Þetta var ekki heppni Benedikt Grétarsson skrifar 28. janúar 2013 06:00 FH-ingar tolleruðu Einar Rafn Eiðsson í leikslok eftir að hann skoraði sigurmarkið. Mynd/Stefán FH-ingar byrja árið vel í handboltanum og tóku fyrsta titil þess í ár með því að vinna 28-27 sigur á Fram í framlengdum úrslitaleik Flugfélags Íslands deildarbikarsins en FH-liðið sló Akureyri út daginn áður. Framarar náðu hins vegar ekki að fylgja eftir glæsilegum sigri á toppliði Hauka sólarhringi fyrr. FH komst í 12-2 forystu í fyrri hálfleik en Framarar náðu að vinna sig inn í leikinn í síðari hálfleik og tryggja sér framlengingu. Framlengingin var æsispennandi og það var Einar Rafn Eiðsson sem tryggði FH bikarinn með skrýtnu skoti úr horninu sem Magnús hefði líklega átt að verja. „Þetta var virkilega sætt og fínn endir á góðum leik. Við missum taktinn við brotthvarf lykilmanna vegna meiðsla og brottvísana og þeir gerðu virkilega vel að keyra á okkur í seinni bylgjunni," sagði Einar Rafn Eiðsson, hetja FH í leiknum. Sigurður Eggertsson átti góðan leik fyrir Fram og hann var mjög vonsvikinn í leikslok. „Þetta er virkilega svekkjandi, að vinna sig svona inn í leikinn og tapa svo á einhverju svona skítamarki í lokin." Sigurður var ekki í nokkrum vafa að sigurmark Einars Rafns Eiðssonar hefði verið hundaheppni. „Einar reyndi þetta örugglega 25 sinnum á æfingu hjá okkur í fyrra en skoraði aldrei. Svo skorar hann núna, algjör heppni og ekkert annað." Einar var ekki sammála skýringu Sigurðar Eggertssonar að sigurmarkið hefði verið heppnisskot. „Nei, nei, þetta er aldrei heppni. Þarna er Siggi að rugla bara eitthvað."FH fær Evrópusæti Sigurinn tryggir FH Evrópusæti og Einar var að vonum ánægður með að vinna bikarinn. „Við lögðum áherslu á að vinna þennan bikar og tryggja okkur Evrópusæti. Þessi bikar gefur okkur byr undir báða vængi í framhaldinu og vonandi náum við að fylgja þessu eftir í næstu leikjum," sagði Einar Rafn sem var þarna að mæta sínum gömlu félögum í Fram en hann kom til FH úr Safamýrinni í haust. Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, var sáttur við sigurinn. „Þetta var virkilega ánægjulegt og margt jákvætt í þessu. Það var samt óþarfi að missa þetta svona mikið niður en það kemur svolítið bakslag í okkar leik þegar við missum Loga (Geirson) og Ása (Ásbjörn Friðriksson) úr leiknum." Ungir leikmenn FH stigu sterkir upp á ögurstundu og það gladdi þjálfarann mikið. „Við erum að spila hérna í langan tíma með Ísak (Rafnsson) og Magga (Magnús Óli Magnússon) fyrir utan og þeir stóðu sig mjög vel. Þetta eru guttar í öðrum flokki og það var ánægjulegt að sjá þá koma sterka inn. Einar Andri er ekki í nokkrum vafa að sigurinn gefi liðinu aukið sjálfstraust. „Okkur langaði virkilega að vinna þennan leik og þessi sigur gefur okkur vonandi aukið sjálfstraust fyrir komandi átök í deildinni," sagði Einar að lokum. Þetta er í annað skipti sem FH vinnur þessa keppni en í hitt skiptið fóru liðsmenn síðan alla leið og urðu Íslandsmeistarar vorið 2011. Olís-deild karla Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli Sport Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ Sjá meira
FH-ingar byrja árið vel í handboltanum og tóku fyrsta titil þess í ár með því að vinna 28-27 sigur á Fram í framlengdum úrslitaleik Flugfélags Íslands deildarbikarsins en FH-liðið sló Akureyri út daginn áður. Framarar náðu hins vegar ekki að fylgja eftir glæsilegum sigri á toppliði Hauka sólarhringi fyrr. FH komst í 12-2 forystu í fyrri hálfleik en Framarar náðu að vinna sig inn í leikinn í síðari hálfleik og tryggja sér framlengingu. Framlengingin var æsispennandi og það var Einar Rafn Eiðsson sem tryggði FH bikarinn með skrýtnu skoti úr horninu sem Magnús hefði líklega átt að verja. „Þetta var virkilega sætt og fínn endir á góðum leik. Við missum taktinn við brotthvarf lykilmanna vegna meiðsla og brottvísana og þeir gerðu virkilega vel að keyra á okkur í seinni bylgjunni," sagði Einar Rafn Eiðsson, hetja FH í leiknum. Sigurður Eggertsson átti góðan leik fyrir Fram og hann var mjög vonsvikinn í leikslok. „Þetta er virkilega svekkjandi, að vinna sig svona inn í leikinn og tapa svo á einhverju svona skítamarki í lokin." Sigurður var ekki í nokkrum vafa að sigurmark Einars Rafns Eiðssonar hefði verið hundaheppni. „Einar reyndi þetta örugglega 25 sinnum á æfingu hjá okkur í fyrra en skoraði aldrei. Svo skorar hann núna, algjör heppni og ekkert annað." Einar var ekki sammála skýringu Sigurðar Eggertssonar að sigurmarkið hefði verið heppnisskot. „Nei, nei, þetta er aldrei heppni. Þarna er Siggi að rugla bara eitthvað."FH fær Evrópusæti Sigurinn tryggir FH Evrópusæti og Einar var að vonum ánægður með að vinna bikarinn. „Við lögðum áherslu á að vinna þennan bikar og tryggja okkur Evrópusæti. Þessi bikar gefur okkur byr undir báða vængi í framhaldinu og vonandi náum við að fylgja þessu eftir í næstu leikjum," sagði Einar Rafn sem var þarna að mæta sínum gömlu félögum í Fram en hann kom til FH úr Safamýrinni í haust. Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, var sáttur við sigurinn. „Þetta var virkilega ánægjulegt og margt jákvætt í þessu. Það var samt óþarfi að missa þetta svona mikið niður en það kemur svolítið bakslag í okkar leik þegar við missum Loga (Geirson) og Ása (Ásbjörn Friðriksson) úr leiknum." Ungir leikmenn FH stigu sterkir upp á ögurstundu og það gladdi þjálfarann mikið. „Við erum að spila hérna í langan tíma með Ísak (Rafnsson) og Magga (Magnús Óli Magnússon) fyrir utan og þeir stóðu sig mjög vel. Þetta eru guttar í öðrum flokki og það var ánægjulegt að sjá þá koma sterka inn. Einar Andri er ekki í nokkrum vafa að sigurinn gefi liðinu aukið sjálfstraust. „Okkur langaði virkilega að vinna þennan leik og þessi sigur gefur okkur vonandi aukið sjálfstraust fyrir komandi átök í deildinni," sagði Einar að lokum. Þetta er í annað skipti sem FH vinnur þessa keppni en í hitt skiptið fóru liðsmenn síðan alla leið og urðu Íslandsmeistarar vorið 2011.
Olís-deild karla Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli Sport Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ Sjá meira