjum og bekkjarferðum fjarri verndarvæng foreldrana. Hvernig í ósköpunum á ég að greina henni frá hættunum án þess að beinlínis hræða hana? Hvernig get ég bannað henni að tala við ókunnuga án þess að gera hana að barni sem felur sig í pilsfaldinum ef á hana er yrt? Og ef ég segi „ekki tala við ókunnuga", verður það ekki sama sagan og með hin boðin og bönnin, hún verður að prufa? Textinn í ofangreindu lagi er ákveðið skot á okkur fullorðna fólkið sem reynum að feta okkur áfram í foreldrahlutverkinu sem engin uppskrift er að. Við missum okkur í að banna hluti sem skipta litlu máli í stóra samhenginu en eigum svo í vandræðum þegar mikið liggur við. Þetta er fín lína að feta, að banna það sem banna skal og ekki eyða púðri í hið léttvæga.