Dogma endurgerð af Chuck Norris-mynd 7. febrúar 2013 06:00 Kvikmyndin Zero Dark Thirty segir frá leit Bandaríkjahers að Osama bin Laden, leiðtoga al-Kaída. Myndin er tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna og verður frumsýnd annað kvöld. Eftir árásina á tvíburaturnana í New York þann 11. september árið 2001 hóf Bandaríkjaher mikla leit að Osama bin Laden, leiðtoga al-Kaída, en samtökin höfðu þá lýst yfir ábyrgð á árásunum. Söguþráður Zero Dark Thirty hefst árið 2003 og er Maya, höfuðpersóna myndarinnar, þá nýkomin til starfa hjá bandarísku leyniþjónustunni CIA. Stuttu síðar er hún flutt um set og þá alla leið til Pakistan, þar sem hún vinnur dag og nótt ásamt öðrum leyniþjónustumanni, Dan, við að afla upplýsinga sem gætu leitt til handtöku bin Laden. Sagan fylgir svo Mayu og Dan eftir allt til árásardagsins þann 6. maí árið 2011. Leikstjóri Zero Dark Thirty er Kathryn Bigelow, en hún er fyrsta og jafnframt eina konan sem hefur hlotið Óskarsverðlaunin fyrir bestu leikstjórn. Verðlaunin hlaut hún árið 2009 fyrir kvikmyndina The Hurt Locker. Bigelow skrifaði handrit myndarinnar ásamt blaðamanninum og handritshöfundinum Mark Boal, en þau unnu einnig saman að gerð handrits The Hurt Locker. Upphaflega fjallaði handrit Zero Dark Thirty um áratuga langa leit bandarískra stjórnvalda að bin Laden og neyddust Bigelow og Boal til þess að endurskrifa allt handritið eftir að bin Laden var myrtur af bandarískum sérsveitamönnum þann 6. maí árið 2011. Með aðalhlutverk myndarinnar fara Jessica Chastain, sem er tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn, Chris Pratt og Joel Edgerton. Myndin fær víðast hvar góða dóma, þó eilítið slakari meðmæli frá almennum áhorfendum en frá gagnrýnendum. Á vefsíðunni Rottentomatoes.com hlýtur Zero Dark Thirty 94 prósent í einkunn frá gagnrýnendum og 84 prósent frá áhorfendum. Á síðunni segir einn gagnrýnandi að þó myndin bjóði upp pólitísk umhugsunarefni og spennu sé hún í heild sinni aðeins þokkaleg. Á Imdb.com fær Zero Dark Thirty 7,7 í einkunn og á vefsíðunni Metacritic.com gefa gagnrýnendur henni 95 prósent í einkunn en notendur síðunnar gefa henni 65 prósent. Gagnrýnandi Empire segir Zero Dark Thirty vera grípandi og vel leikna og líkir henni við Dogma-endurgerð af Chuck Norris-kvikmynd. Það hljóta að vera bestu meðmæli sem kvikmynd getur fengið. - sm Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Innlit á Bessastaði Lífið Fleiri fréttir Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Kvikmyndin Zero Dark Thirty segir frá leit Bandaríkjahers að Osama bin Laden, leiðtoga al-Kaída. Myndin er tilnefnd til fimm Óskarsverðlauna og verður frumsýnd annað kvöld. Eftir árásina á tvíburaturnana í New York þann 11. september árið 2001 hóf Bandaríkjaher mikla leit að Osama bin Laden, leiðtoga al-Kaída, en samtökin höfðu þá lýst yfir ábyrgð á árásunum. Söguþráður Zero Dark Thirty hefst árið 2003 og er Maya, höfuðpersóna myndarinnar, þá nýkomin til starfa hjá bandarísku leyniþjónustunni CIA. Stuttu síðar er hún flutt um set og þá alla leið til Pakistan, þar sem hún vinnur dag og nótt ásamt öðrum leyniþjónustumanni, Dan, við að afla upplýsinga sem gætu leitt til handtöku bin Laden. Sagan fylgir svo Mayu og Dan eftir allt til árásardagsins þann 6. maí árið 2011. Leikstjóri Zero Dark Thirty er Kathryn Bigelow, en hún er fyrsta og jafnframt eina konan sem hefur hlotið Óskarsverðlaunin fyrir bestu leikstjórn. Verðlaunin hlaut hún árið 2009 fyrir kvikmyndina The Hurt Locker. Bigelow skrifaði handrit myndarinnar ásamt blaðamanninum og handritshöfundinum Mark Boal, en þau unnu einnig saman að gerð handrits The Hurt Locker. Upphaflega fjallaði handrit Zero Dark Thirty um áratuga langa leit bandarískra stjórnvalda að bin Laden og neyddust Bigelow og Boal til þess að endurskrifa allt handritið eftir að bin Laden var myrtur af bandarískum sérsveitamönnum þann 6. maí árið 2011. Með aðalhlutverk myndarinnar fara Jessica Chastain, sem er tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn, Chris Pratt og Joel Edgerton. Myndin fær víðast hvar góða dóma, þó eilítið slakari meðmæli frá almennum áhorfendum en frá gagnrýnendum. Á vefsíðunni Rottentomatoes.com hlýtur Zero Dark Thirty 94 prósent í einkunn frá gagnrýnendum og 84 prósent frá áhorfendum. Á síðunni segir einn gagnrýnandi að þó myndin bjóði upp pólitísk umhugsunarefni og spennu sé hún í heild sinni aðeins þokkaleg. Á Imdb.com fær Zero Dark Thirty 7,7 í einkunn og á vefsíðunni Metacritic.com gefa gagnrýnendur henni 95 prósent í einkunn en notendur síðunnar gefa henni 65 prósent. Gagnrýnandi Empire segir Zero Dark Thirty vera grípandi og vel leikna og líkir henni við Dogma-endurgerð af Chuck Norris-kvikmynd. Það hljóta að vera bestu meðmæli sem kvikmynd getur fengið. - sm
Menning Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Innlit á Bessastaði Lífið Fleiri fréttir Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira