Rúmlega tvö hundruð brelluskot í Ófeigi 16. mars 2013 06:00 Jörundur R. ARnarson hafði yfirumsjón með brellunum í myndinni ófeigur gengur aftur. fréttablaðið/gva „Þetta er skemmtilegasta verkefni sem ég hef unnið á ferlinum,“ segir Jörundur R. Arnarson, sem hafði yfirumsjón með tæknibrellunum í kvikmyndinni Ófeigur gengur aftur sem verður frumsýnd 27. mars. Brellurnar skipa stóran sess í þessari gamansömu draugamynd og eru einar þær umfangmestu í íslenskri kvikmyndagerð til þessa. „Þetta eru rúmlega tvö hundruð skot, sem er töluvert mikið. Djúpið á hugsanlega enn þá metið en það munar ekki miklu á þessum tveimur myndum,“ segir Jörundur, sem hefur unnið við Hollywood-myndir á borð við Harry Potter, Tinker Tailor Soldier Spy, Clash of the Titans og Contraband. Í síðastnefndu myndinni voru brelluskotin um fjögur hundruð. Hann hefur einnig unnið við hinar íslensku Djúpið, Rokland og XL. „Þetta er búinn að vera ansi stór pakki á þremur mánuðum. Við byrjuðum í desember og þetta er búin að vera heilmikil törn,“ segir hann um vinnuna við myndina Ófeigur gengur aftur en Jónmundur Gíslason, samstarfsmaður hans hjá Reykjavík IO, vann brellurnar með honum. Eitt af því sem er óvenjulegt við gerð myndarinnar er að Jörundur var sjálfur á tökustað allan tímann og gátu leikstjórinn Ágúst Guðmundsson og tökumaðurinn Bergsteinn Björgúlfsson, Besti, því nýtt sér sérþekkingu hans. Ágúst hafði reyndar haft hann með í ráðum í langan tíma, eða frá því að einungis handritið var tilbúið. „Ég byrjaði að pæla í hvernig ætti að útfæra drauginn í tökunum. Ég lagði til ákveðið plan og það var farið eftir því og árangurinn er svolítið eftir því. Það náðist mjög flott mynd á frekar ótrúlegum tíma,“ segir hann en tökurnar stóðu yfir í rúma tuttugu daga. Aðspurður segir Jörundur að brellurnar hafi ekki verið mjög dýrar. Þar spilaði inn í að ekki þurfti að notast við svokallað „green screen“ og sparaði það tíu tökudaga. Hann bætir við að venjulega séu brellur í íslenskum myndum ósýnilegar, eins og að taka burtu víra eða bæta við sjó þar sem vantaði við gerð Djúpsins. „En hérna erum við að tala um að búa til smá fantasíu. Þetta er stærsta og mesta tilraunin til þess í íslenskri kvikmyndagerð hingað til og það er lygilegt hversu ódýrt við sluppum.“ freyr@frettabladid.is Menning Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
„Þetta er skemmtilegasta verkefni sem ég hef unnið á ferlinum,“ segir Jörundur R. Arnarson, sem hafði yfirumsjón með tæknibrellunum í kvikmyndinni Ófeigur gengur aftur sem verður frumsýnd 27. mars. Brellurnar skipa stóran sess í þessari gamansömu draugamynd og eru einar þær umfangmestu í íslenskri kvikmyndagerð til þessa. „Þetta eru rúmlega tvö hundruð skot, sem er töluvert mikið. Djúpið á hugsanlega enn þá metið en það munar ekki miklu á þessum tveimur myndum,“ segir Jörundur, sem hefur unnið við Hollywood-myndir á borð við Harry Potter, Tinker Tailor Soldier Spy, Clash of the Titans og Contraband. Í síðastnefndu myndinni voru brelluskotin um fjögur hundruð. Hann hefur einnig unnið við hinar íslensku Djúpið, Rokland og XL. „Þetta er búinn að vera ansi stór pakki á þremur mánuðum. Við byrjuðum í desember og þetta er búin að vera heilmikil törn,“ segir hann um vinnuna við myndina Ófeigur gengur aftur en Jónmundur Gíslason, samstarfsmaður hans hjá Reykjavík IO, vann brellurnar með honum. Eitt af því sem er óvenjulegt við gerð myndarinnar er að Jörundur var sjálfur á tökustað allan tímann og gátu leikstjórinn Ágúst Guðmundsson og tökumaðurinn Bergsteinn Björgúlfsson, Besti, því nýtt sér sérþekkingu hans. Ágúst hafði reyndar haft hann með í ráðum í langan tíma, eða frá því að einungis handritið var tilbúið. „Ég byrjaði að pæla í hvernig ætti að útfæra drauginn í tökunum. Ég lagði til ákveðið plan og það var farið eftir því og árangurinn er svolítið eftir því. Það náðist mjög flott mynd á frekar ótrúlegum tíma,“ segir hann en tökurnar stóðu yfir í rúma tuttugu daga. Aðspurður segir Jörundur að brellurnar hafi ekki verið mjög dýrar. Þar spilaði inn í að ekki þurfti að notast við svokallað „green screen“ og sparaði það tíu tökudaga. Hann bætir við að venjulega séu brellur í íslenskum myndum ósýnilegar, eins og að taka burtu víra eða bæta við sjó þar sem vantaði við gerð Djúpsins. „En hérna erum við að tala um að búa til smá fantasíu. Þetta er stærsta og mesta tilraunin til þess í íslenskri kvikmyndagerð hingað til og það er lygilegt hversu ódýrt við sluppum.“ freyr@frettabladid.is
Menning Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira