Glettilega framreiddur gjörningur Elísabet Brekkan skrifar 5. mars 2013 06:00 Tryggvi Gunnarsson ásamt þeim Piet Gitz-Johansen frá Danmörku, Ingrid Rusten frá Noregi og Lisu Hjalmarson frá Svíþjóð. Leiklist. Punch. Leikstjóri: Tryggvi Gunnarsson. Norðurpóllinn. Það er alltaf stemning að koma í Norðurpólinn á Seltjarnarnesi. Þeir sem þar fremja sína list leggja líf og limi í sýningarnar, sem oft eru nýstárlegar og frumlegar. Á fimmtudagskvöldið mætti Tryggvi Gunnarsson til leiks með verkið Punch, en Tryggvi stóð einnig fyrir athyglisverðri sýningu í Norðurpólnum fyrir ári eða svo, sem hét Gálma. Nú var hann mættur til leiks ásamt þeim Piet Gitz-Johansen frá Danmörku, Ingrid Rusten frá Noregi og Lisu Hjalmarson frá Svíþjóð. Verkið, sem stutt er af norska menningarmálaráðuneytinu, er flutt á ensku, og þó að ég hefði kosið að þau töluðu sín mál þýðir víst lítið að tuða um slíkt. Í verkinu spyrja þessi leikandi ungmenni erfiðra en margendurtekinna spurninga: Hvenær tekst manninum að útrýma sjálfum sér? Erum við ekki bara hefðir okkar og siðvenjur og daglegir kækir? Er hægt að gera eitthvað nýtt? Er hægt að hugsa eitthvað nýtt? Verkið er ekki línuleg frásögn heldur eins konar gjörningur og sem slíkur glettilega framreiddur með mörgum athyglisverðum myndum. Tónlistin var vel heppnuð. Hljómaði eins og úr hringekju eða biluð grammófónplata sem varð þó aldrei þreytandi. Leikmyndin, sem minnir á hringekju og sirkus, var heillandi og sagan um stríðið sömuleiðis góð en stríðið í Sarajevo eða hvaða stríð sem er var nálægt í lífi Mr. Punch þótt hann sé einhvern veginn utan við allt sem gerist. Daglegar athafnir eins og að borða voru endurteknar í sífellu, kannski nokkuð þreytandi en áhrifaríkt, því það er jú einmitt það sem við erum alltaf að gera, nákvæmlega sömu hluti dag eftir dag. Aðalpersóna verksins Mr. Punch sjálfur er í höndum Piets Gitz-Johansen sem drífur atburðarrásina áfram. Hann er fimur sem kötturinn og tókst að skemmta áhorfendum þó svo að atriðin hafi í raun og veru fjallað um hvernig hann gæti kálað sér. Allt virðist gert í leik eða eins og hann sé að kynna töfrabrögð fyrir okkur. Sýningin í heild sinni var þó þannig, að hver og einn verður að túlka sjálfur um hvað hún var í raun og veru. Niðurstaða: Heldur smart gjörningur sem hefði ekki mátt vera lengri. Gagnrýni Tengdar fréttir Ofbeldi er skemmtilegt ef það er í plati Á morgun verður sýningin Punch frumsýnd á Akureyri. Hún fjallar um gleðina sem fólgin er í sviðsettu ofbeldi, hvort sem um ræðir framkvæmd þess eða að horfa á það. 21. febrúar 2013 16:30 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Leiklist. Punch. Leikstjóri: Tryggvi Gunnarsson. Norðurpóllinn. Það er alltaf stemning að koma í Norðurpólinn á Seltjarnarnesi. Þeir sem þar fremja sína list leggja líf og limi í sýningarnar, sem oft eru nýstárlegar og frumlegar. Á fimmtudagskvöldið mætti Tryggvi Gunnarsson til leiks með verkið Punch, en Tryggvi stóð einnig fyrir athyglisverðri sýningu í Norðurpólnum fyrir ári eða svo, sem hét Gálma. Nú var hann mættur til leiks ásamt þeim Piet Gitz-Johansen frá Danmörku, Ingrid Rusten frá Noregi og Lisu Hjalmarson frá Svíþjóð. Verkið, sem stutt er af norska menningarmálaráðuneytinu, er flutt á ensku, og þó að ég hefði kosið að þau töluðu sín mál þýðir víst lítið að tuða um slíkt. Í verkinu spyrja þessi leikandi ungmenni erfiðra en margendurtekinna spurninga: Hvenær tekst manninum að útrýma sjálfum sér? Erum við ekki bara hefðir okkar og siðvenjur og daglegir kækir? Er hægt að gera eitthvað nýtt? Er hægt að hugsa eitthvað nýtt? Verkið er ekki línuleg frásögn heldur eins konar gjörningur og sem slíkur glettilega framreiddur með mörgum athyglisverðum myndum. Tónlistin var vel heppnuð. Hljómaði eins og úr hringekju eða biluð grammófónplata sem varð þó aldrei þreytandi. Leikmyndin, sem minnir á hringekju og sirkus, var heillandi og sagan um stríðið sömuleiðis góð en stríðið í Sarajevo eða hvaða stríð sem er var nálægt í lífi Mr. Punch þótt hann sé einhvern veginn utan við allt sem gerist. Daglegar athafnir eins og að borða voru endurteknar í sífellu, kannski nokkuð þreytandi en áhrifaríkt, því það er jú einmitt það sem við erum alltaf að gera, nákvæmlega sömu hluti dag eftir dag. Aðalpersóna verksins Mr. Punch sjálfur er í höndum Piets Gitz-Johansen sem drífur atburðarrásina áfram. Hann er fimur sem kötturinn og tókst að skemmta áhorfendum þó svo að atriðin hafi í raun og veru fjallað um hvernig hann gæti kálað sér. Allt virðist gert í leik eða eins og hann sé að kynna töfrabrögð fyrir okkur. Sýningin í heild sinni var þó þannig, að hver og einn verður að túlka sjálfur um hvað hún var í raun og veru. Niðurstaða: Heldur smart gjörningur sem hefði ekki mátt vera lengri.
Gagnrýni Tengdar fréttir Ofbeldi er skemmtilegt ef það er í plati Á morgun verður sýningin Punch frumsýnd á Akureyri. Hún fjallar um gleðina sem fólgin er í sviðsettu ofbeldi, hvort sem um ræðir framkvæmd þess eða að horfa á það. 21. febrúar 2013 16:30 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Ofbeldi er skemmtilegt ef það er í plati Á morgun verður sýningin Punch frumsýnd á Akureyri. Hún fjallar um gleðina sem fólgin er í sviðsettu ofbeldi, hvort sem um ræðir framkvæmd þess eða að horfa á það. 21. febrúar 2013 16:30