Saga sem hefur fallið í gleymskunnar dá Freyr Bjarnason skrifar 23. janúar 2013 07:00 Grímur Hákonarson leikstýrir heimildarmyndinni Hvelli sem verður frumsýnd á fimmtudaginn. fréttablaðið/gva "Við erum búin að vanda okkur mjög mikið. Það er mikil ábyrgð að gera þessari sögu skil," segir Grímur Hákonarson, leikstjóri heimildarmyndarinnar Hvells. Hún gerist sumarið 1970 þegar hart var deilt á Íslandi um virkjun Laxár í Mývatnssveit. Þann 25. ágúst tóku 113 Þingeyingar lögin í sínar hendur og sprengdu í loft upp stíflu í Laxá. "Það verður umhverfisvakning í kjölfar þessa máls og það er oft talað um að þetta sé upphaf náttúruverndar," segir Grímur. Umfjöllunarefni Hvells átti upphaflega að vera í heimildarmyndinni Draumalandið sem kom út 2009. Framleiðendur hennar höfðu samband við Grím og báðu hann um að gera sérstaka heimildarmynd um efnið vegna þess hversu áhugavert það var. "Þetta er merkilegur atburður í Íslandssögunni og ein stærsta borgaralega óhlýðnin sem hefur komið upp á Íslandi." Tökur á myndinni fóru fram sumarið 2010 og eftirvinnslan stóð yfir í tvö og hálft ár. "Við vildum gera þetta eins vel og við gátum. Það fór talsvert mikil vinna í að grafa upp gamalt efni," segir leikstjórinn. Rúm fjörutíu ár eru liðin síðan atburðirnir í heimildarmyndinni gerðust. "Við vorum dálítið á síðasta snúningi að gera þessa mynd því það eru mjög margir látnir sem voru viðriðnir málið. Myndin er fyrst og fremst um fólkið í sveitinni sem býr þarna í dag. Þessi saga hefur dálítið fallið í gleymsku. Þetta var eitt heitasta málið í þjóðfélaginu," segir Grímur, sem hefur áður gert heimildarmyndirnar Varði fer á vertíð, Varði Goes Europe, Bræðrabyltu og Hreint hjarta sem hlaut fyrstu verðlaun á Skjaldborgarhátíðinni. Einnig gerði hann kvikmyndina Sumarlandið. "Þetta var mjög góður skóli," segir hann um Hvell. "Þarna komu í ljós ýmsir hlutir sem höfðu aldrei komið fram opinberlega um þetta mál. Það var áskorun að finna út hver það var sem sprengdi stífluna. Það tók tíma að fá fólk til að opna sig." Hvellur var frumsýndur í Mývatnssveit á sunnudagskvöld við góðar undirtektir heimamanna. "Það má segja að maður hafi staðist prófraunina," segir Grímur sáttur. Almennar sýningar á myndinni hefjast í Bíói Paradís á morgun. Menning Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Sjá meira
"Við erum búin að vanda okkur mjög mikið. Það er mikil ábyrgð að gera þessari sögu skil," segir Grímur Hákonarson, leikstjóri heimildarmyndarinnar Hvells. Hún gerist sumarið 1970 þegar hart var deilt á Íslandi um virkjun Laxár í Mývatnssveit. Þann 25. ágúst tóku 113 Þingeyingar lögin í sínar hendur og sprengdu í loft upp stíflu í Laxá. "Það verður umhverfisvakning í kjölfar þessa máls og það er oft talað um að þetta sé upphaf náttúruverndar," segir Grímur. Umfjöllunarefni Hvells átti upphaflega að vera í heimildarmyndinni Draumalandið sem kom út 2009. Framleiðendur hennar höfðu samband við Grím og báðu hann um að gera sérstaka heimildarmynd um efnið vegna þess hversu áhugavert það var. "Þetta er merkilegur atburður í Íslandssögunni og ein stærsta borgaralega óhlýðnin sem hefur komið upp á Íslandi." Tökur á myndinni fóru fram sumarið 2010 og eftirvinnslan stóð yfir í tvö og hálft ár. "Við vildum gera þetta eins vel og við gátum. Það fór talsvert mikil vinna í að grafa upp gamalt efni," segir leikstjórinn. Rúm fjörutíu ár eru liðin síðan atburðirnir í heimildarmyndinni gerðust. "Við vorum dálítið á síðasta snúningi að gera þessa mynd því það eru mjög margir látnir sem voru viðriðnir málið. Myndin er fyrst og fremst um fólkið í sveitinni sem býr þarna í dag. Þessi saga hefur dálítið fallið í gleymsku. Þetta var eitt heitasta málið í þjóðfélaginu," segir Grímur, sem hefur áður gert heimildarmyndirnar Varði fer á vertíð, Varði Goes Europe, Bræðrabyltu og Hreint hjarta sem hlaut fyrstu verðlaun á Skjaldborgarhátíðinni. Einnig gerði hann kvikmyndina Sumarlandið. "Þetta var mjög góður skóli," segir hann um Hvell. "Þarna komu í ljós ýmsir hlutir sem höfðu aldrei komið fram opinberlega um þetta mál. Það var áskorun að finna út hver það var sem sprengdi stífluna. Það tók tíma að fá fólk til að opna sig." Hvellur var frumsýndur í Mývatnssveit á sunnudagskvöld við góðar undirtektir heimamanna. "Það má segja að maður hafi staðist prófraunina," segir Grímur sáttur. Almennar sýningar á myndinni hefjast í Bíói Paradís á morgun.
Menning Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Sjá meira