Sir Alex Ferguson bjargar krónunni Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 8. mars 2013 06:00 Krónan er ekkert vandamál í sjálfu sér. Vandinn er sá að hagstjórnin á Íslandi hefur ekki verið nægilega vönduð. Með agaðri hagstjórn verður krónan ekkert vandamál." Þetta er algengt viðkvæði þessa dagana þegar gjaldmiðilsmálin ber á góma og auðvitað er í þessu sannleikskorn. Það þarf ekki mikla þekkingu á efnahagsmálum til að átta sig á því að léleg hagstjórn mun meðal annars valda vandamálum sem gera vart við sig í gegnum gengi krónunnar. Það er þó ekki þar með sagt að krónan valdi engum vandræðum jafnvel þótt hagstjórnin verði í heimsklassa. Góð hagstjórn mun ekki breyta því að gjaldeyrismarkaður með krónur og skuldabréfamarkaður í krónum munu áfram verða litlir. Og vextir fyrir vikið háir. Þá mun gengisleki áfram verða mikill, sem þýðir það að gengissveiflur krónunnar hafa meiri áhrif á verðlag á Íslandi en til dæmis gengissveiflur í dölum hafa á verðlag í Bandaríkjunum. Verðbólga verður sem sagt áfram hærri hér. Þá má að lokum nefna rannsóknir Seðlabankans sem benda til þess að krónan hafi fremur verið sjálfstæð uppspretta sveiflna í íslensku hagkerfi en dempari á þær. Loftlaus fótbolti mun hægja á spili á fótboltaliðsins jafnvel þótt Sir Alex Ferguson sé fenginn til að stýra því. Þetta er samt raunar ekki það sem ég hafði áhuga á að skrifa um. Flestir stjórnmálaflokkar landsins hafa þá opinberu stefnu að halda eigi krónunni þótt þeir séu í orði kveðnu sumir opnir fyrir því að skoða aðra valkosti (svo lengi sem þeir tengjast ekki Evrópusambandinu). Nú eru þessir sömu stjórnmálaflokkar að fara af stað með kosningabaráttu fyrir þingkosningar í vor. Þar bera þeir þau skilaboð á borð að lykilatriði fyrir heill þjóðarinnar sé að stunda agaða hagstjórn á næstu árum og greiða niður hættulega háar skuldir ríkissjóðs. Það er af þessum sökum eftirtektarvert að þessir sömu stjórnmálaflokkar lofa á sama tíma ýmist stórfelldum skattalækkunum eða verulegum almennum afskriftum verðtryggðra lána sem enginn hefur getað útskýrt hvernig eigi að borga fyrir án þess að valda ríkissjóði, og þar með Íslendingum, verulegu höggi. Þá eru enn ónefnd þau verulegu auknu útgjöld til heilbrigðismála, samgöngumála, menntamála og löggæslumála, svo nokkur dæmi séu nefnd, sem flestir flokkar segjast vilja stuðla að á næsta kjörtímabili. Auðvitað getum við reynt að eiga kökuna og borða hana líka og svo bara vonað það besta. Það má hins vegar efast um að það sé sérstaklega skynsamleg leið til að reka land. Reyndar má líka efast um að flokkarnir muni á annað borð standa við þessi loforð, en er það nokkru betra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þorlákur Lúðvíksson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Krónan er ekkert vandamál í sjálfu sér. Vandinn er sá að hagstjórnin á Íslandi hefur ekki verið nægilega vönduð. Með agaðri hagstjórn verður krónan ekkert vandamál." Þetta er algengt viðkvæði þessa dagana þegar gjaldmiðilsmálin ber á góma og auðvitað er í þessu sannleikskorn. Það þarf ekki mikla þekkingu á efnahagsmálum til að átta sig á því að léleg hagstjórn mun meðal annars valda vandamálum sem gera vart við sig í gegnum gengi krónunnar. Það er þó ekki þar með sagt að krónan valdi engum vandræðum jafnvel þótt hagstjórnin verði í heimsklassa. Góð hagstjórn mun ekki breyta því að gjaldeyrismarkaður með krónur og skuldabréfamarkaður í krónum munu áfram verða litlir. Og vextir fyrir vikið háir. Þá mun gengisleki áfram verða mikill, sem þýðir það að gengissveiflur krónunnar hafa meiri áhrif á verðlag á Íslandi en til dæmis gengissveiflur í dölum hafa á verðlag í Bandaríkjunum. Verðbólga verður sem sagt áfram hærri hér. Þá má að lokum nefna rannsóknir Seðlabankans sem benda til þess að krónan hafi fremur verið sjálfstæð uppspretta sveiflna í íslensku hagkerfi en dempari á þær. Loftlaus fótbolti mun hægja á spili á fótboltaliðsins jafnvel þótt Sir Alex Ferguson sé fenginn til að stýra því. Þetta er samt raunar ekki það sem ég hafði áhuga á að skrifa um. Flestir stjórnmálaflokkar landsins hafa þá opinberu stefnu að halda eigi krónunni þótt þeir séu í orði kveðnu sumir opnir fyrir því að skoða aðra valkosti (svo lengi sem þeir tengjast ekki Evrópusambandinu). Nú eru þessir sömu stjórnmálaflokkar að fara af stað með kosningabaráttu fyrir þingkosningar í vor. Þar bera þeir þau skilaboð á borð að lykilatriði fyrir heill þjóðarinnar sé að stunda agaða hagstjórn á næstu árum og greiða niður hættulega háar skuldir ríkissjóðs. Það er af þessum sökum eftirtektarvert að þessir sömu stjórnmálaflokkar lofa á sama tíma ýmist stórfelldum skattalækkunum eða verulegum almennum afskriftum verðtryggðra lána sem enginn hefur getað útskýrt hvernig eigi að borga fyrir án þess að valda ríkissjóði, og þar með Íslendingum, verulegu höggi. Þá eru enn ónefnd þau verulegu auknu útgjöld til heilbrigðismála, samgöngumála, menntamála og löggæslumála, svo nokkur dæmi séu nefnd, sem flestir flokkar segjast vilja stuðla að á næsta kjörtímabili. Auðvitað getum við reynt að eiga kökuna og borða hana líka og svo bara vonað það besta. Það má hins vegar efast um að það sé sérstaklega skynsamleg leið til að reka land. Reyndar má líka efast um að flokkarnir muni á annað borð standa við þessi loforð, en er það nokkru betra?
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun