Ómetanlegt starf sjálfboðaliða Steinunn Stefánsdóttir skrifar 11. febrúar 2013 06:00 Lengst af hefur einkum tíðkast tvenns konar nálgun á þeim vanda sem fíknisjúkdómar eru. Annars vegar að beita forvörnum með það að markmiði að leitast við að koma í veg fyrir fíknisjúkdóma hjá ungu fólki með fræðslu um sjúkdóminn og þann margháttaða vanda sem hann ber með sér. Hins vegar hefur nálgunin við þá sem eru virkir vímuefnaneytendur verið sú að stuðla að því með öllum tiltækum ráðum að fá þá til að snúa við blaðinu og hætta neyslu. Báðar þessar nálganir eru sannarlega góðar og gildar og hafa borið gríðarlegan árangur. Hins vegar fyrirfinnst hópur sem þessar nálganir ná ekki til. Þetta er hópurinn sem er í neyslu og getur ekki eða hyggst ekki hætta henni. Með því að nálgast þennan hóp með skaðaminnkun að leiðarljósi er þó unnt að draga verulega úr þeim skaða sem fíkniefnaneytandinn veldur sjálfum sér og öðrum. Sunna Valgerðardóttir blaðamaður slóst á dögunum í för með Frú Ragnheiði, sem er sjúkrabíll mannaður sjálfboðaliðum, gerður út af Rauða krossinum með það að markmiði að draga úr þeim skaða sem fíkniefni valda þeim sem þeirra neyta. Sú ferð, ásamt samtölum við marga aðila sem koma að málefnum fíkniefnaneytenda, liggur til grundvallar á úttekt Sunnu á stöðu sprautufíkla á Íslandi sem birtist í helgarblaði Fréttablaðsins. Þjónusta Frú Ragnheiðar felst meðal annars í nálaskiptum og leiðbeiningum um örugga sprautunotkun. Þetta er ómetanleg þjónusta og raunar eina yfirlýsta skaðaminnkunarþjónustan á Íslandi. Hún dregur úr líkum á sýkingum og smiti og hún dregur líka úr líkum á því að notaðar sprautur liggi á víðavangi þar sem til dæmis börn geta skaðað sig á þeim. Sjálfboðaliðarnir sem starfa við verkefnið nálgast fíkniefnaneytandann á jafnréttisgrunni og af þeirri virðingu sem fólk á skilið frá samborgurum sínum. Þeir sem þekkja til fíkniefnavandans hafa bent á að hér á landi vanti neyslurými fyrir fíkniefnaneytendur; stað þar sem fólk getur komið og neytt fíkniefnanna við öruggar og hreinlegar aðstæður undir eftirliti fagfólks. Slík neyslurými eru fyrir hendi í flestum nágrannalöndum okkar. Hugtakið skaðaminnkun er enn sem komið er ekki mikið notað innan heilbrigðiskerfisins. Frumkvæðið sem Rauði krossinn hefur tekið með Frú Ragnheiði mun þó vonandi leiða til þess að hugað verði í auknum mæli að skaðaminnkun bæði innan heilbrigðis- og velferðarkerfisins. Þegar upp er staðið er ekki heldur fráleitt að skaðaminnkunarúrræði geti opnað einhverjum vímuefnaneytendum gátt inn í annað líf. Vímuefnaneytendur lifa iðulega mjög einangruðu lífi og umgangast fyrst og síðast fólk sem er í svipaðri stöðu og þeir. Með því að bjóða þeim skaðaminnkunarúrræði víkkar sá hópur sem þeir eiga samskipti við og þannig opnast þeim mögulega sýn inn í veröld þar sem ekki allt snýst um vímu. Fyrst og fremst er skaðaminnkunin þó mikilvæg leið til þess að auka að einhverju marki lífsgæði vímuefnaneytenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun
Lengst af hefur einkum tíðkast tvenns konar nálgun á þeim vanda sem fíknisjúkdómar eru. Annars vegar að beita forvörnum með það að markmiði að leitast við að koma í veg fyrir fíknisjúkdóma hjá ungu fólki með fræðslu um sjúkdóminn og þann margháttaða vanda sem hann ber með sér. Hins vegar hefur nálgunin við þá sem eru virkir vímuefnaneytendur verið sú að stuðla að því með öllum tiltækum ráðum að fá þá til að snúa við blaðinu og hætta neyslu. Báðar þessar nálganir eru sannarlega góðar og gildar og hafa borið gríðarlegan árangur. Hins vegar fyrirfinnst hópur sem þessar nálganir ná ekki til. Þetta er hópurinn sem er í neyslu og getur ekki eða hyggst ekki hætta henni. Með því að nálgast þennan hóp með skaðaminnkun að leiðarljósi er þó unnt að draga verulega úr þeim skaða sem fíkniefnaneytandinn veldur sjálfum sér og öðrum. Sunna Valgerðardóttir blaðamaður slóst á dögunum í för með Frú Ragnheiði, sem er sjúkrabíll mannaður sjálfboðaliðum, gerður út af Rauða krossinum með það að markmiði að draga úr þeim skaða sem fíkniefni valda þeim sem þeirra neyta. Sú ferð, ásamt samtölum við marga aðila sem koma að málefnum fíkniefnaneytenda, liggur til grundvallar á úttekt Sunnu á stöðu sprautufíkla á Íslandi sem birtist í helgarblaði Fréttablaðsins. Þjónusta Frú Ragnheiðar felst meðal annars í nálaskiptum og leiðbeiningum um örugga sprautunotkun. Þetta er ómetanleg þjónusta og raunar eina yfirlýsta skaðaminnkunarþjónustan á Íslandi. Hún dregur úr líkum á sýkingum og smiti og hún dregur líka úr líkum á því að notaðar sprautur liggi á víðavangi þar sem til dæmis börn geta skaðað sig á þeim. Sjálfboðaliðarnir sem starfa við verkefnið nálgast fíkniefnaneytandann á jafnréttisgrunni og af þeirri virðingu sem fólk á skilið frá samborgurum sínum. Þeir sem þekkja til fíkniefnavandans hafa bent á að hér á landi vanti neyslurými fyrir fíkniefnaneytendur; stað þar sem fólk getur komið og neytt fíkniefnanna við öruggar og hreinlegar aðstæður undir eftirliti fagfólks. Slík neyslurými eru fyrir hendi í flestum nágrannalöndum okkar. Hugtakið skaðaminnkun er enn sem komið er ekki mikið notað innan heilbrigðiskerfisins. Frumkvæðið sem Rauði krossinn hefur tekið með Frú Ragnheiði mun þó vonandi leiða til þess að hugað verði í auknum mæli að skaðaminnkun bæði innan heilbrigðis- og velferðarkerfisins. Þegar upp er staðið er ekki heldur fráleitt að skaðaminnkunarúrræði geti opnað einhverjum vímuefnaneytendum gátt inn í annað líf. Vímuefnaneytendur lifa iðulega mjög einangruðu lífi og umgangast fyrst og síðast fólk sem er í svipaðri stöðu og þeir. Með því að bjóða þeim skaðaminnkunarúrræði víkkar sá hópur sem þeir eiga samskipti við og þannig opnast þeim mögulega sýn inn í veröld þar sem ekki allt snýst um vímu. Fyrst og fremst er skaðaminnkunin þó mikilvæg leið til þess að auka að einhverju marki lífsgæði vímuefnaneytenda.