Landslög hafa engin áhrif Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. mars 2013 08:30 Nemanja Malovic spilaði með Haukum á síðasta tímabili og var með öll tilskilin leyfi til að vera hér á landi þá.fréttablaðið/stefán Nemanja Malovic fær tækifæri til að hjálpa liði sínu til að komast upp í úrvalsdeild, þrátt fyrir að hann sé hér í trássi við landslög og hafi verið í allan vetur. Malovic er ekki með atvinnu- og dvalarleyfi en hann er markahæsti leikmaður 1. deildar karla og lykilmaður í toppliði ÍBV. Þrátt fyrir að hann sé ekki með tilskilin leyfi til að búa og starfa hér á landi er hann með fulla leikheimild hjá HSÍ. Núgildandi reglur sambandsins gera ekki kröfur um að þeir leikmenn sem koma frá löndum utan EES-svæðisins séu með atvinnu- og dvalarleyfi. Forráðamenn HSÍ segja þó að til greina komi að breyta því. Útlendingastofnun hefur gefið Malovic frest til að yfirgefa landið. Sá frestur rennur út í næstu viku og mun Malovic halda af landi brott á þriðjudagsmorgun. ÍBV leikur gegn Stjörnunni í toppslag deildarinnar á mánudagskvöld en deildarkeppninni lýkur á föstudaginn. ÍBV er sem stendur á toppi deildarinnar og Malovic mun að öllu óbreyttu spila með liðinu gegn Stjörnunni. „Hann er með leikheimild hjá HSÍ og uppfyllum við allar reglur og öll lög hjá HSÍ," segir Jóhann Pétursson, formaður ÍBV, spurður hvort honum finnist það forsvaranlegt að láta Malovic spila. „Það eru svo ýmsar aðrar reglur og lög í þjóðfélaginu sem varðar ýmislegt annað. Það er ekkert samhengi þar á milli og hefur hingað til ekki haft nein áhrif á leikheimildir í íþróttum." Víkingur, Stjarnan, Grótta og Selfoss eru öll í efri hluta 1. deildar karla og í baráttu um sæti í efstu deild. Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdarstjóri Víkings, segir að félagið sé að skoða sína stöðu. „Það kemur til greina að kæra ÍBV og fara með málið inn í almenna dómskerfið," segir Haraldur. „Það er verið að leggja mikla vinnu í handboltann hjá Víkingi eins og öðrum félögum. Mér þætti það ansi súrt ef ÍBV færi upp á þennan máta." Jóhann segir Víkingum vitanlega frjálst að leita síns réttar. „Víkingur spilar undir sömu reglum og lögum og við. Ef þeir telja að aðrar reglur í þjóðfélaginu eigi að hafa áhrif á það verða þeir að hafa þá skoðun. En ég er ekki sammála henni." Fréttablaðið leitaði einnig viðbragða hjá forráðamönnum handknattleiksdeildar Stjörnunnar, Gróttu og Selfoss. Fengust þau svör að málið hefði ekki verið rætt sérstaklega innan þeirra félaga, né heldur hvort að þau myndu bregðast við þessu á einhvern máta. Olís-deild karla Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
Nemanja Malovic fær tækifæri til að hjálpa liði sínu til að komast upp í úrvalsdeild, þrátt fyrir að hann sé hér í trássi við landslög og hafi verið í allan vetur. Malovic er ekki með atvinnu- og dvalarleyfi en hann er markahæsti leikmaður 1. deildar karla og lykilmaður í toppliði ÍBV. Þrátt fyrir að hann sé ekki með tilskilin leyfi til að búa og starfa hér á landi er hann með fulla leikheimild hjá HSÍ. Núgildandi reglur sambandsins gera ekki kröfur um að þeir leikmenn sem koma frá löndum utan EES-svæðisins séu með atvinnu- og dvalarleyfi. Forráðamenn HSÍ segja þó að til greina komi að breyta því. Útlendingastofnun hefur gefið Malovic frest til að yfirgefa landið. Sá frestur rennur út í næstu viku og mun Malovic halda af landi brott á þriðjudagsmorgun. ÍBV leikur gegn Stjörnunni í toppslag deildarinnar á mánudagskvöld en deildarkeppninni lýkur á föstudaginn. ÍBV er sem stendur á toppi deildarinnar og Malovic mun að öllu óbreyttu spila með liðinu gegn Stjörnunni. „Hann er með leikheimild hjá HSÍ og uppfyllum við allar reglur og öll lög hjá HSÍ," segir Jóhann Pétursson, formaður ÍBV, spurður hvort honum finnist það forsvaranlegt að láta Malovic spila. „Það eru svo ýmsar aðrar reglur og lög í þjóðfélaginu sem varðar ýmislegt annað. Það er ekkert samhengi þar á milli og hefur hingað til ekki haft nein áhrif á leikheimildir í íþróttum." Víkingur, Stjarnan, Grótta og Selfoss eru öll í efri hluta 1. deildar karla og í baráttu um sæti í efstu deild. Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdarstjóri Víkings, segir að félagið sé að skoða sína stöðu. „Það kemur til greina að kæra ÍBV og fara með málið inn í almenna dómskerfið," segir Haraldur. „Það er verið að leggja mikla vinnu í handboltann hjá Víkingi eins og öðrum félögum. Mér þætti það ansi súrt ef ÍBV færi upp á þennan máta." Jóhann segir Víkingum vitanlega frjálst að leita síns réttar. „Víkingur spilar undir sömu reglum og lögum og við. Ef þeir telja að aðrar reglur í þjóðfélaginu eigi að hafa áhrif á það verða þeir að hafa þá skoðun. En ég er ekki sammála henni." Fréttablaðið leitaði einnig viðbragða hjá forráðamönnum handknattleiksdeildar Stjörnunnar, Gróttu og Selfoss. Fengust þau svör að málið hefði ekki verið rætt sérstaklega innan þeirra félaga, né heldur hvort að þau myndu bregðast við þessu á einhvern máta.
Olís-deild karla Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira