Haukar hafa unnið tíu deildarleiki í röð og hafa ekki tapað deildarleik á tímabilinu (25 stig af 26 mögulegum) en FH-ingar (17 stig í 2. sætinu) hafa unnið fimm síðustu deildarleiki sína. FH-ingar eru samt eflaust enn í sárum eftir þrettán marka skell (18-31) í fyrri leik liðanna í Kaplakrika í nóvember. Það hefur verið hefð fyrir því í Hafnarfirði síðustu ár að þessir miklu erkifjendur í Hafnarfirði hafa skipst á að vinna í innbyrðisleikjum liðanna í deild og bikar.
Það þarf reyndar mikla sveiflu að þessu sinni eftir stórsigur Hauka í síðasta leik en slíkt hefur þó gerst áður eins og sést á 18 marka sveiflu milli leikja liðanna í október (FH vann 28-19) og nóvember (Haukar unnu 25-16) 2010. Hér fyrir neðan má sjá hvernig liðin hafa skipst á að vinna og hvernig bæði hafa unnið fimm af síðustu tíu Hafnarfjarðarslögum í deild og bikar.
Eini úrslitaleikur liðanna á þessu tímabili er ekki með í þessari upptalningu en Haukar unnu FH 25-20 í Strandgötu í úrslitaleik Flugfélags Íslands deildarbikarnum í desember 2011.
