Stefnt fyrir að flytja ábyrgðir á ónýt félög Stígur Helgason skrifar 9. mars 2013 06:00 Til rannsóknar Jóhannes, til hægri, og Elmar, til vinstri, voru leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvemberlok 2011 og gæsluvarðhalds krafist yfir þeim vegna rannsókna sérstaks saksóknara. Fallist var á varðhald yfir Jóhannesi en ekki Elmari. Fréttablaðið/anton Slitastjórn Glitnis hefur höfðað skaðabótamál á hendur tveimur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis, þeim Jóhannesi Baldurssyni og Elmari Svavarssyni, vegna gerninga frá því í septemberlok 2008, rétt fyrir bankahrun, sem sérstakur saksóknari rannsakar sem umboðssvik. Jóhannes var framkvæmdastjóri markaðsviðskiptadeildar Glitnis fyrir hrun og Elmar var undirmaður hans þar. Málið sem stefnt er vegna snýst um að tvímenningarnir hafi, í lok september 2008, fært milljarða skuldbindingar frá stöndugum félögum yfir á félög sem þá töldust ógjaldfær, Stím og Gnúp, án þess að nokkrar tryggingar kæmu á móti því. Með því hafi Glitni verið bakað mikið tjón, þótt það hafi reyndar enn ekki verið metið að fullu. Einungis er stefnt til viðurkenningar á skaðabótaskyldu. Skuldbindingarnar voru til komnar vegna fjölda framvirkra samninga með hlutabréf í Glitni og voru færðar frá félögum á borð við GT Capital ehf., í eigu athafnamannsins Gunnars Torfasonar, og BLÓ ehf., í eigu Óskars Eyjólfssonar, bónda í Hjarðartúni við Hvolsvöll. Báðir áttu hlut í Stími; Gunnar fimmtán prósent og BLÓ ehf. tíu prósent. Þessar gjörðir Jóhannesar og Elmars eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara vegna gruns um umboðssvik, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Jóhannes er einn þriggja fyrrverandi starfsmanna Glitnis sem voru hnepptir í gæsluvarðhald í lok nóvember 2011 vegna rannsókna á málum sem tengjast bankanum. Hinir tveir eru Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri, og Ingi Rafnar Júlíusson, sem var verðbréfamiðlari hjá bankanum. Þeir sátu allir í tæpa viku í varðhaldi. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, fór á þeim tíma einnig fram á gæsluvarðhald yfir Elmari en þeirri kröfu hafnaði héraðsdómur. Skaðabótamál slitastjórnarinnar gegn tvímenningunum verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur 22. mars næstkomandi. Stím málið Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Slitastjórn Glitnis hefur höfðað skaðabótamál á hendur tveimur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis, þeim Jóhannesi Baldurssyni og Elmari Svavarssyni, vegna gerninga frá því í septemberlok 2008, rétt fyrir bankahrun, sem sérstakur saksóknari rannsakar sem umboðssvik. Jóhannes var framkvæmdastjóri markaðsviðskiptadeildar Glitnis fyrir hrun og Elmar var undirmaður hans þar. Málið sem stefnt er vegna snýst um að tvímenningarnir hafi, í lok september 2008, fært milljarða skuldbindingar frá stöndugum félögum yfir á félög sem þá töldust ógjaldfær, Stím og Gnúp, án þess að nokkrar tryggingar kæmu á móti því. Með því hafi Glitni verið bakað mikið tjón, þótt það hafi reyndar enn ekki verið metið að fullu. Einungis er stefnt til viðurkenningar á skaðabótaskyldu. Skuldbindingarnar voru til komnar vegna fjölda framvirkra samninga með hlutabréf í Glitni og voru færðar frá félögum á borð við GT Capital ehf., í eigu athafnamannsins Gunnars Torfasonar, og BLÓ ehf., í eigu Óskars Eyjólfssonar, bónda í Hjarðartúni við Hvolsvöll. Báðir áttu hlut í Stími; Gunnar fimmtán prósent og BLÓ ehf. tíu prósent. Þessar gjörðir Jóhannesar og Elmars eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara vegna gruns um umboðssvik, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Jóhannes er einn þriggja fyrrverandi starfsmanna Glitnis sem voru hnepptir í gæsluvarðhald í lok nóvember 2011 vegna rannsókna á málum sem tengjast bankanum. Hinir tveir eru Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri, og Ingi Rafnar Júlíusson, sem var verðbréfamiðlari hjá bankanum. Þeir sátu allir í tæpa viku í varðhaldi. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, fór á þeim tíma einnig fram á gæsluvarðhald yfir Elmari en þeirri kröfu hafnaði héraðsdómur. Skaðabótamál slitastjórnarinnar gegn tvímenningunum verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur 22. mars næstkomandi.
Stím málið Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent