Byggir myndina á blaðamannaheiminum Álfrún Pálsdóttir skrifar 18. febrúar 2013 09:00 „Mig langaði einfaldlega að tala við íslenska áhorfendur og er mjög spenntur fyrir að loksins sýna afraksturinn,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Börkur Gunnarsson. Fyrsta íslenska mynd hans, Þetta reddast, verður frumsýnd þann 1. mars. Myndin skartar Birni Thors í aðalhlutverki og var tekin upp sumarið 2009 í Reykjavík og Búrfellsvirkjun. Ástæðan fyrir því að myndin er fyrst núna á leiðinni í kvikmyndahús er að sögn Barkar sú að myndin fékk einstaklega langan tíma í klippiherberginu. „Þetta hefur verið löng fæðing því myndin var eiginlega alveg tilbúin árið 2010. Þá var ákveðið að fínisera nokkrar senur í klippiherberginu, þar sem hún festist í dágóðan tíma. Nú er hún orðin aðeins betri og allir sáttir,“ segir Börkur sem er ánægður með útkomuna og vonar að áhorfendur séu sama sinnis. Þetta reddast er fyrsta íslenska mynd Barkar en hann bæði leikstýrir og skrifar handritið. Börkur hefur áður gert tékknesku myndina Sterkt kaffi sem vakti mikla lukku bæði þar úti og hér heima, er hún var frumsýnd 2004. Börkur var búinn að skapa sér nafn og koma sér vel fyrir Tékklandi en hugurinn leitaði heim. „Það var allt annað að sýna myndina hérna heima en úti í Tékklandi og ég fann að mig langaði að gera íslenskt bíó. Ég er hvergi nærri hættur og er með eitt handrit í styrktarferli núna.“ Þetta reddast fjallar um drykkfelldan blaðamann sem þarf að sanna sig í einkalífinu sem og vinnunni. Börkur hefur sjálfur starfað sem blaðamaður á hinum ýmsu miðlum og byggir söguþráðinn á blaðamannaheiminum. „Það eru allir miðlar með sína alka og maður kannast alveg við týpuna. Þetta er myndarlegur og hrokafullur maður sem lifir sig svo inn í töffarann og karlmennskuna að það verður aulalegt. Ég er svolítið að endurspegla hvernig ég upplifði stemninguna á Íslandi þegar ég flutti heim árið 2005. Hrokinn var allsráðandi og mikill metingur á ýmsum vígstöðum í samfélaginu,“ segir Börkur. Hann flokkar myndina sem gaman drama. „Þetta er mynd fyrir alla, fjallar bæði um samskipti kynjanna og samskiptin við áfengið, en hvort tveggja getur reynst mörgum ansi snúið dæmi.“ Menning Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Sjá meira
„Mig langaði einfaldlega að tala við íslenska áhorfendur og er mjög spenntur fyrir að loksins sýna afraksturinn,“ segir kvikmyndagerðarmaðurinn Börkur Gunnarsson. Fyrsta íslenska mynd hans, Þetta reddast, verður frumsýnd þann 1. mars. Myndin skartar Birni Thors í aðalhlutverki og var tekin upp sumarið 2009 í Reykjavík og Búrfellsvirkjun. Ástæðan fyrir því að myndin er fyrst núna á leiðinni í kvikmyndahús er að sögn Barkar sú að myndin fékk einstaklega langan tíma í klippiherberginu. „Þetta hefur verið löng fæðing því myndin var eiginlega alveg tilbúin árið 2010. Þá var ákveðið að fínisera nokkrar senur í klippiherberginu, þar sem hún festist í dágóðan tíma. Nú er hún orðin aðeins betri og allir sáttir,“ segir Börkur sem er ánægður með útkomuna og vonar að áhorfendur séu sama sinnis. Þetta reddast er fyrsta íslenska mynd Barkar en hann bæði leikstýrir og skrifar handritið. Börkur hefur áður gert tékknesku myndina Sterkt kaffi sem vakti mikla lukku bæði þar úti og hér heima, er hún var frumsýnd 2004. Börkur var búinn að skapa sér nafn og koma sér vel fyrir Tékklandi en hugurinn leitaði heim. „Það var allt annað að sýna myndina hérna heima en úti í Tékklandi og ég fann að mig langaði að gera íslenskt bíó. Ég er hvergi nærri hættur og er með eitt handrit í styrktarferli núna.“ Þetta reddast fjallar um drykkfelldan blaðamann sem þarf að sanna sig í einkalífinu sem og vinnunni. Börkur hefur sjálfur starfað sem blaðamaður á hinum ýmsu miðlum og byggir söguþráðinn á blaðamannaheiminum. „Það eru allir miðlar með sína alka og maður kannast alveg við týpuna. Þetta er myndarlegur og hrokafullur maður sem lifir sig svo inn í töffarann og karlmennskuna að það verður aulalegt. Ég er svolítið að endurspegla hvernig ég upplifði stemninguna á Íslandi þegar ég flutti heim árið 2005. Hrokinn var allsráðandi og mikill metingur á ýmsum vígstöðum í samfélaginu,“ segir Börkur. Hann flokkar myndina sem gaman drama. „Þetta er mynd fyrir alla, fjallar bæði um samskipti kynjanna og samskiptin við áfengið, en hvort tveggja getur reynst mörgum ansi snúið dæmi.“
Menning Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Sjá meira