Listaverk á grunni gamals þvottahúss Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. mars 2013 15:30 Listakonan Katrín á vinnustofu sinni í New York, þar sem undirbúningur sýningu hennar í Feneyjum fór fram. Upphækkaður flötur, skreyttur í anda barokktímabilsins, verður framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum sem hefst 1. júní. Höfundurinn er Katrín Sigurðardóttir myndlistarmaður, sem svaraði símanum úti í Feneyjum. "Ég legg áherslu á teikningu, handverk og þátttöku áhorfandans í þessu verki,“ segir Katrín Sigurðardóttir um listaverkið sem hún er að setja upp fyrir Feneyjatvíæringinn og verður þar framlag Íslands. Það er flúraður flötur, um 90 fermetrar að stærð, sem sýningargestir eiga að stíga upp á. Þeir munu líka eiga kost á að skoða verkið ofan frá, af þaki byggingar. "Smíði verksins byrjaði í lok febrúar,“ segir Katrín. "Við erum komin svona hálfa leið og búumst við að ljúka mestum parti smíðinnar í lok apríl. Þetta er gífurlega stórt og viðamikið og þess vegna er mikilvægt að láta tímann vinna með sér.“ Hún starfar með býsna alþjóðlegu teymi að uppsetningunni. "Segja má að Danir, Íslendingar, Ítalir og Bandaríkjamenn leggist á eitt við að koma þessu saman,“ segir hún. Listaverkið stendur í byggingu sem er á reit gamals þvottahúss. "Verkið er bæði innandyra og utan- enda þolir það bæði vatn og vind og ætti að standast öll veður á Ítalíu, Íslandi og í Bandaríkjunum, þeim stöðum sem sýningar eru fyrirhugaðar á. Það er búið til úr styttugerðarefni sem notað er í utandyraskúlptúra,“ lýsir Katrín. En þola slík efni að gengið sé á þeim? "Já, já. Styttur eru gerðar til að þola að vera úti áratugum og árhundruðum saman,“ bendir hún á. "Þetta ákveðna efni hefur þó aldrei verið notað á þennan hátt en við höfum verið mjög ánægð með hversu vel það virðist henta þessu verki.“ Hluti af verkinu í íslenska skálanum Að Feneyjatvíæringnum loknum verður verkið sýnt í Listasafni Reykjavíkur og síðan í SculptureCenter í New York.Spurð hvort listaverkið sé þegar farið að vekja eftirtekt svarar Katrín: "Já, það er reyndar inni í hallargarði, sem þýðir að við erum ekki í alfaraleið fyrr en Tvíæringurinn verður opnaður. En ég vona að það eigi eftir að vekja jákvæða athygli.“ Vorið er varla komið í Feneyjum, að sögn Katrínar, sem nýtur þess að vera laus við bílaumferð. Hún er að bíða eftir báti meðan á samtalinu stendur og við kveðjumst þegar hann leggur að. Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Upphækkaður flötur, skreyttur í anda barokktímabilsins, verður framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum sem hefst 1. júní. Höfundurinn er Katrín Sigurðardóttir myndlistarmaður, sem svaraði símanum úti í Feneyjum. "Ég legg áherslu á teikningu, handverk og þátttöku áhorfandans í þessu verki,“ segir Katrín Sigurðardóttir um listaverkið sem hún er að setja upp fyrir Feneyjatvíæringinn og verður þar framlag Íslands. Það er flúraður flötur, um 90 fermetrar að stærð, sem sýningargestir eiga að stíga upp á. Þeir munu líka eiga kost á að skoða verkið ofan frá, af þaki byggingar. "Smíði verksins byrjaði í lok febrúar,“ segir Katrín. "Við erum komin svona hálfa leið og búumst við að ljúka mestum parti smíðinnar í lok apríl. Þetta er gífurlega stórt og viðamikið og þess vegna er mikilvægt að láta tímann vinna með sér.“ Hún starfar með býsna alþjóðlegu teymi að uppsetningunni. "Segja má að Danir, Íslendingar, Ítalir og Bandaríkjamenn leggist á eitt við að koma þessu saman,“ segir hún. Listaverkið stendur í byggingu sem er á reit gamals þvottahúss. "Verkið er bæði innandyra og utan- enda þolir það bæði vatn og vind og ætti að standast öll veður á Ítalíu, Íslandi og í Bandaríkjunum, þeim stöðum sem sýningar eru fyrirhugaðar á. Það er búið til úr styttugerðarefni sem notað er í utandyraskúlptúra,“ lýsir Katrín. En þola slík efni að gengið sé á þeim? "Já, já. Styttur eru gerðar til að þola að vera úti áratugum og árhundruðum saman,“ bendir hún á. "Þetta ákveðna efni hefur þó aldrei verið notað á þennan hátt en við höfum verið mjög ánægð með hversu vel það virðist henta þessu verki.“ Hluti af verkinu í íslenska skálanum Að Feneyjatvíæringnum loknum verður verkið sýnt í Listasafni Reykjavíkur og síðan í SculptureCenter í New York.Spurð hvort listaverkið sé þegar farið að vekja eftirtekt svarar Katrín: "Já, það er reyndar inni í hallargarði, sem þýðir að við erum ekki í alfaraleið fyrr en Tvíæringurinn verður opnaður. En ég vona að það eigi eftir að vekja jákvæða athygli.“ Vorið er varla komið í Feneyjum, að sögn Katrínar, sem nýtur þess að vera laus við bílaumferð. Hún er að bíða eftir báti meðan á samtalinu stendur og við kveðjumst þegar hann leggur að.
Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira