Bilað Charlotte Böving skrifar 11. mars 2013 06:00 Þvottavélin mín bilaði um daginn, eftir fimm ára dygga þjónustu. Fimm ár eru nú ekki svo langur tími. Ég man tíma þegar fólk átti sömu þvottavélina í tuttugu – þrjátíu ár. Sá tími er liðinn. Ég vildi láta gera við vélina, en það var ekki hægt. Viðgerðarmaðurinn sagði að tölvan í henni væri ónýt og hann gat ekki séð nákvæmlega hvað hafði gefið sig. Úr því að hann var kominn á staðinn bað ég hann að líta í leiðinni á fimm ára gamla ís- og frystiskápinn. Sjálfvirka affrystingin var hætt að virka. Það yrði of dýrt að gera við hann, sagði maðurinn. Það borgar sig að kaupa nýjan! Ég hugsaði áhyggjufull til þurrkarans, sem líka er fimm ára gamall. Hvenær ætli hann gefi sig? Já, sagði viðgerðarmaðurinn, ég ætti ekki að búast við því að tæki í dag lifðu mikið meira en fimm ár. Seinna sama dag, þegar tölvan drap á sér, greip skelfingin um sig. Ég tók batteríið úr vélinni og leyfði henni að hvíla sig. Á meðan sótti ég back-up-ið mitt, harða diskinn. Sem betur fer átti ég það, ef tölvan skyldi gefa sig alveg. Tölvan fór aftur í gang þegar ég setti batteríið í hana. Fjúff, þvílíkur léttir! En þegar ég stakk eins árs gömlum harða disknum í samband til þess að taka öryggisafrit af öllu nýlegu, kom upp ERROR! Ég leitaði ráða hjá vini, sem útskýrði að það væri ekki óalgengt að það væru innbyggðir gallar í hörðum diskum, þannig að þeir lifa sumir enn skemur en tölvur. Eftir að hafa dvalið nokkra stund við hamfarastefnuna sem heimilisfjárhagurinn stefndi í fór hugurinn á flug, út af heimilinu og upp þar sem ég hafði yfirsýn fuglsins fljúgandi. Ég horfði niður yfir öll litlu húsin í Vesturbænum, þar sem hver fjölskylda á þvottavél, þurrkara, ísskáp, frysti o.s.frv. Þar að auki eru a.m.k. tvær tölvur á hverju heimili. Ég sá fyrir mér öll þessi tæki þegar búið væri að fleygja þeim. Þau lágu eins og hráviði í kringum húsin, í görðunum og því lengra sem ég hugsaði fram í tímann, því þéttar stóðu ónýtu tækin. Hugurinn flaug enn hærra út í geim, þar sem hann horfði niður á bláa hnöttinn okkar. Hér búa um sjö milljarðar manna. Ef við ímyndum okkur að einn milljarður þeirra noti fimm tæki fimmta hvert ár, þá verðum við á þrjátíu árum búin að fleygja 30.000.000.000 tækjum. Við þetta gaf heilinn sig! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Charlotte Böving Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun
Þvottavélin mín bilaði um daginn, eftir fimm ára dygga þjónustu. Fimm ár eru nú ekki svo langur tími. Ég man tíma þegar fólk átti sömu þvottavélina í tuttugu – þrjátíu ár. Sá tími er liðinn. Ég vildi láta gera við vélina, en það var ekki hægt. Viðgerðarmaðurinn sagði að tölvan í henni væri ónýt og hann gat ekki séð nákvæmlega hvað hafði gefið sig. Úr því að hann var kominn á staðinn bað ég hann að líta í leiðinni á fimm ára gamla ís- og frystiskápinn. Sjálfvirka affrystingin var hætt að virka. Það yrði of dýrt að gera við hann, sagði maðurinn. Það borgar sig að kaupa nýjan! Ég hugsaði áhyggjufull til þurrkarans, sem líka er fimm ára gamall. Hvenær ætli hann gefi sig? Já, sagði viðgerðarmaðurinn, ég ætti ekki að búast við því að tæki í dag lifðu mikið meira en fimm ár. Seinna sama dag, þegar tölvan drap á sér, greip skelfingin um sig. Ég tók batteríið úr vélinni og leyfði henni að hvíla sig. Á meðan sótti ég back-up-ið mitt, harða diskinn. Sem betur fer átti ég það, ef tölvan skyldi gefa sig alveg. Tölvan fór aftur í gang þegar ég setti batteríið í hana. Fjúff, þvílíkur léttir! En þegar ég stakk eins árs gömlum harða disknum í samband til þess að taka öryggisafrit af öllu nýlegu, kom upp ERROR! Ég leitaði ráða hjá vini, sem útskýrði að það væri ekki óalgengt að það væru innbyggðir gallar í hörðum diskum, þannig að þeir lifa sumir enn skemur en tölvur. Eftir að hafa dvalið nokkra stund við hamfarastefnuna sem heimilisfjárhagurinn stefndi í fór hugurinn á flug, út af heimilinu og upp þar sem ég hafði yfirsýn fuglsins fljúgandi. Ég horfði niður yfir öll litlu húsin í Vesturbænum, þar sem hver fjölskylda á þvottavél, þurrkara, ísskáp, frysti o.s.frv. Þar að auki eru a.m.k. tvær tölvur á hverju heimili. Ég sá fyrir mér öll þessi tæki þegar búið væri að fleygja þeim. Þau lágu eins og hráviði í kringum húsin, í görðunum og því lengra sem ég hugsaði fram í tímann, því þéttar stóðu ónýtu tækin. Hugurinn flaug enn hærra út í geim, þar sem hann horfði niður á bláa hnöttinn okkar. Hér búa um sjö milljarðar manna. Ef við ímyndum okkur að einn milljarður þeirra noti fimm tæki fimmta hvert ár, þá verðum við á þrjátíu árum búin að fleygja 30.000.000.000 tækjum. Við þetta gaf heilinn sig!
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun