Það er djamm! Erla Hlynsdóttir skrifar 29. janúar 2013 08:00 "Eru það bara óléttuhormónin eða langar fleirum að grenja af gleði?" Þetta voru fyrstu viðbrögð óléttrar konu á Facebook eftir að ljóst var að Ísland vann. (Ísland vann. Ísland vann. Já, mig langaði bara að skrifa það aftur.) En þetta voru aldeilis ekki óléttuhormónin. Fólk fékk gæsahúð, hoppaði, öskraði og spurði hvort búið væri að opna Vínbúðirnar. Á Rás 2 hljómaði "Ísland er land þitt" og einhverjir drógu fána að húni. Nú er þjóðhátíð. Ísland vann. Ég er ein af þeim sem vildu bara semja. Ég hafði enga trú á dómstólaleiðinni. Kannski því ég tapa sjálf flestum dómsmálum. Nema reyndar þegar dómsmálin fara út fyrir landsteinana. Það hvarflaði einhvern veginn ekki að mér að Ísland stæði uppi sem sigurvegari í þessu umdeilda máli. Svona er ég bjartsýn að eðlisfari. Mánudagurinn 28. janúar 2013 stimplaði sig rækilega inn í sögubækurnar. Þetta var enginn mánudagur til mæðu heldur mánudagur til gleði og villtra partíhalda. Í dag er fyrsti dagur nýrrar framtíðar. Héðan í frá fáum við ekki verk fyrir hjartað þegar minnst er á Landsbankann og við verðum ekki andstutt þegar talað er um innstæðutryggingar. Icesave-kaffibollinn sem hvert mannsbarn á landinu þekkir sem táknmynd Hrunsins er ekki lengur svo ógnvænlegur og gott ef hann hentar nú ekki best til að skála í kampavíni. Ísland vann. Sem betur fer er þessi pistill meira en hálfnaður. Það er nefnilega ansi mikið að gera hjá mér. Kringlan er með útsölu og ég með kreditkort. Hvíti leðursófinn sem mig hefur langað í síðan 2009 er kominn á raðgreiðslur. Nýja sportútgáfan af Range Rover er trufluð. Ætla að gefa dóttur minni iPad í skóinn í nótt svo hún hafi eitthvað að gera á morgnana, greyið, áður en hún fer í leikskólann. Hún þarf ekki að halda að þessi gjöf sé frá jólasveininum. Nei, hún skal þakka Ólafi Ragnari Grímssyni. Svo fær hún innrammaða mynd af honum til að hafa yfir rúminu sínu. En nú þarf ég að þjóta. Þessar evrur kaupa sig ekki sjálfar. London, baby – hér kem ég! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Hlynsdóttir Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
"Eru það bara óléttuhormónin eða langar fleirum að grenja af gleði?" Þetta voru fyrstu viðbrögð óléttrar konu á Facebook eftir að ljóst var að Ísland vann. (Ísland vann. Ísland vann. Já, mig langaði bara að skrifa það aftur.) En þetta voru aldeilis ekki óléttuhormónin. Fólk fékk gæsahúð, hoppaði, öskraði og spurði hvort búið væri að opna Vínbúðirnar. Á Rás 2 hljómaði "Ísland er land þitt" og einhverjir drógu fána að húni. Nú er þjóðhátíð. Ísland vann. Ég er ein af þeim sem vildu bara semja. Ég hafði enga trú á dómstólaleiðinni. Kannski því ég tapa sjálf flestum dómsmálum. Nema reyndar þegar dómsmálin fara út fyrir landsteinana. Það hvarflaði einhvern veginn ekki að mér að Ísland stæði uppi sem sigurvegari í þessu umdeilda máli. Svona er ég bjartsýn að eðlisfari. Mánudagurinn 28. janúar 2013 stimplaði sig rækilega inn í sögubækurnar. Þetta var enginn mánudagur til mæðu heldur mánudagur til gleði og villtra partíhalda. Í dag er fyrsti dagur nýrrar framtíðar. Héðan í frá fáum við ekki verk fyrir hjartað þegar minnst er á Landsbankann og við verðum ekki andstutt þegar talað er um innstæðutryggingar. Icesave-kaffibollinn sem hvert mannsbarn á landinu þekkir sem táknmynd Hrunsins er ekki lengur svo ógnvænlegur og gott ef hann hentar nú ekki best til að skála í kampavíni. Ísland vann. Sem betur fer er þessi pistill meira en hálfnaður. Það er nefnilega ansi mikið að gera hjá mér. Kringlan er með útsölu og ég með kreditkort. Hvíti leðursófinn sem mig hefur langað í síðan 2009 er kominn á raðgreiðslur. Nýja sportútgáfan af Range Rover er trufluð. Ætla að gefa dóttur minni iPad í skóinn í nótt svo hún hafi eitthvað að gera á morgnana, greyið, áður en hún fer í leikskólann. Hún þarf ekki að halda að þessi gjöf sé frá jólasveininum. Nei, hún skal þakka Ólafi Ragnari Grímssyni. Svo fær hún innrammaða mynd af honum til að hafa yfir rúminu sínu. En nú þarf ég að þjóta. Þessar evrur kaupa sig ekki sjálfar. London, baby – hér kem ég!
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun