Tobba Marinós ritar sjálfsævisögu sína Álfrún Pálsdóttir skrifar 24. janúar 2013 14:00 Þorbjört Marinósdóttir. Mynd/Anton "Bókin byrjar á því þegar ég eignaðist fyrsta kærasta minn í leikskóla með því að drekka úr drullupolli," segir Þorbjörg Marinósdóttir, rithöfundur og forstöðumaður markaðssviðs Skjásins, en hún hefur hafið skriftir á sinni fjórðu bók. Bókin verður sjálfsævisaga Tobbu. Hún segist lengi hafa verið með fjórðu bókina í maganum, en hafi verið í hálfgerðri sálarkrísu yfir því hvaða stefnu hún ætti að taka. Tobba ákvað að hvíla Lilju, söguhetju fyrri bóka hennar Makalaus og Lýtalaus. "Ég hef verið að velta þessu fyrir mér með fjórðu bókina og um hvað hún ætti að vera. Ég var jafnvel að spá í að gera eitthvað allt annað, skrifa alvarlegra verk og freista þess að verða ekki hent á rafmagnsgirðinguna af gagnrýnendum. Svo ákvað ég bara að halda áfram að gera lífið skemmtilegra og flippa smá," segir Tobba og bætir við að flestum veiti ekki af að láta lyfta sér upp í hversdagslífinu. Af nógu skemmtilegu er að taka í lífi Tobbu, sem segist hafa upplifað ýmislegt klikkað á ævinni sem vert sé að gera skil. Hún er hvorki búin að ákveða hversu nákvæmar lýsingarnar í bókinni verða né hvort öll rétt nöfn fái að halda sér. "Ég var orðin leið á að skrifa um aðra. Þetta verður sjálfsævisaga en ég ætla að taka mér skáldaleyfi á köflum. Söguþráðurinn er byggður á minni ævi og fjölskyldu minnar. Ég á ekki langt að sækja flippið frá skrautlegum einstaklingum innan fjölskyldunnar sem ég vona að ég móðgi ekki með skrifunum. Ég lofa því að bókin verður skrifuð í sátt og samlyndi við fjölskyldumeðlimi." Tobba stefnir á að senda bókina frá sér í byrjun sumars og fara því kvöldin hjá henni í skriftir þessa dagana. "Mig langar til að gefa bókina út í tæka tíð fyrir sumarfríin. Ég er hrifin af því að búa til ódýrar bækur í kiljuformi sem passa í handtöskuna. Ég hef enga þörf fyrir að henda mér í jólabókaflóðið. Svo sjáum við bara til hvort ég nái að klára þetta fyrir sumarið eða ekki." SkutluskáldskapurMakalaus og Lýtalaus.Fyrsta bók Tobbu, Makalaus, kom út árið 2010. Hún vakti athygli og seldist í um fjögur þúsund eintökum. Sama ár gaf hún út bókina Dömusiðir sem var eins konar leiðarvísir kvenna á öllum aldri um hvernig vera skal sönn dama. Árið 2011 var gerð sjónvarpssería upp úr Makalausri þar sem Lilja Katrín Gunnarsdóttir lék aðalhlutverkið. Þættirnir voru sýndir á Skjá Einum. Þriðja bókin, Lýtalaus, leit dagsins ljós árið 2011 og var sjálfstætt framhald af Makalausri. Hún seldist einnig í hátt í fjögur þúsund eintökum. Menning Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira
"Bókin byrjar á því þegar ég eignaðist fyrsta kærasta minn í leikskóla með því að drekka úr drullupolli," segir Þorbjörg Marinósdóttir, rithöfundur og forstöðumaður markaðssviðs Skjásins, en hún hefur hafið skriftir á sinni fjórðu bók. Bókin verður sjálfsævisaga Tobbu. Hún segist lengi hafa verið með fjórðu bókina í maganum, en hafi verið í hálfgerðri sálarkrísu yfir því hvaða stefnu hún ætti að taka. Tobba ákvað að hvíla Lilju, söguhetju fyrri bóka hennar Makalaus og Lýtalaus. "Ég hef verið að velta þessu fyrir mér með fjórðu bókina og um hvað hún ætti að vera. Ég var jafnvel að spá í að gera eitthvað allt annað, skrifa alvarlegra verk og freista þess að verða ekki hent á rafmagnsgirðinguna af gagnrýnendum. Svo ákvað ég bara að halda áfram að gera lífið skemmtilegra og flippa smá," segir Tobba og bætir við að flestum veiti ekki af að láta lyfta sér upp í hversdagslífinu. Af nógu skemmtilegu er að taka í lífi Tobbu, sem segist hafa upplifað ýmislegt klikkað á ævinni sem vert sé að gera skil. Hún er hvorki búin að ákveða hversu nákvæmar lýsingarnar í bókinni verða né hvort öll rétt nöfn fái að halda sér. "Ég var orðin leið á að skrifa um aðra. Þetta verður sjálfsævisaga en ég ætla að taka mér skáldaleyfi á köflum. Söguþráðurinn er byggður á minni ævi og fjölskyldu minnar. Ég á ekki langt að sækja flippið frá skrautlegum einstaklingum innan fjölskyldunnar sem ég vona að ég móðgi ekki með skrifunum. Ég lofa því að bókin verður skrifuð í sátt og samlyndi við fjölskyldumeðlimi." Tobba stefnir á að senda bókina frá sér í byrjun sumars og fara því kvöldin hjá henni í skriftir þessa dagana. "Mig langar til að gefa bókina út í tæka tíð fyrir sumarfríin. Ég er hrifin af því að búa til ódýrar bækur í kiljuformi sem passa í handtöskuna. Ég hef enga þörf fyrir að henda mér í jólabókaflóðið. Svo sjáum við bara til hvort ég nái að klára þetta fyrir sumarið eða ekki." SkutluskáldskapurMakalaus og Lýtalaus.Fyrsta bók Tobbu, Makalaus, kom út árið 2010. Hún vakti athygli og seldist í um fjögur þúsund eintökum. Sama ár gaf hún út bókina Dömusiðir sem var eins konar leiðarvísir kvenna á öllum aldri um hvernig vera skal sönn dama. Árið 2011 var gerð sjónvarpssería upp úr Makalausri þar sem Lilja Katrín Gunnarsdóttir lék aðalhlutverkið. Þættirnir voru sýndir á Skjá Einum. Þriðja bókin, Lýtalaus, leit dagsins ljós árið 2011 og var sjálfstætt framhald af Makalausri. Hún seldist einnig í hátt í fjögur þúsund eintökum.
Menning Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira