Græskulaust gaman Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 3. mars 2013 15:30 Bíó. This is 40. Leikstjórn: Judd Apatow. Leikarar: Leslie Mann, Paul Rudd, John Lithgow, Megan Fox, Albert Brooks, Melissa McCarthy, Jason Segel. Judd Apatow kann alveg að búa til skemmtilegar myndir. Hann kann sér hins vegar aldrei hóf, og þá skiptir engu hvort hann leikstýrir eða framleiðir, nær allar myndir sem hann kemur nálægt eiga það sameiginlegt að vera hálftíma of langar. This Is 40 er engin undantekning, en hún segir frá pari um fertugt sem á erfitt með að sætta sig við aldurinn. Fjárhagurinn er erfiður, börnin rífast í sífellu, og samband hjónaleysanna svignar undan álagi og áhyggjum. Í hinu stóra samhengi hlutanna er mestmegnis um lúxusvandamál að ræða, og stærsta ógnin fyrir utan sambandsslit er sú að þau þurfi mögulega að flytja í minna hús. Það má þó vel hlæja að vandræðum parsins, og sumt tengir maður við á meðan annað virðist afar fjarri hinum tekjulága meðaljóni. Styrkur Apatow er spéspegill hans á hversdagsleg vandræði hvítra Vesturlandabúa. Veikleikinn er hæfileikaskortur í að velja og hafna. Persóna John Lithgow er til dæmis áhugaverð í fyrstu en síðan kemur að því að Apatow veit ekkert hvað hann á að gera við hann. Leikstjórinn dvelur við aukapersónur í atriðum sem eru fyndin, en skipta litlu sem engu máli fyrir heildarmyndina og draga úr þéttleika myndarinnar. Þetta er það sem Coen-bræður og Quentin Tarantino gera svo vel. Hér er það til ama og hann hefði betur hent einhverju út. This Is 40 skilar samt sínum skerf af góðlátlegu gríni. Apatow er, þegar öllu er á botninn hvolft, lunkinn húmoristi með skemmtilega sýn á hversdagsleikann. Með öflugum leikhóp eins og þessum ætti hann að geta gert frábæra mynd, og hér kemst hann hálfa leið og rúmlega það. Niðurstaða: Græskulaust gaman að hætti hússins. Gagnrýni Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Bíó. This is 40. Leikstjórn: Judd Apatow. Leikarar: Leslie Mann, Paul Rudd, John Lithgow, Megan Fox, Albert Brooks, Melissa McCarthy, Jason Segel. Judd Apatow kann alveg að búa til skemmtilegar myndir. Hann kann sér hins vegar aldrei hóf, og þá skiptir engu hvort hann leikstýrir eða framleiðir, nær allar myndir sem hann kemur nálægt eiga það sameiginlegt að vera hálftíma of langar. This Is 40 er engin undantekning, en hún segir frá pari um fertugt sem á erfitt með að sætta sig við aldurinn. Fjárhagurinn er erfiður, börnin rífast í sífellu, og samband hjónaleysanna svignar undan álagi og áhyggjum. Í hinu stóra samhengi hlutanna er mestmegnis um lúxusvandamál að ræða, og stærsta ógnin fyrir utan sambandsslit er sú að þau þurfi mögulega að flytja í minna hús. Það má þó vel hlæja að vandræðum parsins, og sumt tengir maður við á meðan annað virðist afar fjarri hinum tekjulága meðaljóni. Styrkur Apatow er spéspegill hans á hversdagsleg vandræði hvítra Vesturlandabúa. Veikleikinn er hæfileikaskortur í að velja og hafna. Persóna John Lithgow er til dæmis áhugaverð í fyrstu en síðan kemur að því að Apatow veit ekkert hvað hann á að gera við hann. Leikstjórinn dvelur við aukapersónur í atriðum sem eru fyndin, en skipta litlu sem engu máli fyrir heildarmyndina og draga úr þéttleika myndarinnar. Þetta er það sem Coen-bræður og Quentin Tarantino gera svo vel. Hér er það til ama og hann hefði betur hent einhverju út. This Is 40 skilar samt sínum skerf af góðlátlegu gríni. Apatow er, þegar öllu er á botninn hvolft, lunkinn húmoristi með skemmtilega sýn á hversdagsleikann. Með öflugum leikhóp eins og þessum ætti hann að geta gert frábæra mynd, og hér kemst hann hálfa leið og rúmlega það. Niðurstaða: Græskulaust gaman að hætti hússins.
Gagnrýni Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira