Barnasálfræðingur kom með söguna 21. febrúar 2013 19:00 "Ég fékk hugmyndina að myndinni veturinn 2000, ég var heima hjá mér í Kaupmannahöfn og þá var skyndilega bankað á hurðina hjá mér. Það var þekktur danskur barnasálfræðingur sem stóð fyrir utan dyrnar og hann spurði mig hvort ég væri sá sem hafði gert myndina Festen. Ég sagði auðvitað já. Þá sagði barnasálfræðingurinn að hann væri með hugmynd að annarri mynd sem ég gæti gert og hann rétti mér mikinn fjölda dómsmála." Svo lýsir leikstjórinn Thomas Vinterberg því hvernig hugmyndin að kvikmyndinni Jagten varð til. Jagten verður frumsýnd hér á landi annað kvöld. Kvikmyndin er hádramatísk og tekst á við erfitt málefni. Mads Mikkelsen sýnir einstakan leik í hlutverki leikskólakennarans Lucas sem sakaður er um barnaníð af lítilli dóttur vinar síns. Lygin breiðist hratt um heimabæ Lucasar og innan skamms er hann orðinn skotmark múgæsings og hann nánast gerður útlægur úr samfélaginu. Með önnur hlutverk fara Thomas Bo Larsen, Annika Wedderkopp og Susse Wold sem snýr aftur á hvíta tjaldið eftir 27 ára hlé. "Dönsk kvikmyndagerð hefur saknað Susse Wold. Hún hefur verið fjarverandi í 27 ár. Hún er undraverð, falleg og frábær leikari," sagði Vinterberg um Wold. Leikkonan er Íslendingum meðal annars kunn fyrir hlutverk sitt sem Gitte Graa í sjónvarpsþáttunum vinsælu Matador. Jagten var frumsýnd þann 20. maí á kvikmyndahátíðinni í Cannes í fyrra. Hún var þá fyrsta dönskumælandi myndin sem hefur keppt til Gullpálmans frá árinu 1998. Mads Mikkelsen hlaut verðlaun fyrir besta leik í karlhlutverki það árið fyrir túlkun sína á Lucasi. Myndin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og kvikmyndahúsagesta og á vefsíðunni Rottentomatoes.com fær hún 91 prósent í einkunn frá gagnrýnendum og einkunnina 8,3 á vefsíðunni Imdb.com. Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Ég fékk hugmyndina að myndinni veturinn 2000, ég var heima hjá mér í Kaupmannahöfn og þá var skyndilega bankað á hurðina hjá mér. Það var þekktur danskur barnasálfræðingur sem stóð fyrir utan dyrnar og hann spurði mig hvort ég væri sá sem hafði gert myndina Festen. Ég sagði auðvitað já. Þá sagði barnasálfræðingurinn að hann væri með hugmynd að annarri mynd sem ég gæti gert og hann rétti mér mikinn fjölda dómsmála." Svo lýsir leikstjórinn Thomas Vinterberg því hvernig hugmyndin að kvikmyndinni Jagten varð til. Jagten verður frumsýnd hér á landi annað kvöld. Kvikmyndin er hádramatísk og tekst á við erfitt málefni. Mads Mikkelsen sýnir einstakan leik í hlutverki leikskólakennarans Lucas sem sakaður er um barnaníð af lítilli dóttur vinar síns. Lygin breiðist hratt um heimabæ Lucasar og innan skamms er hann orðinn skotmark múgæsings og hann nánast gerður útlægur úr samfélaginu. Með önnur hlutverk fara Thomas Bo Larsen, Annika Wedderkopp og Susse Wold sem snýr aftur á hvíta tjaldið eftir 27 ára hlé. "Dönsk kvikmyndagerð hefur saknað Susse Wold. Hún hefur verið fjarverandi í 27 ár. Hún er undraverð, falleg og frábær leikari," sagði Vinterberg um Wold. Leikkonan er Íslendingum meðal annars kunn fyrir hlutverk sitt sem Gitte Graa í sjónvarpsþáttunum vinsælu Matador. Jagten var frumsýnd þann 20. maí á kvikmyndahátíðinni í Cannes í fyrra. Hún var þá fyrsta dönskumælandi myndin sem hefur keppt til Gullpálmans frá árinu 1998. Mads Mikkelsen hlaut verðlaun fyrir besta leik í karlhlutverki það árið fyrir túlkun sína á Lucasi. Myndin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og kvikmyndahúsagesta og á vefsíðunni Rottentomatoes.com fær hún 91 prósent í einkunn frá gagnrýnendum og einkunnina 8,3 á vefsíðunni Imdb.com.
Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira